Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Síða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Síða 17
BÚSKAPUR RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA ekki hægt að gera leiðréttingafærslur. Má því gera ráð fyrir einhverjum skekkjum í þessu sambandi. 3. Mótteknar afborganir. Hér eru færðar allar greiðslur af útistandandi lánum með ákveðnum afborgunum, hvort sem þau eru löng eða stutt, og einnig lækkun á útistandandi skuldum. Hins vegar eiga greiðslur á eftir- stöðvum opinberra gjalda ekki að blandast þessum lið. 4. Fjármagn frá fyrirtækjum sveitarfélaga. Sáralítið fellur undir þennan lið, en hér eru aðeins færð bein skil fyrirtækja á fjármagni sínu eða hluta af því. Skýringar á ílokkum úthliðar I. Kaup fasteigna. Hér er eingöngu um að ræða hús og jarðeignir, eftir því sem reikn- ingarnir segja til um. II. Ný fjármunamyndun. Nýrri fjármuna- myndun innanlands er skipt í þrennt. Fyrsti liður er vega- og brúargerð. Undir hann fellur öll vegagerð sveitarfélaganna ásamt gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum, þar með talin holræsagerð, sem víða er svo samtvinnuð gatnagerðinni, að sundurliðun yrði óraunhæf. A sama hátt munu vatnslagnir að nokkru leyti falla undir þennan lið, svo og malbikun og gangstéttagerð. I öðru lagi eru byggingar. Hefur verið reynt að sjá til þess að ekki félli annað undir þann lið. Er hér um að ræða byggingar vegna opin- berrar starfsemi, svo og byggingar íbúðarhúsa, enda þótt þau séu seld síðar. í þriðja lagi er önnur fjármunamyndun. Þar geta verið innfaldar byggingar, sem ekki er getið sem slíkra í reikningum sveitarfélaganna. Má í þessu sambandi nefna íþróttasvæði, en þeim fylgja oft einhverjar byggingar, stofn- kostnað vegna búreksturs og garðyrkju- stöðva, vatnsveitur o. fl. Eins og áður er sagt fellur rekstur vatns- veitna, búrekstur o. fl. undir fyrirtæki sveitar- félaganna, og þar eru taldar framkvæmdir, sem kostaðar eru af sjálfsaflafé eða beinum lántökum fyrirtækjanna. Framkvæmdir kostað- ar af sveitarfélögunum og eignfærðar beint á þeirra reikningum hafa hér ekki verið fluttar á fyrirtækin, þótt þær séu notaðar í þeirra þágu, heldur taldar til fjármunamyndunar sveitarfélaganna. III. Viðgerðir og viðhald. Þessum flokki er skipt í tvennt, þ. e. viðhald gatna og vega annars vegar og allt annað viðhald hins vegar. Tölur yfir viðhald gatna og vega eru að því leyti áreiðanlegar, að einungis er um framlög til gatna og vega að ræða. Hins vegar hefur í sumum tilvikum orðið að áætla skiptingu slíkra framlaga í nýlagnir og viðhald. I öðru viðhaldi er fyrst og fremst um við- hald fasteigna að ræða, en einnig getur við- hald tækja og áhalda verið innifalið. Vafalaust kemur þó ekki allt slíkt viðhald hér fram, heldur mun einhver hluti þess hafa fallið und- ir IV. flokk, kaup vöru og þjónustu, í ósund- urgreinanlegum tölum, sem undir þann flokk hafa fallið. IV. Kaup vöru og þjónustu. Þessum flokki hefur verið skipt í tvennt, bein laun til ein- staklinga og kaup á vöru og þjónustu frá at- vinnulífinu. Þótt að sjálfsögðu sé um kaup að ræða á erlendri vöru, fara þau kaup mest- megnis um hendur innlendra fyrirtækja. Hefur því ekki verið talið fært að flokka neitt undir slík kaup frá útlöndum. I mörgum reikningsliðum sveitarfélaganna koma launin beint fram, svo að þar er auðvelt um flokkun. En víða eru kostnaðarliðir færðir án slíkrar sundurliðunar og þarf þá oft að sundurgreina þá. I mörgum tilvikum hafa hin- ir einstöku reikningsliðir, einkum hinir stærri, verið teknir sérstaklega til sundurliðunar, og hefur þá verið stuðst við hlutfallslega skipt- ingu þeirra sömu liða hjá öðrum sveitarfélög- um. Ymsir liðir eru þó blandaðir að þessu leyti og innihalda bæði laun og kaup vöru og þjónustu, án þess að nokkrar hliðstæður sé að finna um slaptinguna. Hefur þá sá kostur ver- 15

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.