Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 24

Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 24
24 mörg störf“. En hér er hlutunum snúið á hvolf. Frekar ætti að spyrja hvað hinir ýmsu vinnustaðir haldi mörgum starfsmönnum frá öðrum verkefnum. Framfarir undanfarinna tveggja alda hafa gengið út á að spara fólki snúninga, ekki að búa þá til. Lokun mjólkurbúðanna var vissulega áfall fyrir starfsstúlkur í búðunum, en áður en leið á löngu voru þær flestar komnar í önnur störf – sem sennilega hafa verið þarfari fyrir þjóðfélagið. Tvennt stendur upp úr í þessari sögu. Í fyrsta lagi hvað nýjungar í mjólkursölu mættu mikilli tregðu og í öðru lagi, að flestum eða öllum þóttu þær sjálfsagðar þegar þær voru gengnar um garð. Skyldu einhver slík dæmi leynast nálægt okkur núna? Önnur skýring er samt líklegri. Eins og verðlagningu á mjólkurvörum var háttað var hagkvæm dreifing og sala hvorki hagsmunamál stjórnenda Mjólkursamsölunnar né bændanna sem áttu hana. Hlutverk fimmmannanefndar var að sjá til þess að verð á mjólk væri í sem bestu samræmi við tilkostnað. Ekki mátti smyrja á kostnaðinn. Ef einhvers staðar tókst að spara var ávinningurinn klipinn af verðinu. Þegar þetta er haft í huga er eðlilegt að bændur skyldu einkum hafa haft áhyggjur af að breytt fyrirkomulag leiddi til að minna seldist af mjólkurvörum. Hvers vegna skyldu þeir vilja kosta minna til sölunnar? Enn þann dag í dag er verð á mjólk að mestu leyti ákveðið á sama hátt og verið hefur allt frá 1934. Smásöluálagning er frjáls, en verð til bænda og heildsöluverð er ákveðið af opinberum nefndum, sem sjá til þess að verð sé ekki hærra en það sem kostað er til. Skyldi þessi tilhögun ekki hamla gegn hagræðingu í greininni nú, rétt eins og hún hamlaði gegn hagræðingu í sölu mjólkur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar? Annað íhugunarefni er það hvað neytendur höfðu lengstum hljótt um sig í baráttunni fyrir bættri þjónustu og ódýrari mjólk. Andstaðan við mjólkursölukerfið afmarkaðist lengst af við nöldur í Velvakanda og ályktanir Neytendasamtaka. Aldrei virðist hafa komið til greina að fara í kröfugöngu eða halda baráttufundi gegn kerfinu. Sú skýring er stundum nefnd á áhugaleysi neytenda um eigin hagsmuni, að ekki sé mikið í húfi fyrir hvern og einn. Hún kann að eiga við hér. En þessi skýring dugar ekki til þess að skýra andófið gegn lokun búðanna. Eðlilegt er að fólk óttist breytingar og vilji halda í það sem er gamalt og gott. Menn höfðu alist upp við mjólkurbúðirnar og þótti orðið vænt um þær. En það er alltaf matsatriði hvað kosta á miklu til. Woody Allen hamrar handrit að bíómyndum sínum á gamla Olympia ritvél, sem hann hefur notað í hálfa öld. Flestir aðrir nota tölvur. Samúð með fólki sem er að missa vinnuna er líka skiljanleg. Hún rímar vel við efnahagsumræðuna fyrr og síðar. Tíundað er hvað tilteknar atvinnugreinar ,,leggi mikið til hagkerfisins“ og ,,skapi Heimildir: i Sigurður Einarsson í Holti, 1965, Saga Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, bls 29 og áfram. ii Gylfi Gröndal, 1985, Mjólkursamsalan í Reykjavík 50 ára, bls. 16, frásögn Einars Ólafssonar. iii Gylfi Gröndal, 1985, Mjólkursamsalan í Reykjavík 50 ára, bls. 16-17. iv