Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 19
19
sem konungur nefndi, 500 þúsund dalir, voru eflaust silfurdalir,
Joachimsthaler, og var hver dalur 25,984 g silfurs. Virði þess nú, árið
2015, væri 6,4 milljónir dala eða nánast hið sama og Kristján II. hafði
verið fáanlegur til að veðsetja Ísland fyrir röskri öld áður.
Móðuharðindin og Sir Joseph Banks
Íslandi varð flest að ógæfu á átjándu öld. Loftslag kólnaði talsvert á
„litlu ísöldinni“, sem oftast er tímasett frá 1300 til 1850, og munaði
um það á landi, sem var á mörkum hins byggilega heims, eins og
Julian Huxley átti eftir að segja. Einokunarverslunin þrengdi mjög
kosti Íslendinga og dró úr sjósókn. Íslendingar sultu hálfu og heilu
hungri, þótt þeir sætu á matarkistu, þar sem fiskimiðin voru. Þjóðin
var þess vegna lítt búin við Skaftáreldum, sem hófust í júlí 1783 og
stóðu allt fram í febrúar 1784. Móða lagðist yfir landið, skyggði fyrir
sól og dró úr allri sprettu, jafnframt því sem búpeningur féll vegna
eitraðrar ösku, sem dreifðist um bithaga, og eftir það féll mannfólkið.
Í miklum jarðskjálftum sunnan lands sumarið 1784 hrundi
biskupsstóllinn í Skálholti og fjöldi bóndabæja. Talið er, að um tíu
þúsund manns hafi týnt lífi í Móðuharðindunum, um fimmtungur
landsmanna. Hannes Finnsson sagði frá því í hinni merku bók sinni,
Mannfækkun af hallærum, að svo alvarlegt hafi ástandið verið talið,
að stjórnvöld hafi velt því fyrir sér í alvöru að flytja alla Íslendinga á
önnur yfirráðasvæði Danakonungs. Um skeið drógu sagnfræðingar
þetta í efa, þar sem engin sjálfstæð heimild hafði fundist um þetta,
en nýlega fann Anna Agnarsdóttir sagnfræðiprófessor aðra heimild
í bresku skjalasafni, og staðfestir hún frásögn Hannesar. Má ætla, að
um þær mundir, árin 1784–1785, hafi virði landsins verið ekkert orðið
í augum danskra stjórnvalda, farið úr 6,5 milljónum Bandaríkjadala á
núvirði árið 1518 niður í 0 árið 1785. Um þær mundir fór hins vegar
skoskur ævintýramaður, John Cochrane, að beita sér fyrir því við
bresk stjórnvöld, að Bretland legði Ísland undir sig. Benti hann á, að
í landinu væru brennisteinsnámur og umhverfis það auðug fiskimið.
Einnig mætti nota Ísland sem fanganýlendu.
veði fyrir heimanmundi, sem konungur Norðurlanda, Kristján I., átti
að greiða Skotakonungi, en þegar samningurinn var ekki efndur, tók
Skotakonungur eyjarnar. Þótt ríki Kristjáns II. sundraðist árið 1523,
þegar Svíar risu upp gegn Kalmarsambandinu, og hann væri sjálfur
orðinn útlagi úr Danmörku, reyndi hann af alefli að endurheimta
fyrri völd. Til þess þurfti hann fé. Hann gerði út annan sendimann
til Hinriks VIII. árið 1524, bað um lán og bauð enn Ísland að veði.
Eins og fyrri daginn hafði konungur Englands ekki áhuga. Frændi
Kristjáns og nafni, Kristján III., sem settist í hásætið 1534, reyndi hið
sama. Hann gerði út sendimann til Hinriks VIII. árið 1535, bað um
lán og bauð Ísland að veði. Aftur afþakkaði konungur Englands, og
hafði honum nú verið boðið landið þrisvar á nær átján árum. Enskir
fiskimenn héldu áfram að sækja Íslandsmið, en næstu áratugina
tókst Danakonungi að treysta völd sín á Íslandi og bægja enskum
kaupmönnum frá landinu. Gerði hann þegjandi samkomulag við
hina fámennu landeigendastétt á Íslandi um, að landinu yrði lokað og
sjávarútvegi haldið niðri.
Fjórða tilraun Danakonungs til að veðsetja Ísland eða selja er ekki
síst fræg af því, að Halldór Kiljan Laxness notaði hana sem eitt stefið
í Íslandsklukkunni. Arnas Arnæus talar við Hamborgarkaupmann.
Það er ekki til ægilegri sýn en Ísland sem það rís úr hafi, sagði
Arnas Arnæus. Ekki veit ég það, sagði þýskarinn dálítið undrandi.
Við þá sýn eina skilst sú dul að hér voru skrifaðar mestar bækur
í samanlagðri kristninni, sagði Arnas Arnæus. Þó svo væri, sagði
þýskarinn. Ég veit þér skiljið nú, sagði Arnas Arnæus, að það er
ekki hægt að kaupa Ísland.
Laxness skírskotaði til þess, að Kristján IV. Danakonungur samdi
um það 1645 við sendimann Hamborgarkaupmanna að taka hjá þeim
500 þúsund dala lán gegn veði í Íslandi. „Á þessum tímum má allt
gera með peningunum, ef guð almáttugur vildi gefa mér þá,“ skrifaði
konungur tengdasyni sínum. Sendimaðurinn var Johann von Uffelen.
Ekkert varð þó úr samningi konungs og kaupmanna. Upphæðin,
Ekki er fjarri lagi, að Ísland hafi 1518 verið verðlagt á 800 milljónir króna að núvirði. Carta mea Gothica eftir Olaus Magnus kom út árið 1539.