Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 26

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 26
26 VÍSBENDING ÁRSINS 2015 Vísbendingu er fátt óviðkomandi sem viðkemur stjórnun, rekstri, efnahagsmálum og öðru sem tengist fyrirtækjum, stjórnsýslu og hagkerfinu. Litið er um öxl, samtíminn lýstur upp og horft fram á veginn. KJARASAMNINGAR SETTU MIKINN SVIP SINN Á ÁRIÐ OG RAUNSÆIÐ VÉK FYRIR ÓSKHYGGJUNNI. Fáar þjóðir hafa jafnmikla reynslu af launahækkunum umfram kjarabætur en Íslendingar. Ár eftir ár berja aðilar vinnumarkaðsins hausnum við steininn og halda að hér á landi sé hægt að blekkja efna- hagsöflin. Um hvaða verðbólgu eigum við að semja? 3. tbl. Ef verðbólga eykst t.d. úr 2% í 6% þyrftu vextir að hækka um meira en 4 prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn. Slíkir kjarasamningar hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Hagstjórn, réttlæti og friður á vinnumarkaði, Gylfi Zoega. 10. tbl. Oft hafa góð samskipti stjórnvalda við aðila vinnu- markaðarins auðveldað samninga. Nú virðist ekkert traust vera þar fyrir hendi. Forsætisráðherra hefur ítrekað ögrað báðum samningsaðilum, hann talar niður til þeirra og gefur misvísandi yfirlýsingar. Hans helstu vinir virðast fremstir í baráttunni fyrir verðbólgunni. Frásögn um margboðað slys, 17. tbl. Stjórnmálamenn munu halda því fram að það hafi komið Íslendingum afar vel að hafa krónuna sem nýta megi til þess að færa verðmæti frá hinum fátæku til hinna ríku, frá almenningi til útflutningsgreinanna. Án þess að stökkva bros munu þessir sömu stjórnmálamenn svo halda því fram að vegna „forsendubrests“ eigi venjulegt fólk rétt á „leiðréttingu“ sem tekin verður úr þeirra eigin vasa. Stefnir allt í vitleysu? 40. tbl. Aðhald er ekki í uppáhaldi hjá borgurunum á sama tíma og ríkisstjórnin býður upp á veislu í formi niðurgreiddra lána og mikilla launahækkana. Sveitarfélögin aftur í vanda? 42. tbl. Skaut þá EH inn orðunum „já, sem það og er sko, af því að mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part í kökunni sko“. Játti BÓ því og sagði „hann, hann þarf að fá sinn part af, af upside-inu sko.“ Sko, sko, 14. tbl. Enn er sitthvað á huldu um þetta mál. Munnlegar heimildir herma að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi vart verið búinn að sleppa orðinu um Rússalánið í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 7. október þegar fulltrúar rússneska sendiráðsins hefðu „nánast í angist komið þeim skilaboðum á framfæri við æðstu valdhafa á Íslandi að ekkert væri fast í hendi og þetta væri slæmt frumhlaup“. Madame, er Ísland gjaldþrota? Björn Jón Bragason, 16. tbl. Fram hefur komið að ungt fólk og fjölskyldur með börn hafi komið fjárhagslega verr út úr hruninu en flestir aðrir. Eignaójöfnuður á Íslandi, Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 19. tbl. Að öllu samandregnu er það niðurstaða Buckleys að sökudólgurinn sé ekki einn heldur margir svipað og í sakamálasögu Agötu Christie Morð í Austurlandahraðlestinni. Þegar öllum var safnað saman í lokin eins og er háttur góðra leynilögreglumanna kom í ljós að allir höfðu átt sinn þátt í morðinu. Þannig var það líka í aðdraganda kreppunnar að allir vildu vera með í partýinu og þess vegna þurfa allir að fást við timburmennina. Hver er sökudólgurinn?, 27. tbl. Í viðtali við Spiegel árið 2009 sagði Vilhjálmur Bjarnason: „Við settum hagkerfið í hendurnar á glæpamönnum og hreinsunin eftir þá verður blóðbað.“ Hann telur að landið hafi verið smitað af græðgi. Venjulegt fólk sitji uppi með skuldirnar meðan auðjöfrarnir haldi snekkjunum. Maðurinn sem setti Ísland á hausinn, 28. tbl. Þegar Baugur var kominn í þrot kom Walker til Íslands og hitti skilanefndarmenn. Allt flóði í pappírum og enginn virtist hafa hugmynd um hvað hann væri að gera eða hafa getu til þess að ákveða nokkurn skapaðan hlut. „Að þessir menn hefðu framtíð fjármála allrar þjóðarinnar í hendi sér var ótrúlegt.“ Bækurnar um útrás og innrás, 36. tbl. Margar greinar fjalla um frásagnir úr hruninu og lærdóm sem af því má draga.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.