Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 39

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 39
39 og Vinda og kappar frá Norðurlöndum lenda í bardögum við innlenda víkinga lengst í austurvegi og við strendur Spánar. Í fornenskum heimildum kemur berlega fram að orðið wicing vísar á sjóræninga. En þau skipti sem orðið kemur fyrir má telja á fingrum sér. Þegar til dæmis annálaritarar í Bretlandi sögðu frá ribböldum úr norðri, sem gerðu usla í klaustrum og á kirkjustöðum, notuðu þeir orð eins og heiðingjar, illmenni, villimenn eða guðleysingjar, svo aðeins sé vitnað til prúðmannlegri ummælanna sem um þá voru höfð. Oft var tekið fram að þeir væru Norðmenn eða Danir, en fyrr á öldum var reyndar lítill munur gerður á íbúum Norðurlandanna, enda voru þeir einnar tungu. Í Frakklandi, þar sem norrænir menn, voru aðsópsmiklir og stofnuðu nýlendu, hétu þeir ætíð Normands á frönsku eða Normanni á latínu. Orðið víkingur varðveittist aðeins á Íslandi, þar sem hinn gamli skilningur er enn lifandi þótt hann sé farinn að láta undan síga. Til marks um lífsmátt orðsins í okkar tungu er að í ritheimildum allt frá 16. öld og fram til 20. aldar er oft talað um sjóræningja og ránsmenn sem hingað sigla frá útlöndum sem víkinga; orðið er til dæmis notað um óþokkana frá Alsír í samtímaheimildum um Tyrkjaránið, svo sem í skrifum Björns Jónssonar á Skarðsá. Í hinu gamla föðurlandi okkar, Noregi, glataðist orðið alveg eins og tungan forna. Þegar Heimskringla var gefin út þar í landi árið 1633 í frægri þýðingu Peder Claussøn Friis var orðið sjóræningi (Siørøfuere) ávallt birt í sviga fyrir aftan orðið víkingur til að norskir lesendur velktust ekki í vafa um hvað átt væri við. Í senn hetjur og grimmdarseggir Í ensku gekk orðið víkingur í endurnýjun lífdaganna i byrjun 19. aldar. Er af því mikil saga sem Andrew Wawn hefur rakið í bókinni The Vikings and the Victorians. Þangað kom orðið úr íslenskum fornritum sem þýdd höfðu verið eða endursögð á nútímaensku. Smám saman fékk orðið miklu víðtækari merkingu og stundum annan brag; víkingar urðu jafnvel hetjur og kappar fremur en illmenni eins og í sögunum. Miklu hefur ráðið um þetta að 19. öldin var tími einstaklingshyggju og hetjudýrkunar. Það var þó ekki fyrr en leið á 20. öld að farið var að nota enska víkingsheitið um alla norræna menn fyrr á tíð, menningu þeirra og þjóðfélagshætti. Sú orðanotkun ruddi sér síðan til rúms um allan heim og yfirskyggir nú algerlega hin fornu heiti í flestum tungumálum. Björt mynd af víkingum var engan veginn einráð í Bretlandi framan af. Þegar enskar sögubækur seinni alda fjölluðu um hernað og ránskap víkinga var myndin sem dregin var upp af þeim langt fram á 20. öld oftar en ekki af grimmum mönnum og blóðþyrstum. Á 19. öld drógu franskir sagnfræðingar líka upp heldur nöturlegar myndir af víkingum, þótt þeir notuðu ekki orðið. Fræg er teikning í Frakklandssögu Guizot 1879 af norrænum innrásarmönnum í París; þeir líkjast helst frumstæðum hellisbúum. Þegar leið á 19. öldina fóru fræðimenn, skáld og rithöfundar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð að nota víkingsheitið í víðtækari og jákvæðari merkingu en í íslensku fornritunum. Var þeim þó áfram hampað sem helstu ritheimildum um „víkingaöldina“ sem nú var farið kalla svo; upphaflega í Danmörku og Noregi til að tímasetja fornleifar og afmarka frá eldri og yngri minjum. Síðar hefur víkingaöld að enskum sið einkum verið látin ná yfir tímabilið frá 793 til 1066; upphafið er miðað við árás hóps norrænna manna á klaustrið að Lindisfarne við strönd hins gamla Norðymbralands á Englandi, en endalokin við fall Haralds harðráða Noregskonungs í orrustu við Harald Guðinason Englandskong við Stafnfurðu- bryggju (Stamford Bridge), skammt frá Jórvík á Norður-Englandi. Stundum freistast rithöfundar og fræðimenn þó til að teygja á Þegar Sigurjón Ólafsson sýndi þessa höggmynd fyrst á September- sýningunni í Listamannaskálanum í Reykjavík 1951 hét hún Fornaldar- maður. Þegar verkið var sýnt í Danmörku nokkrum árum seinna var það nefnt Víkingur og hefur haldið því nafni síðan. Þetta er lýsandi dæmi um áhrif að utan á íslenskar hefðir og málvenjur. Arinbjörn hersir, Egill Skallagrímsson og Þórólfur bróðir hans. Teikninguna gerði upp úr 1870 Guðlaugur Magnússon vinnumaður á sveitabæjum á Fellsströnd í Dalasýslu. Lbs 747 fol.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.