Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 14
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
IV. Kaup vöru og þjónustu. Hér eru tilfærð
kaup vöru og þjónustu til rekstrarþarfa ríkis-
ins, undanskilin eru því kaup vöru og þjónustu
til fjármunamyndunar og viðhalds, sem falla
undir flokka II og III. Laun tilfærð undir
þessum flokki ná t. d. yfir hina raunverulegu
ríkisþjónustu, en ekki laun til fjármunamynd-
unar og viðhalds.
Skipting milli launa — þ. e. a. s. beinna
greiðslna til heimilanna — og vöru og þjón-
ustu — þ. e. a. s. greiðslna til atvinnufyrirtækja
er oft ógreinileg, jafnvel í IV. flokki, og varð
að skipta nokkrum upphæðum ár hvert til
helminga milli „launa“ og „kaupa vöru og
þjónustu". Kaup vöru og þjónustu frá útlönd-
um á við útgjöld íslenzku sendiráðanna og
annað þess háttar.
V. Vextir. Hér er eingöngu um kaup á fjár-
magnsþjónustu að ræða, þ. e. vaxtagreiðslur.
Flokkar VI—IX. Reikningsliðir þeir, sem
falla hér undir, eru að ýmsu leyti erfiðir í
flokkun. Oft er vafamál, hvort ýmis starf-
semi á að teljast til atvinnureksturs eða óarð-
bærrar félagastarfsemi og þar með hvort til-
færslurnar eru til fyrirtækja eða til heimila
(að meðtalinni óarðbærri félagastarfsemi).
Eins eru óglögg mörk milli hinna ýmsu opin-
beru geira annars vegar og bæði atvinnurekst-
urs og umræddrar félagastarfsemi hins vegar.
Sundurliðunin er oft byggð á mati.
Eins og taflan ber með sér, hefur þótt rétt
að flokka sérstaklega og sundurliða niður-
greiðslur verðlags innanlands. Hér eru þó
ekki teknar með niðurgreiðslur á skömmtunar-
vörum, heldur undir lið 2 „til heimila".
Framlög til nýbýla og jarðræktar eru tekin
samkvæmt 16. gr. A á ríkisreikningi og eru
þar innifalin framlög Landnámssjóðs.
Framlög til fiskvinnslufyrirtækja eru tekin
samkvæmt ríkisreikningi og þá einkum 16. gr.
B, en við það bætast verulegar upphæðir ann-
ars staðar frá, svo sem framlög til hlutatrygg-
ingasjóðs, sem sumpart eru ekki á rekstrar-
reikningi ríkisins.
„Til ýmissa samtaka" er blandaður liður.
Hér er bæði um að ræða framlög til fyrirtækja
og til óarðbærrar félagastarfsemi, sbr. það sem
áður er sagt um hin óglöggu mörk milli þess-
ara flokka.
A liðinn „til heimila“ eru færðar beinar til-
færslur, er tilheyra framfærslumálum og eins
og áður er sagt, sú fjárupphæð, sem hefur far-
ið til niðurgr. vöru samkv. skömmtunarmiðum.
VII. Tilfærslur til annarra opinberra aðila.
Flokkur þessi er mikið sundurliðaður, og er
fátt sem gefur tilefni til frekari athugana.
Framlög til Tryggingarstofnunarinnar o. fl. eru
talin samkvæmt 17. gr. og 18. gr. ríkisreikn-
ings. Þar sem gert er ráð fyrir að taka lífeyris-
sjóðina með undir almannatryggingar, eru öll
framlög samkvæmt 18. gr. færð undir þennan
lið. Hér eru færð einnig framlög ríkisins til
heilbrigðismála, eins og rekstrarhalli sjúkra-
húsa o. fl., samanber það, sem sagt er um inn-
hlið. Undir lið 2 e. „Annað“ er fært það, sem
sveitarfélögin hafa fengið af innheimtum
stríðsgróðaskatti, en allur skatturinn er talinn
með í tekjum ríkisins.
VIII. Tilfærslur til útlanda. Hér eru færð
framlög til ýmissar alþjóðastarfsemi.
X. Fjármagnshreyfingar. Flokkur þessi sýn-
ir kröfubreytingar og þarf lítilla skýringa við.
Veitt lán er erfitt að sundurliða og hafa þau
því verið tekin hér í einu lagi.
„Til lánastofnana“. Þessar upphæðir eru að
nokkru leyti taldar samkvæmt ríkisreikningi,
en að öðru leyti er þeim ráðstafað beint til
lánastofnana af sérstökum tekjum, svo sem
útflutningsgjaldi af sjávarafurðum til Fisk-
veiðasjóðs og Fiskimálasjóðs. Framlög til
Framkvæmdabanka Islands eru eingöngu af
mótvirðisfé Marshallaðstoðarinnar. Hinar til-
færðu lánastofnanir verða gerðar upp með
bankakerfinu. Hér eru því aðeins talin bein
framlög til þeirra. Breytingar á sjóðum og
bankainnstæðum eru færðar hér, og þá já-
kvæðar eða neikvæðar eftir því hvort um er að
ræða hækkun eða lækkun.
12