Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Þar sem kaup eða tekjur verkamanna í Reykjavík eru oft hafðar til viðmiðunar, þykir handhægt að láta fylgja töflu, þar sem tekj- ur þeirra eru settar sem 100 hvert ár gagn- vart allri flokkuninni eftir stéttum og stöðum. Þetta er gert í töflu 3. Þar sést, að tekjur verkamanna í kaupstöðunum eru mjög svip- aðar og í Reykjavík allt frá árinu 1955, nema árin 1958, 1961 og 1962, er þær voru 6.6 til 7.9% hærri í kaupstöðunum. Arið 1951 voru tekjur verkamanna í Reykjavík hins vegar svo til hinar sömu og heildarmeðaltekjur alþýðu- stéttanna um allt land. Má og ætla, að svo hafi verið árin 1948—’50, svo sem svigatölur þessara ára bera með sér. Eru þær byggðar á áætluðu föstu hlutfalli í Reykjavík. Oll meðaltöl fyrir heila landshluta eða stétt- ir slá striki yfir þróun og innbyrðis afstöður einstakra staða, er geta baft þýðingu í ein- stökum tilvikum. Því er birt full sundurliðun í töflum 9—12. Þar geta menn séð, hvaða staðir eru í úrtakinu hvert ár. Fullan fyrir- vara verður að hafa um það, að úrtak hverr- ar stéttar á hverjum stað utan Reykjavíkur er svo lítið, að mikil óvissa ríkir um það, hvort tölur hvers árs túlka rétt meðaltal í sínum flokki. Séu tölurnar skoðaðar í sam- hengi, ætti þetta þó ekki að koma að sök. Samanlögðu meðaltölin eru að sjálfsögðu veg- in með mannfjöldanum. Tekjur sjómanna eru vegnar með mannfjölda staðanna og hlutfalli sjómanna í úrtakinu. Ráðstö f unartek j ur Þær peningatekjur, sem alþýðustéttirnar hafa borið úr býtum, hafa ekki verið óskertar þeim til frjálsrar ráðstöfunar. Nokkur hluti teknanna hefur verið tekinn í beina skatta til ríkis og sveitarfélaga. A hinn bóginn hafa menn einnig fengið persónulegar tilfærslur frá opinberum aðilum, svo sem fjölskyldubætur. Hefði hrein útkoma slíkra tilfærslugreiðslna, þ. e. mismun- ur þess sem frá fjölskyldunum er tekið og þess sem til þeirra er greitt, numið svipuðu hlut- falli af tekjum á því tímabili, sem um er að ræða, mætti láta þær liggja á milli hluta, þeg- ar rætt er um þróun lífskjara og tekjuskipting- ar. En þannig hefur þessu ekki verið varið. Beinir skattar og bætur, er við getum kallað beina sköttun nettó, hafa ekki verið í stöð- ugu hlutfalli við atvinnutekjur. Einu sinni á því tímabili, sem hér er til meðferðar, árið 1960, fór fram mjög stórfelld breyting á skatta- kerfinu, og þó einkum á greiðslum fjölskyldu- bóta, er ollu mikilli breytingu á þyngd hinn- ar beinu nettósköttunar, einkum að því er varðar fjölskyldur. Auk þessa hafa ráðstöf- unartekjurnar sum árin þróast á annan hátt en atvinnutekjurnar sjálfar. Aðalatriðið er þó, að reiknað sé með áhrifum breytinganna árið 1960 á lífskjörin. I fyrstu var látið nægja að bæta upphæð þeirra breytinga við tekjurnar árin 1960—’62. Við fullnaðarúrvinnslu þótti hins vegar réttara að áætla skattlagningu tekn- anna allt aftur til 1948. Fyrir tilstilli ríkisskatt- stjóra voru gjöld samkvæmt álagningarreglum í Reykjavík reiknuð af meðalatvinnutekjum allra stéttanna í Reykjavík í heild og verka- manna sérstaklega. Vegna fjölbreytileika út- svarsálagningar um allt land, var ekkert landsmeðaltal tiltækilegt, og því ekki reiknuð álagning á meðaltekjur fyrir allt landið. Hins vegar var gerð sérstök áætlun um þróun ráð- stöfunartekna á föstu verðlagi fyrir allt land- ið, svo sem getið verður hér á eftir. Beinu skattarnir, sem hér eru reiknaðir, eru tekjuskattur, ásamt viðauka, tekjuútsvar, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, námsbókagjald og almannatryggingagjald, en hins vegar ekki eignarskattur eða eignarútsvar. Við álagning- una var aðeins tekið tillit til persónufrádrátt- ar og þeirra ofangreindra gjalda, sem eru frá- dráttarbær, og sjúkrasamlagsgjalds að auki. Ekki er reiknað með neinum þeim liðum. er standa í sambandi við eign eða skuld, hvorki í tekjum né frádrætti. Reiknað er með fjöl- skyldustærð „vísitölufjölskyldunnar", þ. e. 10

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.