Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Blaðsíða 7
Inngangur.
Inlroduclion.
A. Skifting landsins i kensiusveitir.
Districls scolaires.
Samkvæmt barnafræðslulögunum frá 1907 eru kenslusveitir
Iandsins tvennskonar, skólahjeruð og fræðsluhjeruð. Skólahjerað
er hver kaupstaður og kauptun, sem er hreppsfjelag út af fyrir sig,
og ennfremur hver hreppur, sem setur á stofn hjá sjer fastan skóla,
er veitir hverju barni i hreppnum á skólaaldri (10 — 14 ára) að minsta
kosti 6 mánaða fræðslu á ári. Einnig getur þorp eða hverfi, sem er
hluti úr hreppi, fengið leyfi til að stofna skólabjerað sjer. Fræðslu-
hjerað er hver hreppur, sem ekki er skólahjerað, og ef skólahjerað
er sett á stofn innanhrepps, þá sá hluti hreppsins, sem lendir utan
takmarka skólahjeraðsins. Tvö eða fleiri fræðslubjeruð geta fengið
leyfi til að ganga saman í eitt fræðsluhjerað og hefur það komið
fyrir á nokkrum stöðum. Tala kenslusveitanna á landinu er því
breytileg. Fyrsta árið, sem fræðslulögin voru í gildi, árið 1908—09,
voru þau 210 (46 skólahjeruð og 164 fræðsluhjeruð), en siðan hefir
þeim farið smáfjölgandi við það, að ný skólahjeruð hafa verið stofn-
uð, hreppum hefur verið skift eða fræðslubjeruð, sem hafa verið
sameinuð, hafa aftur sagt skilið með sjer. Árið 1919—20 var tala
kenslusveitanna orðin 221 (48 skólahjeruð og 173 fræðsluhjeruð).
í töflu I og viðauka við hana (bls. 1—7) sjest hvernig skifting
landsins í kenslusveitir hefir verið fyrstu 12 árin, sem fræðslulögin
voru í gildi. Þar sjest einnig hvernig kenslunni hefir verið háttað í
fræðsluhjeruðunum. Samkvæmt barnafræðslulögunum er í hverju
fræðsluhjeraði skjdt annaðhvort að halda uppi farskóla, er veiti
hverju barni í hjeraðinu að minsta kosti 2 mánaða fræðslu á ári
eða að ráða kennara til eftirlits með heimafræðslu. Fetta gilti þó
ekki fyrstu tvö árin meðan verið var að koma fræðslulögunum í
framkvæmd, enda voru þá allmörg fræðsluhjeruð, sem ekki bjeldu
uppi neinni opinberri fræðslu (46 árið 1908—09 og 36 árið 1909 —