Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 16

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 16
16 bestur í þínu félagi og skara þar fram úr öðrum á forsendum þess félags. Þetta var auðvitað okkar leið til þess að sækja fram, en ekki síður vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var með alla Íslendinga á skrá og við vildum gera allt til þess að verjast þeim og vernda okkar fólk. Þegar t.d. var stofnað fyrirbæri sem hét Æskulýðssamband Íslands í kringum 1960, áttu þar að vera aðilar öll félög ungs fólks, þar á meðal ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka, nema hvað Æskulýðsfylkingunni var ekki ætlað sæti þar. Við gerðum það að okkar keppikefli að komast þar inn. Við komumst þangað, fyrst Gísli B. Björnsson og svo ég. Þá einsettum við okkur að standa okkur betur en allir aðrir. Þetta hefur alltaf fylgt okkar félögum. Ef þú horfir yfir völlinn og sérð hvar íslenskir vinstri menn hafa haslað sér völl í ýmsum félögum þá sérðu þá víða skara fram úr. Ekki bara til þess að breiða út málstaðinn heldur til þess að vera trúverðugir og trausts verðir.“ Við vorum í vörn - þeir höfðu lyklavöldin Þetta skipulag sem þú lýsir kom skýrt fram í ævisögu Gunnars Thoroddsen þar sem mjög vel skipulögðu kerfi Sjálfstæðisflokksins er lýst. Vissuð þið á þessum árum hve vel uppbyggt þetta kerfi var? „Já við töldum okkur vita það og gerðum ráð fyrir því. Svo fannst mér þetta endanlega vera staðfest í þessari skrýtnu bók Styrmis Gunnarssonar sem kom út á síðasta ári þar sem hann segir frá njósnastarfi sínu. Mér fannst þetta reyndar svo barnalegt að það tekur engu tali; eiginlega fyndið. Að menn skyldu stunda njósnir í samfélagi sem var svo fámennt að það var engin leið að snúa sér við án þess að allir vissu; það er algerlega kostulegt. Munurinn á okkur og þeim var sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði á þessum árum öll völd í íslensku samfélagi og ofurvald flokksins á íslensku samfélagi allar götur frá 1930 til aldamóta er með hreinum ólíkindum. Flokkurinn átti alla sýslumenn og forystumenn allra samtaka atvinnulífsins, svo fátt eitt sé nefnt. Það var gegn þessu kerfi sem við vorum af veikum mætti að berjast. Við vorum í vörn; þeir höfðu lyklavöldin, þeirra múr var að vísu ósýnilegur sem veggur en þeir reyndu að loka okkur af. Á vefsíðu sem birtir gögn úr fórum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra er m.a. að finna snifsi þar sem rithöfundar eru flokkaðir eftir stjórnmálaskoðunum. Svo víðtækt var þetta kerfi og við vissum vel hvernig þetta var og reiknuðum með því. Við nýttum okkur stundum þetta kerfi, því við vorum þeir hættulegu og því mjög mikilvægt að við kæmumst hvergi í valdastöður eða forystu. Þess vegna var það, að ef okkar fólk var að skipuleggja eitthvað sem hafði ekkert með pólitík að gera var þess gætt að fá einhverja úr þeirra röðum til þess að leiða verkefnið, svo ekkert yrði gert tortryggilegt. Ég held að t.d. Samtök um byggingu tónlistarhúss séu ágætt dæmi. Þar voru duglegir vinstri menn sem skipulögðu og unnu starfið, en voru lítt sjáanlegir í forystunni. Þegar ég var í félagi róttækra stúdenta í Háskólanum í kringum 1960 fengum við eftir langa baráttu ráðið því hver væri ræðumaður á 1. des samkomu stúdenta. Okkar maður var Sigurður Líndal sem átti að tala um varðveislu þjóðernis. Með þessu og fleiru rugluðum við raðirnar hjá íhaldinu, því allir vissu um skoðanir hans. Þetta var algeng taktík á þessum árum.