Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 32
32
Í annan stað verslunareigendur sem vantaði skammtímafjármagn
til þess að kaupa vörur til landsins og þá í raun fjármagna lager.
Í þriðja lagi, frumkvöðlar er vantaði fjármagn til þess að stofnsetja
fyrirtæki. Hér er hægt að taka dæmi af mönnum sem leituðu til
okurlánara til þess að stofna sælgætisgerð eða hefja sölu timburhúsa.
Þess verður ekki vart að okurlánararnir sjálfir hafi verið í sértaklega
hárri þjóðfélagsstöðu eða notið þeirrar virðingar að það hafi skapað
þeim yfirburði í samskiptum við lánveitendur sína. Raunar virðast
þeir margir hafa verið í lægri stöðu en viðskiptavinir þeirra. Eins og
áður hefur verið á minnst var Sigurður Berndssen utangarðsmaður í
þjóðfélaginu. Sama á við Elías Hólm sem var einn af þeim 7 sem var
upphaflega var kærður fyrir okur en kæran felld niður. 20 Hann hafði
líkt og Sigurður Berndsen auðgast á leynivínssölu á kreppuárunum og
var kallaður „alþekktur og alræmdur afbrotamaður“ í blaðafregnum
árið 1935. 21
Elías þessi útskrifaðist með verslunarpróf árið 1915 og sagðist í
viðtali við Morgunblaðið árið 1959 hafa misst stjórn á lífinu 1924 og
verið „Hafnarstrætisróni í 20 ár“. Hann bætir síðan við: „Það skuluð
þið vita að ég hef kunnað að kalkúlera rétt og bókhaldið er hreinasta
snilld.“ Upphaf viðtalsins segir allt um þjóðfélagsstöðu Elíasar, en
þar segir: „Átti jafnvirðulegt blað og Morgunblaðið að hitta að máli
jafnóvirðulegan mann og Elías Finnsson Hólm, fyrrum tukthúslim,
...“. 22
Sama átti við um hinna þrjá dæmdu lögfræðinga. Í dómum
þeirra kemur fram að þeir voru allir á sakaskrá fyrir margs konar
minniháttar glæpi sem flestir tengdust áfengi með einhverjum hætti;
vínsölu, akstur undir áhrifum áfengis eða einhverjum spellum sem
auðsjáanlega voru framin undir áhrifum áfengis. Það verður ekki
önnur ályktun dregin en okurlánararnir sjálfir hafi ekki verið hátt
skrifaðir á virðingarlistanum, þrátt fyrir að virðingarvert fólk hafi látið
freistast til þess að láta þá ávaxta fyrir sig fjármuni.
miðla víxlum til annarra eða ávaxta peninga fyrir aðra. Miðlun víxla
virðist raunar hafa verið algeng hérlendis og bar lögmönnum 2%
þóknun af virði lánsupphæðarinnar samkvæmt lágmarksgjaldskrá
Lögmannafélags Íslands.15 Þessi viðskipti voru á gráu svæði þar sem
víxlar voru – strangt til tekið – verðbréf og okurlögin náðu ekki yfir
viðskipti á eftirmarkaði með slík bréf. Þannig var það ólöglegt að
aðili A gæfi út víxil og aðili B keypti þann sama víxil með afföllum á
þeim forsendum að um lán væri að ræða. Hins vegar var ekki ólöglegt
að aðili B seldi aðila C þennan sama víxl (útgefinn af aðila A) með
afföllum á þeim forsendum að um verðbréfaviðskipti væri að ræða. Í
skýrslu okurnefndarinnar frá 1956 kemur reyndar fram, að ef ákvæði
okurlaganna yrði látið ná yfir verðbréfaviðskipti yrði tekið fyrir
viðskipti með ríkistryggð skuldabréf, sem gengu með töluverðum
afföllum á milli manna.16
Hafa ber í huga að Veðdeildarbréf Landsbankans voru ríkis-
tryggð og afföllin fólu í raun í sér að vaxtakjör íslenska ríkisins á
frjálsum markaði hér innanlands voru hærri en nam lögboðnum
hámarksvöxtum. Í fjármálafræðum er venja að tala um ríkisvexti
sem áhættulausa vexti (e. risk free rate) sem mynda grunn undir
vaxtakjörum allra annarra aðila á fjármagnsmarkaði. Það liggur
því fyrir að ákvæði hinna gömlu dönsku laga frá 1890 um 6%
hámarksvexti á veðtengdum lánum, er voru miðuð við danska
myntkerfið, reistu vaxtaþak er lá neðar en áhættulausir vextir íslenska
myntsvæðisins. Það er því ekki að undra að okurlögin gátu ekki gilt
um verðbréfaviðskipti, því þá hefði frjáls sala á ríkistryggðum bréfum
verið ómöguleg. Þessi tvíþætti skilningur á víxlum sem lán annars
vegar og verðbréf hins vegar samkvæmt okurlögunum opnaði mjög
stóra glufu fyrir löglega fjármögnun okurlána.
