Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 4

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 4
Árin líða eitt og eitt alltaf endalaust. Og veginn töltir veröldin, vetur, vor og haust. Þau koma aldrei aftur og alltaf kemur nýtt. Ekkert verður umflúið, engu verður flýtt. Lagið má heyra á www.heimur.is Benedikt Jóhannesson Angurvært Gleðjumst saman Við skulum safnast saman þetta kvöld, við skulum kætast einu sinn‘ enn, svo dansinn dun‘ aðeins lengur, drekk aðeins stífar, djamm‘ aðeins meira. Við skulum skála einu sinni enn, við skulum teiga drykkinn í botn. Við skulum hoppa og hía, hlæj‘ aðeins hærra, hefjum því glösin! Skál! JÓLALÖGIN Á hverju ári frá 1999 hefur birst í Vísbendingu lag í tilefni jólanna, frumsamið af ritstjóra. Eyþór Ívar Jónsson samdi sjö ljóð og lög á árunum 1999-2005. Frá 2006 hefur núverandi ritstjóri tekið við keflinu. Einu jólin þegar ekkert lag birtist var árið 2008, en af einhverjum ástæðum var andinn fjarlægur það haust. Því liggja fyrir 15 jólalög sem í fyllingu tímans verða væntanlega gefin út á diski með færustu listamönnum þjóðarinnar. Í þetta sinn er lagið betur til þess fallið að syngja á gamlárskvöld en á aðfangadag. Það hentar einnig vel á stúdentsafmælum og í erfidrykkjum. Gleðileg jól og farsæl komandi ár! 4 = 120

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.