Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Blaðsíða 19
Barnafræðsla 191G—20
17
12 —19 kr. um vikuna, en þá var fæði reiknað með. Árið 1903 — 04
var farkenslukaupið alment 3 kr. um vikuna auk fæðis, húsnæðis
og þjónustu.
Samkv. þingsályktun 13. janúar 1917 var kennurum við barna-
skóla og farskóla greidd dýrtíðaruppbót fyrir árið 1916, er nam 50
°/o af kaupinu, ef það var 1500 kr. eða minna uin áriö, en lægri
uppbót af hærra kaupi. • Árin 1917, 1918 og fyrri helming ársins
1919 var aðeins veitt dýrtíðaruppbót úr landssjóði til fastra kennara
við fasta skóla og var hún veitt eftir sömu reglum sem dýrtíðar-
uppbót embættismanna (samkv. 1. nr. 59, 26. okt. 1917 og 1. nr. 33,
22. nóv. 1918). Með lögum nr. 17, 24. sept. 1918 var lágmarksviku-
kaup barnakennara i skólum, sem nutu styrks úr landssjóði, hækkað
úr 18 kr. og 12 kr. upp í 30 kr. og 20 kr. fyrir aðalkennara og
aðstoðarkennara í föstum skólum, en úr 6 kr. upp i 9 kr. fyrir
farkennara, og skyldi helmingur kauphækkunarinnar greiðast úr lands-
sjóði. Loks var með lögum nr. 75, 28. nóv. 1919 um skipun barna-
kennara og laun þeirra ákveðið, að kennarar við fasta skóla og far-
skóla skyldu skipaðir af stjórnarráðinu og skyldu þeir hafa í árs-
laun það sem hjer segir, ef skólinn stæði í 6 mánuði, en hlutfalls-
lega viðbót, ef hann stæði lengur.
Við kaupstaðaskóla: Forstöðumenn 2000 kr. auk húsnæðis og
kennarar 1500 kr.
Við barnaskóla utan kaupstaða: Forstöðumenn 1600 kr. og
kennarar 1300 kr.
Við farskóla og eftirlitskenslu: 300 kr. auk fæðis, húsnæðis,
ljóss, hita og þjónustu þann tíma sem skólinn stendur.j
Auk þess fá kennarar launaviðbót eftir þjónustualdri, við kaup-
staðaskóla 200 kr. 3. hvert ár upp að 1000 kr., við barnaskóla ut-
an kaupstaða 100 kr. 3. hvert ár upp að 500 kr. og farkennarar og
eftirlitskennarar 50 kr. 3. hvert ár upp að 300 kr. Ennfremur fá
barnakennarar dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum sem embættismenn.
Af sjálfri launaupphæðinni tii barnakennaranna greiðist helm-
ingurinn úr sveitarsjóði, en hinn helmingurinn úr ríkissjóði, nema í
kaupstaðaskólum greiðist aðeins J/3 ríkissjóði, en 2/a úr bæjar-
sjóði. Aftur á móti greiðast allar launaviðbætur kennaranna eftir
þjónustualdri úr sveitarsjóði og ennfremur öli dýrtíðaruppbótin.
Pó að launin um skipun barnakennara og laun þeirra gengju
ekki í gildi fyr en 1. júní 1920, þá .var samt svo ákveðið, að ákvæði
þeirra um laun og dýrtíðaruppbót skyldi ná til þeirra kennara,
sem ráðnir voru af skólanefnd eða fræðslunefnd til kenslu veturinn
1919 — 20.