Fjármögnun okurlána
Það virðist hafa tíðkast að lögmenn tóku við fjármagni frá einstakl-
ingum og fjárfestu sjálfir. Jafnvel þekktist að bankar væru notaðir
sem milliliðir þannig að fólk lagði peninga inn á bankareikninga í
eigu téðra lögmanna, reikninga sem aftur voru notaðir sem veð eða
trygging fyrir láni frá bankanum sem síðan var endurlánuð sem
okurlán. Í staðinn fékk fjárfestirinn aukavexti og það án þess að
tengjast okurlánastarfsemi með beinum hætti. Einn hinna þriggja
sakfelldu lögfræðinga – Brandur Brynjólfsson – safnaði fjármagni
með því að auglýsa opinberlega að hann tæki að sér að ávaxta fé
með þessum hætti fyrir fólk.17 Einn af fjárhagslegum bakhjörlum
hins dæmda Brands var Baldvin Jónsson sem jafnframt var fulltrúi
Alþýðuflokksins í bankaráði Landsbankans. Að sögn Þjóðviljans
hafði Baldvin gerst ábekingur á víxlum fyrir Brand og mun undirskrift
hans hafa tryggt það bankarnir keyptu þessa gerninga sem þá í raun
fjármögnuðu okurlánastarfsemi þess síðarnefnda.18 Eins og áður hefur
komið fram höfðu hinir ágætu okurlánarar Blöndalsbúðar fallist á 40%
eftirgjöf krafna í sinna í Blöndalsbúð áður en málið komst í hámæli og
þar með talið Brandur. Baldvin þóttist hins vegar óbundinn af þessu
samkomulagi og leysti til sín víxillinn með afslættinum frá Brandi og
fór fram á fulla endurgreiðslu gagnvart Blöndalsbúð. Málið fór fyrir
dómstóla og Baldvin vann í undirrétti. Lögfræðingur Blöndalsbúðar
lagði þá strax fram kröfu um lögreglurannsókn á hendur Baldvin fyrir
okur, en hann gagnkærði fyrir rangar sakargiftir. Málið fór þó svo
að Baldvin féllst á 40% á höfuðstól víxilsins líkt og aðrir kröfuhafar
Blöndalsbúðar og krafa um rannsókn var síðan felld niður. 19
Af dómunum að dæma voru það einkum þrír hópar sem sóttust
eftir okurlánum:
Í fyrsta lagi „venjulegt fólk“ er vantaði fjármagn til þess að ljúka
byggingu íbúðarhúsnæðis og flytja inn. Okurlánararnir veittu þeim
gjarnan lán á 2.-3. veðrétti í hinu nýbyggða húsnæði.
1 Samkvæmt lögum nr. 73/1933 voru vextir lögbundnir þannig að leyfilegir hámarksvextir voru 5%
á ári ef samið var um vexti af skuld en þeir ekki tilteknir. Væri skuld hins vegar tryggð með veði í
fasteign eða handveði mátti taka af henni 6% ársvexti. Af öðrum skuldum voru leyfilegir allt af 8%
ársvextir.
