Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Þar sem kaup eða tekjur verkamanna í Reykjavík eru oft hafðar til viðmiðunar, þykir handhægt að láta fylgja töflu, þar sem tekj- ur þeirra eru settar sem 100 hvert ár gagn- vart allri flokkuninni eftir stéttum og stöðum. Þetta er gert í töflu 3. Þar sést, að tekjur verkamanna í kaupstöðunum eru mjög svip- aðar og í Reykjavík allt frá árinu 1955, nema árin 1958, 1961 og 1962, er þær voru 6.6 til 7.9% hærri í kaupstöðunum. Arið 1951 voru tekjur verkamanna í Reykjavík hins vegar svo til hinar sömu og heildarmeðaltekjur alþýðu- stéttanna um allt land. Má og ætla, að svo hafi verið árin 1948—’50, svo sem svigatölur þessara ára bera með sér. Eru þær byggðar á áætluðu föstu hlutfalli í Reykjavík. Oll meðaltöl fyrir heila landshluta eða stétt- ir slá striki yfir þróun og innbyrðis afstöður einstakra staða, er geta baft þýðingu í ein- stökum tilvikum. Því er birt full sundurliðun í töflum 9—12. Þar geta menn séð, hvaða staðir eru í úrtakinu hvert ár. Fullan fyrir- vara verður að hafa um það, að úrtak hverr- ar stéttar á hverjum stað utan Reykjavíkur er svo lítið, að mikil óvissa ríkir um það, hvort tölur hvers árs túlka rétt meðaltal í sínum flokki. Séu tölurnar skoðaðar í sam- hengi, ætti þetta þó ekki að koma að sök. Samanlögðu meðaltölin eru að sjálfsögðu veg- in með mannfjöldanum. Tekjur sjómanna eru vegnar með mannfjölda staðanna og hlutfalli sjómanna í úrtakinu. Ráðstö f unartek j ur Þær peningatekjur, sem alþýðustéttirnar hafa borið úr býtum, hafa ekki verið óskertar þeim til frjálsrar ráðstöfunar. Nokkur hluti teknanna hefur verið tekinn í beina skatta til ríkis og sveitarfélaga. A hinn bóginn hafa menn einnig fengið persónulegar tilfærslur frá opinberum aðilum, svo sem fjölskyldubætur. Hefði hrein útkoma slíkra tilfærslugreiðslna, þ. e. mismun- ur þess sem frá fjölskyldunum er tekið og þess sem til þeirra er greitt, numið svipuðu hlut- falli af tekjum á því tímabili, sem um er að ræða, mætti láta þær liggja á milli hluta, þeg- ar rætt er um þróun lífskjara og tekjuskipting- ar. En þannig hefur þessu ekki verið varið. Beinir skattar og bætur, er við getum kallað beina sköttun nettó, hafa ekki verið í stöð- ugu hlutfalli við atvinnutekjur. Einu sinni á því tímabili, sem hér er til meðferðar, árið 1960, fór fram mjög stórfelld breyting á skatta- kerfinu, og þó einkum á greiðslum fjölskyldu- bóta, er ollu mikilli breytingu á þyngd hinn- ar beinu nettósköttunar, einkum að því er varðar fjölskyldur. Auk þessa hafa ráðstöf- unartekjurnar sum árin þróast á annan hátt en atvinnutekjurnar sjálfar. Aðalatriðið er þó, að reiknað sé með áhrifum breytinganna árið 1960 á lífskjörin. I fyrstu var látið nægja að bæta upphæð þeirra breytinga við tekjurnar árin 1960—’62. Við fullnaðarúrvinnslu þótti hins vegar réttara að áætla skattlagningu tekn- anna allt aftur til 1948. Fyrir tilstilli ríkisskatt- stjóra voru gjöld samkvæmt álagningarreglum í Reykjavík reiknuð af meðalatvinnutekjum allra stéttanna í Reykjavík í heild og verka- manna sérstaklega. Vegna fjölbreytileika út- svarsálagningar um allt land, var ekkert landsmeðaltal tiltækilegt, og því ekki reiknuð álagning á meðaltekjur fyrir allt landið. Hins vegar var gerð sérstök áætlun um þróun ráð- stöfunartekna á föstu verðlagi fyrir allt land- ið, svo sem getið verður hér á eftir. Beinu skattarnir, sem hér eru reiknaðir, eru tekjuskattur, ásamt viðauka, tekjuútsvar, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, námsbókagjald og almannatryggingagjald, en hins vegar ekki eignarskattur eða eignarútsvar. Við álagning- una var aðeins tekið tillit til persónufrádrátt- ar og þeirra ofangreindra gjalda, sem eru frá- dráttarbær, og sjúkrasamlagsgjalds að auki. Ekki er reiknað með neinum þeim liðum. er standa í sambandi við eign eða skuld, hvorki í tekjum né frádrætti. Reiknað er með fjöl- skyldustærð „vísitölufjölskyldunnar", þ. e. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.