“ Þegar þú svo lest það í bók Styrmis að hann hafi átt flugumann í röðum Alþýðubandalagsmana sem hafi reglulega gefið honum skýrslur gegn greiðslu, kom þér það á óvart? „Það er misjafnt hvað menn taka sig hátíðlega. Stundum heyrðum við brak og smelli í símanum og þá gerðum við grín að því að verið væri að hlera. Ég átti persónulega erfitt með að taka slíkt alvarlega en margir félaga minna gerðu það og hegðuðu sér eftir því. voru út um allt í kerfinu og kalkipappírsafritin hlaðast upp af þýskri nákvæmni. Manni leið eins og í fangelsi Síðan þegar ég gafst upp á þessu námi, ef nám skyldi kalla, fór ég að leggja drög að því um áramót að fara heim um vorið. Mér fannst ekki gott að vera þarna og hafði reyndar ekki gert ráð fyrir því. Múrinn með sínum 60 varðturnum, vopnuðum hermönnum með hunda, fyllti svo algerlega mælinn. Manni leið eins og í fangelsi. Ég sagði einu sinni eins og í tilraunaskyni á einhverjum bar að Walter Ulbricht væri idjót. Ég var kallaður á fund með eftirlitsmanni mínum strax daginn eftir og spurður hvað ég hefði átt við með þessum orðum á þessum stað klukkan þetta. Þetta lögregluríki þoldi ég ekki. Mér fannst margt sem kennt var þarna, t.d. í hagfræði, vera botnlaus della, en ég velti því aðeins fyrir mér að skipta um námsgrein og læra eitthvað annað. En þetta var vorið 1968, vorið í Prag. Ég var á sífelldum þvælingi yfir til Vestur-Berlínar og tók þátt í mótmælum þar milli þess sem ég las prófarkir fyrir Kristinn E. Andrésson að úrvalsritum Marx og Lenín og gerði í rauninni ekkert annað. Svo kom ég heim um vorið og fór að vinna á Þjóðviljanum og var þar þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu um sumarið.“ Stjórnmálamenn til framtíðar Einar Olgeirsson taldi alltaf að hann væri að mennta framtíðar- stjórnmálamenn með því að senda þá austur til náms var ekki svo? „Jú það er alveg rétt. Þeir sem fóru þarna austur voru sumir dúxar úr sínum skólum eins og Þór Vigfússon, Hjalti Kristgeirsson og Árni Bergmann. Stundum voru þeir að sækja í nám sem erfitt var að komast í hér heima eins og þeir sem sóttu í listnám á sviði kvikmyndagerðar austur til Póllands og Tékkó. Þetta var fólk eins og Magnús Jónsson, Þrándur Thoroddsen og Þorgeir Þorgeirsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Þarna má ekki gleyma því að þetta var ókeypis háskólanám og menn fengu að auki styrk eða stipendium sem var ekki sérlega hátt, en það var hægt að skrimta á því. Hjörleifur Guttormsson sagði að eina vitið væri að læra ein- hverjar greinar þar sem ekki væri svigrúm fyrir pólitík. Hann lærði náttúrufræði og margir sem fóru austur fóru að þessu og lærðu verkfræði eða skyldar greinar og fengu þannig ágæta menntun fyrir lítinn pening. Þetta segir líka Angela Merkel sem ólst upp í Austur- Þýskalandi og lærði efnafræði. “ Þú átt að vera bestur þar sem þú ert Þegar maður lítur til baka til ára hins kalda stríðs sér maður tvískipt samfélag, svart og hvítt, blátt og rautt, heitt og kalt. Einn hinna dugmiklu baráttumanna sem var virkur í Fylkingunni í lok sjötta áratugarins sagði mér einu sinni að menn hefðu talið að hin raunverulega barátta um fylgi alþýðunnar færi fram í grasrótinni, meðal fólks í félögum en síður í stjórnmálaflokkum. Hann sagði að félagar úr Fylkingunni hefðu í anda þessarar hugmyndafræði dreift sér skipulega um samfélagið, hver hefði tekið að sér eitt félag þar sem áhugi hans lá og reynt að vinna málstað sínum gagn þar. Kannast þú við þessa verklýsingu? „Þetta voru viðtekin vinnubrögð á þessum árum. Við - í merk- ingunni Alþýðubandalagið eða Æskulýðsfylkingin - vildum að sjálfsögðu eiga fólk eða fulltrúa alls staðar þar sem því yrði við komið. Meginstefnan var að maður átti að standa vel í sínu stykki og sinna af trúmennsku því sem manni var falið. Þú átt að vera

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.