2 „Hvað er SÍS að gera í Reykjavík“ Samvinnan 49. árgangur 1955, 8. Tölublað, bls 4-6
3 Sjá „Átján milljónir í Austurstræti“ , Ófeigur Landvörn, 12. Árgangur, 1-2, tölublað, bls. 13, árið
1955.
4 Sjá umfjöllun „Jón Hreggviðsson og glímukappi Austurstrætis“ Ófeigur Landvörn, 12. Árgangur,
3-5, tölublað, árið 1955.
5 Sjá dóma nr 144/1959, nr. 145/1959, nr. 146/1959 í Dómasafni Hæstaréttar, XXX bindi (1959)
6 Sjá Bragi Kristjónsson (1959) „Sigurður Berndsen: var hann óþokki“ Reykjavík : Heimdallur,
1959.
7 „Er Berndsen fjölskyldan að deyja úr hungri?“ Okurkarlar Nýtt blað um íslenzka fjármálaspillingu.
1 tölublað, 1 árgangur, blaðsíða 1, 1964
8 Sjá Einar Arnórsson(1953) „Okur og skyld brot“. Tímarit lögfræðinga, 2. hefti maí 1953.
9 Sparisjóðir – hlutverk og staða á fjármálamarkaði. Þriðji kafli skýrslu rannsóknarnefndar um
rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 10. Apríl 2014. Sjá http://
www.rna.is/sparisjodir/frettir-og-tilkynningar/nr/143
10 Sjá Magnús Jónsson (1926) Ágrip af sögu bankanna á Íslandi. Fylgiskjal II við Álit
milliþinganefndar um bankamál 1925.
11 Sjá Aron Guðbrandsson (1939) Um lán til bygginga. Húsakostur og híbýlaprýði, Mál og Menning,
Reykjavík.
12 „Er Berndsen fjölskyldan að deyja úr hungri?“ Okurkarlar Nýtt blað um íslenzka fjármálaspillingu.
1 tölublað, 1 árgangur, blaðsíða 1, 1964
13 Sjá nánar hjá Guðmundi Jónssyni (2004) “Myndun fjármálakerfis á Íslandi” birt í bókinni Rætur
Íslandsbanka, ritstjóri Eggert Þór Bernharðsson. Útgefandi Íslandsbanki.
14 Sjá til dæmis, Ólafur Lárusson „Víxlar og tékkar“. Hlaðbúð, Reykjavík, 1957.
15 Lögmannafélag Íslands, „Lágmarks gjaldskrá Lögmannafélags Íslands“, Reykjavík 1952
16 Skýrsla um störf nefndar þeirrar er neðri deild Alþingis kaus 22. marz 1955 til rannsóknar á okri,
þingskjal 464. Alþingistíðindi 1955, 75. löggjafarþing. A. Þingskjöl, bls 1338.
17 Sjá „Okurvextirnir 30 til 76% á ári“ Þjóðviljinn, 21. árgangur, 59. tölublað, 10 mars, bls. 4.
18 „Fulltrúi Alþýðuflokksins í Landsbankaráði grunaður um aðild að okurlánum”. Þjóðviljinn, forsíða,
20. árgangur, 220. tölublað, 30. september 1955.
19 Baldvin Jónsson „samdi um það“ að lögreglurannsókn gegn sér félli niður“ Þjóðviljinn, forsíða, 20.
árgangur, 234. tölublað, 16. október 1955.
20 „Réttarrannsókn í málum sex fjármálamanna af sjö lokið“ Þjóðviljinn, forsíða, 21. árgangur, 60.
tölublað, 11. mars, 1956.
21 „Elías Hólm tekinn fastur fyrir áfengissölu“ Alþýðublaðið, forsíða, 16. árgangur, 147. tölublað, 3.
júní, 1935.
22 „Samtal um vínið bikarinn“ Morgunblaðið, 46. árgangur, 259. tölublað, 20. nóvember, 1959, bls. 10.
V