Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 38
38
norrænu karla og herferðum þeirra til Bretlandseyja og meginlands
Evrópu, síður að samfélaginu sem ól þá og daglegu lífi fólks fyrr á
öldum. Það er víkingurinn sem óheflaður harðjaxl með vopn á lofti,
öxi, spjót eða sverð, sem fangar athyglina og mótar ímyndina. Þetta
sáum við síðast í sjónvarpsþáttaröðinni um garpinn Ragnar loðbrók,
en hún fór sigurför um heiminn. Því má segja að ýmislegt sé líkt
með víkingum hvort sem talað er um þá í fornri eða nýrri merkingu.
Munurinn er þó sá að áður fyrr hugsuðu menn sér víkinga sem
fámennan hóp á jaðri þjóðfélagsins; nú sjá menn Norðurlöndin fornu
nánast fyrir sér eins og eitt risastórt víkingaþorp þaðan sem stöðugt
heyrist sverðaglamur, spjótadynur og stríðssöngur.
Löng saga
Dæmi eru um orðið víkingur í ritheimildum allt frá sjöundu öld,
það þekkist t.d. í fornensku (wicing) og frísnensku auk norrænu, en
vafalaust er það miklu eldra; fræðimenn eru ekki einhuga um uppruna
þess og nákvæma frummerkingu. Flestir eru þó löngu fallnir frá þeirri
hugmynd að heitið sé dregið af Víkinni við Osló eins og jafnan var
kennt í skólum hér fyrr á árum. Og í sjálfu sér má segja að orðsifjarnar,
sem varla verða nokkru sinni raktar til hlítar, séu aukaatriði. Aðalatriðið
er að átta sig á því hvernig orðið var notað; hvað átt var við þegar talað
var og skrifað um víkinga til forna. Heimildir frá víkingaöldinni sjálfri
eru af skornum skammti, en úr þeim eins og íslenskum heimildum frá
miðöldum, kvæðum og sögum, verður tæpast önnur merking lesin en
sjóræningi og illgerðarmaður. Í íslensku ritheimildum eru líka notuð
um víkinga orð eins og útilegumaður, ránsmaður, þjófur og illvirki
og hnígur þá allt í eina átt. En orðið er ekki aðeins notað um norræna
menn í fornsögunum okkar; víkingarnir eru stundum af þjóðerni Eista
É
g er víkingur, ekki eskimói,“ hrópaði aflraunamaðurinn
frækni, Jón Páll Sigmarsson, gjarnan þegar hann lyfti
lóðum. En hafi þessi sterkasti maður heims á sinni
tíð verið víkingur var hann það ekki í hinni gömlu og
hefðbundnu merkingu Íslandssögunnar og fornbókmenntanna.
Orðið víkingur hefur á síðustu árum fengið almennari og víðtækari
merkingu hér á landi en áður var. Það er fyrir áhrif að utan þar sem
þessi merkingarbreyting á sér langa sögu. Víkingur er orðið samheiti
yfir alla norræna menn á 9. öld og fram á hina 11., „víkingaöldinni“
svonefndu, jafnt friðsama menn sem ófriðsama, konur og börn ekkert
síður en fullorðna karla. Hví þá ekki að tala afkomendur þeirra sem
víkinga? Þeir þurfa ekki að vera hreystimenni eins og Jón Páll var,
þótt það sé frekar í stíl við ímynd víkinganna gömlu. „Víkingar með
skjalatöskur“ voru kaupsýslumennirnir okkar nefndir í útlöndum á
tímum útrásarinnar sællar minningar. Og hnykluðu þó ekki vöðva.
Þegar horft er til heimilda um víkinga til forna er erfitt að skilja
og réttlæta þessa nýju merkingu. En hún fyllir greinilega upp í
eitthvert tómarúm; það hefur vantað orð til að tjá hugmynd um
norræna menn og sögu þeirra. Á Íslandi streittust menn lengi á
móti því að taka þátt í þessu – og gera sumir enn – en aðrir segja að
stríðið sé tapað. Við ramman reip er að draga sem er hinn alþjóðlegi
víkingaiðnaður afþreyingar og ferðaþjónustu. Víkingar eru góður
bisness í nútímanum; birtist það m.a. í bókum og kvikmyndum,
sögusýningum, víkingahátíðum og minjagripum. En átti menn sig
ekki á því að sama orðið er nú haft um tvö ólík hugtök lenda þeir
í vandræðum þegar þeir lesa fornritin okkar: Íslendingasögur,
fornaldarsögur og konungasögur Norðurlanda. Og fleiri gamla texta.
Athyglisvert er að hinn mikli áhugi sem er á sögu víkinga um heim
allan beinist einna mest að vopnaburði, hetjuskap og hreysti hinna
FRÁ FORNKÖPPUM
TIL VÍKINGA
Á síðustu árum hefur verið dregin upp víkingamynd af Íslendingum til forna sem á ekki við nein rök
að styðjast. Samt er hún að verða ríkjandi hér á landi. Þessi mynd er hvorki í samræmi við rétta
merkingu orðsins víkingur í málinu, sögulegar hefðir eða hlut víkinga í Íslandssögunni. Hvernig gerðist
þetta og hvers vegna? Reynt er að svara því í þessari grein.
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
SAGNFRÆ‹INGUR