Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 41
41
um haf, um Eystrasalt og Norðursjó (þótt víkingaöld sögubókanna
teljist þá yfirleitt lokið). En sennilega hefur hann vegið þetta hyski
allt og metið og léttvægt fundið í samhengi þeirrar þjóðarsögu sem
hann vildi halda á lofti. Landnámsmennirnir og niðjar þeirra sem Ari
nefnir eru yfirleitt friðsamir bændur sem virða lög og rétt og leysa
ágreiningsmál sín eins og lögin í landinu bjóða.
Fjögur hundruð ár liðu frá ritun Íslendingabókar þar til samfelld
Íslandssaga var næst rakin á bók. Það gerði Arngrímur Jónsson hinn
lærði í ritinu Crymogæa sem gefið var út á latínu í Hamborg árið
1609. Langir kaflar eru þar um Ísland til forna, en hvergi er minnst
á víkinga frekar en hjá Ara fróða. Hafa sögur af víkingum þó ekki
farið fram hjá Arngrími sem var vel lesin í íslenskum fornritum. Hann
hefur ekki talið þá skipta neinu máli fyrir sögu lands og þjóðar.
Árni Magnússon prófessor, sem í byrjun 18. aldar bjargaði
hinum fornu skinnhandritum Íslendinga frá glötun, virðist hafa verið
fullkomlega áhugalaus um víkingana fornu; að þeim er hvergi vikið í
ótal minnisgreinum hans um handritin og fornsögurnar.
Þegar fornminjanefnd Danakonungs hóf skipulega söfnun
upplýsinga um fornleifar og forngripi á Íslandi árið 1809 hvarflaði ekki
að henni að spyrja um „víkingaminjar“ og var þó spurningaskráin sem
hún sendi prestum og próföstum löng og nákvæm. „Fornaldarleifar“
var heitið sem hún notaði um minjar frá fyrstu öldum byggðar og
„fornmenn“ nefndi hún íbúa landsins á þeim tíma. Prestaskýrslurnar
sem nefndinni bárust á árunum fram til 1823 – og hafa verið gefnar
út á bók - voru á annað hundrað; hvergi er í þeim talað um víkinga.
Rómantísku skáldin á Íslandi á 19. öld kváðu sum um fornöldina,
en þar komu víkingar hvergi við sögu. Jónas Hallgímsson orti um
„feðurna frægu og frjálsræðishetjurnar góðu.“ Hjá honum „riðu hetjur
um héruð og skrautbúin skip [voru] fyrir landi.“ Gunnar á Hlíðarenda
er „frægðarhetjan góða“ sem „heldur vildi bíða hel en horfinn vera
fósturjarðar ströndum.“
Enginn þekkti sögu og bókmenntir Íslendinga til forna betur en
Jón Sigurðsson forseti, lærðasti maður þjóðarinnar í fornfræðum á 19.
öld, útgefandi fornbréfa og fornrita. Aldrei talaði hann um forfeður
okkar sem víkinga.
Undir lok 19. aldar og í byrjun hinnar 20. voru nýrómantísku
skáldin á Íslandi þó farin að yrkja um víkinga sem afreksmenn og
hetjur; nefna má Væringja Einars Benediktssonar og síðar Víking
Jóhanns Sigurjónssonar. Þar gætir greinilega áhrifa frá skáldskap
og fræðum á Englandi og á Norðurlöndum. Benedikt Gröndal skáld
lét daðrið við víkingana, viðleitnina til að fegra hlut þeirra í sögunni,
fara í taugarnar á sér, þótt tilefnið væri ekki kveðskapur skáldanna.
Í harðorðri blaðagrein árið 1892 minnti hann á að víkingarnir hefðu
verið „óþjóðalýður.“ „Víkingarnir“, skrifaði hann, „vildu ekkert
nema gull og gersemar, og fólk til að þrælka, en eyddu öllu sem fyrir
varð, hin dýrðlegustu listaverk, erfiði margra alda, skrautbyggingar
og alls konar blómi landanna: allt var eyðilagt, brennt og brotið, en
Víking nefndu Norðmenn eftirlíkinguna af Gauksstaðaskipinu forna sem siglt var þvert yfir Norður-Atlantshafið til Chicago þar sem það var til
sýnis á Heimssýningunni 1893. Þessi atburður hafði líklega áhrif hér á landi í þá átt að efla víkingamyndina af fortíðinni.
Orustan við Stamford Bridge á Englandi 1066 er gjarnan látin marka
endalok svokallaðrar víkingaaldar í sögubókum. Atburðurinn er
listilega rakinn á Bayeux-reflinum sem talinn er vera frá 12. öld.