Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 22

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 22
22 Tillögur um breytingar Þegar líða tók á 7. áratug 20. aldar sóttu æ fleiri kaupmenn um það til Mjólkursamsölunnar að fá að selja mjólk. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sagði sumarið 1968: ,,Eðlilegt var ... að sérstakar mjólkurbúðir væru í Reykjavík á meðan matvörubúðir voru litlar og ófullkomnar, en nú, þegar allar matvörur fást á einum stað í stórum og glæsilegum verzlunum, virðist út í bláinn að Mjólkursamsalan sé að reka eigin mjólkurbúðir með ærnum tilkostnaði, ásamt óþægindum fyrir viðskiptavinina.“iv Árið 1969 fór Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra fram á það við Mjólkursamsöluna að hún kæmi til móts við óskir kaupmanna. Samsölustjórnin svaraði því til að ekki væri þörf á neinni verulegri breytingu á sölu mjólkurvara. Öruggast væri fyrir fyrirtækið og neytendur að hafa óbreytt kerfi.v Stefán Björnsson, forstjóri fyrirtækisins sagði skömmu síðar, að reynslan sýndi að fólk keypti minna af mjólkurvörum í matvöruverslunum en mjólkurbúðum. Minna myndi seljast ef mjólkurbúðirnar hyrfu. Verð hlyti að hækka vegna ýmiss kostnaðar og bændur myndu skaðast.vi Ellert Schram og fleiri sjálfstæðismenn fluttu á þingi haustið 1971 frumvarp til laga þar sem gert var ráð fyrir að allar matvöruverslanir, sem um það sæktu, fengju leyfi til þess að selja mjólk, ef almennum skilyrðum um aðbúnað, greiðslufyrirkomulag og meðferð vara væri fullnægt. Í greinargerð með frumvarpinu sagði að með þessu gætu bændur losnað við mikla fjárfestingu í mjólkurbúðum, auk þess sem fyrirhöfn sparaðist hjá neytendum.vii Frumvarpið náði ekki fram að ganga og var flutt aftur árið eftir. Í umræðum haustið 1972 sagði Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, þingmaður Framsóknarflokksins og stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, að fátítt væri að neytendur kvörtuðu undan því að útsölustaðir mjólkur væru of fáir. En stundum hefði Samsalan í Reykjavík orðið að hætta við að leggja niður mjólkurbúð og láta söluna í hendur nálægs kaupmanns, vegna þess að neytendur hefðu mótmælt slíku kröftuglega. Ekki orkaði tvímælis að skipulag Mjólkursamsölunnar hefði reynst vel. Það hefði komið í veg fyrir að álagning yrði meiri en rétt nægði fyrir brýnasta kostnaði við söluna. Ekki mætti gleyma því að mjólkin væri vandmeðfarnari en nokkur önnur matvara. Þá vakti Ágúst athygli á að í frumvarpinu væru engin ákvæði um að smásalar yrðu að hlíta fyrirmælum um hófleg sölulaun. Hætta væri á að samsalan yrði að hætta að reka þær búðir sem gæfu mest af sér, en sæti eftir með þær sem væru þar Þ angað til fyrir tæplega 40 árum voru mjólkurvörur seldar í sérstökum búðum í Reykjavík. Þar tóku á móti viðskipta- vinum konur í hvítum sloppum og með skuplur. Allt var gljáandi hreint. Í kæli voru allar framleiðsluvörur Mjólkur- samsölunnar, sem voru reyndar ekki mjög margar. Mesta athygli nútímafólks myndi sjálfsagt vekja óhrært skyr í smjörpappír í mis- stórum pakkningum. Mjólkurbúðir voru úti um allan bæ, enda þurftu verslanir að vera í göngufæri sem flestra meðan bílar voru fáir. En áður en lauk var þetta fyrirkomulag fyrir löngu orðið úrelt. Þegar leið á sjöunda áratug 20. aldar gátu venjulegar matvöruverslanir hæglega selt mjólkina. Var þarna ekki upplagður ávinningur fyrir mjólkurfram- leiðendur og neytendur? Nei, ekki voru allir á einu máli um það. Mjólkursamsalan, sem hafði einkarétt á sölu mjólkurvara á sunnan- og vestanverðu landinu, mótmælti öllum hugmyndum um breytingar. Seljendur mjólkur höfðu takmarkaðan hag af úrbótum á þessu sviði, eins og rakið verður hér á eftir. Erfiðara er að skýra fjöldahreyfingu sem upp kom meðal neytenda gegn lokun mjólkurbúðanna. Brugðist við glundroða í mjólkursölu Sögu Mjólkursamsölunnar og mjólkurbúða á hennar vegum má rekja aftur til ársins 1934. Með mjólkurlögunum, sem þá voru samþykkt, var mjólkurbúum í eigu bænda fengið einkaleyfi til þess að selja mjólk, rjóma og nýtt skyr. Mjólkurlögin festu vinnslu, sölu og verðlagningu á þessum vörum í fastar skorður, sem í meginatriðum standa enn þann dag í dag. Svo lá á að koma þessari nýjung á að hún var lögfest með bráðabirgðalögum 20 dögum áður en þing kom saman um haustið.i Einar Ólafsson bóndi í Lækjarhvammi í Reykjavík lýsti mjólkurmarkaðinum í höfuðborginni áður en lögin tóku gildi: ,,[Undirboð voru daglegt brauð...Það var jafnvel hægt að fá mjólk senda heim til sín á 35 aura pottinn. Mjólkin var eiginlega komin á útsölu.“ii Í sögu Mjólkursamsölunnar frá 1985 segir í framhaldi af þessum orðum Einars: ,,.Algengt var að þrjár eða fjórar mjólkurbúðir væru hver í grennd við aðra - á sama götuhorni eða litlum götuspotta ... Skipulagsleysið var algjört og ringulreiðin var öllum til tjóns.“iii Mjólkurlögin voru sett með hagsmuni bænda í huga og á kostnað neytenda. En jafnframt var hugmyndin að sölukerfið yrði ódýrara en áður, þannig að stærri hluti af verði mjólkur yrði eftir í vasa bænda. ENDALOK MJÓLKURBÚÐANNA SIGURÐUR JÓHANNESSON HAGFRÆÐINGUR

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.