Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Qupperneq 6

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Qupperneq 6
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM irlit o. s. frv. Erlendis hefur í vaxandi mæli verið lögð áherzla á að safna upplýsingum um þjóðarbúið beinlínis með samningu þjóð- hagsreikninga í huga. Hér á landi hefur slíkri upplýsingaöflun miðað mjög hægt áfram. Til- raunir til þess að afla upplýsinga frá einka- fyrirtækjum hafa og ekki borið góðan árang- ur. En jafnvel þótt aðgangur væri að yfirlits- reikningum allra einkafyrirtækja, er hætt við, að notkun þeirra bæri takmarkaðan árangur, vegna þess hve slælega hefur verið gengið eftir því, að fyrirtækin teldu rétt fram. Nettótekjur og velta hafa því yfirleitt verið vantalin í reikn- ingum fyrirtækja, og af eðlilegum ástæðum mundu fyrirtækin ógjarnan senda frá sér upp- lýsingar, sem væru í ósamræmi við framtöl til stjórnarvaldanna. T ekjuhamtalsaðieiSin. Á undanförnum árum hefur verið beitt svokallaðri tekjuframtalsaðferð við útreikning þjóðarframleiðslunnar. Á grundvelli upplýsinga um skattskyldar tekjur hafa verið reiknaðar út þjóðartekjur (= nettóþjóðarframleiðsla á kostnaðarverði) með því að bæta við þær fyrr- nefndu eftirfarandi liðum: 1) lögleyfðum frá- drætti frá tekjum, 2) tekjum þeirra, sem eru fyrir neðan skattskyldulágmark, 3) skattfrjáls- um tekjum af atvinnu og eign, og draga frá skattskyldar tilfærslutekjur. Þegar við þjóðar- tekjurnar er bætt áætlaðri rýmun fastafjár- muna (afskriftir) og óbeinum sköttum, en frá dregnir styrkir til atvinnurekstrar og heimila, fæst brúttóþjóðarframleiðslan á markaðsverði. Með því að bæta innflutningi við þjóðarfram- leiðsluna er komizt að heildarverðmæti þeirra gæða, sem þjóðarbúið hefur haft til afnota á árinu. Þeim er varið til útflutnings, fjármuna- myndunar, birgðamyndunar og neyzlu. Til- tölulega góðar upplýsingar liggja nú fyrir um verðgildi útflutnings, fjármunamyndunar og neyzlu stjórnarvalda, og hefur svo verið um nokkur undanfarin ár. Að því er snertir birgð- ir, hefur beinna upplýsinga aðeins verið aflað um útflutningsafurðir. Neyzla einkaaðila hef- ur hins vegar verið fundin sem afgangsstærð. Það hefur verið vitað um langt skeið, að þær áætlunartölur um þjóðarframleiðsluna, sem þannig hafa fengizt, hafa verið of lágar. Hins vegar hefur verið talið, að þessar tölur myndu gefa bendingu um árlegar hreyfingar með viðunandi nákvæmni. Þjóðhagsreikningatölur töflunnar. Nú verður horfið að því að lýsa töluröðun- um í töflunni hér á eftir. Að baki þessum tölum Iiggur ákveðið reikn- ingakerfi. Með því kerfi er dregin upp afar fábrotin mynd af þjóðarbúskapnum. Hefur verið greint á milli fems konar þátttakenda í búskaparstarfseminni: 1) Neytenda, 2) fyrir- tækja, 3) stjórnarvalda og 4) útlanda. Er litið svo á, að hver flokkur um sig komi fram sem ein heild. í flokknum fyrirtæki eru allir þeir einstaklingar, félög og stofnanir, sem fram- leiða vöru og þjónustu til sölu til almennings við verði, sem ætlað er að skila aftur kostnaði, hið minnsta. Flokkurinn neytendur tekur yfir öll heimili og stofnanir, sem ekki eru reknar í ágóðaskyni, svo sem stéttafélög, góðgerða- stofnanir og svo framvegis. Flokkurinn stjóm- arvöld nær yfir ríkisstjórn, sveitarstjómir og tryggingar. Neytendur og stjórnarvöld taka ákvörðun um neyzluna í þjóðfélaginu, en fyr- irtækin og stjórnarvöldin ákveða fjármuna- myndunina og birgðabreytingar. Heildargæða- notkunin i þjóðfélaginu er samsett af neyzlu, fjármunamyndun og birgðabreytingum. Tölumar um einkaneyzlu fá lægstu eink- unn fyrir áreiðanleik. Er það slæmt, þar sem þær eru stærsti þáttur heildargæðanotkunar- innar. Eins og áður er að vikið, hefur neyzlan til þessa verið fundin sem afgangstala. En að undanförnu hefur verið unnið að því að rann- saka einkaneyzluna. Vantar þó mikið á, að því sé lokið. Rannsóknimar hafa fyrst og fremst beinzt að árinu 1957, og lætur nærri, að lokaniðurstöður séu fyrir hendi um það ár. 4

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.