Reykjavíkurbréf, Morgunblaðinu, 11. ágúst 1968. v Óskar Guðmundsson, 2007, Samsala í sjötíu ár, bls. 208-209. vi Mjólkursamsalan: 62 mjólkurbúðir, 52 aðrir útsölustaðir, Morgunblaðinu 17. janúar 1970. vii Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. Aðrir flutningsmenn voru Lárus Jónsson, Matthías Bjarnason og Ragnhildur Helgadóttir. viii Fleiri mjólkursölustaðir - Hvað mælir með því og hvað á móti? Tímanum, 7 nóvember 1972. ix Gylfi Gröndal, 1985, Mjólkursamsalan í Reykjavík 50 ára, bls. 62-65 x Óskar Jóhannsson kaupmaður, 1997, Tuttugu ár frá lokun mjólkurbúðanna 1977, Morgunbl. 1. febrúar. xi Óskar Jóhannsson kaupmaður, 1997, Tuttugu ár frá lokun mjólkurbúðanna 1977. xii Óskar Guðmundsson, 2007, Samsala í sjötíu ár, bls. 215. xiii ,,Veit ekki til þess að nokkur sé óánægður”, Alþýðublaðinu 2. febrúar 1978. xiv Sigfríð Sigurjónsdóttir, Mjólkurbúðakonurnar sviknar um vinnuna, Dagblaðinu, 28. febrúar 1978. xv Hallveig Einarsdóttir, Svar til Samstarfsnefndar gegn lokun mjólkurbúðar, Morgunblaðinu 25. maí 1978. xvi Gylfi Gröndal, 1985, Mjólkursamsalan í Reykjavík 50 ára, bls. 65. xvii Óskar Guðmundsson, 2007, Samsala í sjötíu ár, bls. 211. xviii Úr greinargerð stjórnar Mjólkursamsölunnar til Samtaka gegn lokun mjólkurbúða 1976, Gylfi Gröndal, 1985, Mjólkursamslan í Reykjavík 50 ára, bls. 64-65. xix Óskar Guðmundsson, 2007, bls. 215. xx Eigin útreikningar, byggðir á upplýsingum frá Hagstofunni. Gert er ráð fyrir að 4 af hverjum 5 mjólkurbúðum hafi verið í Reykjavík, eins og raunin var 1970 og að mjólkurvörur séu einn fimmti af matarinnkaupum. Hvað kostaði að reka búðirnar? Árið 1975 rak Mjólkursamsalan 71 mjólkurbúð.xvii Samsalan úthlutaði einnig mjólkursöluleyfum til annarra, en hún veitti ,,að jafnaði einungis ... þeim matvöruverslunum leyfi til mjólkursölu, sem þannig voru staðsettar að þær veittu Sam- sölubúðunum ekki beina samkeppni.“xviii Árið 1977, þegar flestum mjólkurbúðunum var lokað, fækkaði starfsfólki Samsölunnar um 164.xix Það samsvarar rétt rúmlega tveim afgreiðslustúlkum á hvern útsölustað. Ekki er ljóst af heimildum hve margar unnu fulla vinnu, en algengt var að konur réðu sig í hálft starf í mjólkurbúðum. Ef miðað er við neðri fjórðung þjónustu-, sölu- og afgreiðslukvenna árið 2014 (25% fá lægri laun, 75% hærri) og gert ráð fyrir 15% ofan á það í lífeyrisgreiðslur frá atvinnurekenda og önnur opinber gjöld, væri launakostnaður vegna 164 starfsstúlkna 300-600 milljónir króna á ári um þessar mundir, allt eftir því hve margar væru í hálfu starfi. Ekki virðist fjarri lagi að húsnæðis- kostnaður vegna 71 verslunar sé núna á bilinu 35-40 milljónir króna á ári miðað við að hver búð sé 50 fermetrar, húsnæði kosti 150 þúsund krónur fermetrinn og að vextir, viðhald og afskriftir séu 7% af húsnæðisverðinu. Flestar búð- irnar voru í Reykjavík, þó að sölusvæði Mjólkur- samsölunnar væri miklu stærra. Ef þessar tölur eru færðar til verðlags ársins 1975 virðist láta nærri að rekstur mjólkurbúðanna hafi verið á bilinu 2½ - 5% af kostnaði við mjólkurvöruinnkaup Reykvíkinga um það leyti.xx Auðvitað þurfti líka að hafa fyrir að selja mjólkina í kjörbúðum, en að öllum líkindum kostaði það miklu minna. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.