Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 56

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 56
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Dagpeningar skulu ekki greiddir fyrir fyrstu 7 dagana, eftir að hinn slasaði varð óvinnu- fær, en hafi hann verið óvinnufær lengur en 10 daga, skal greiða þá frá og með áttunda degi eftir að slysið varð, þangað til hann verð- ur vinnufær, þó ekki lengur en 26 vikur sam- tals. Þegar dagpeningarnir eru greiddir, er auk hinna venjulegu fjölskyldubóta einnig greitt með þrem fyrstu börnum í hverri fjöl- skyldu. Dagpeningar í heild skulu þó aldrei fara fram úr þrem fjórðu hlutum af dagkaupi bótaþega við þá atvinnu, er hann stundaði þegar slysið varð. Sjómenn hlutu, samkvæmt lögunum frá 1953, auk dagpeninga, fullt kaup eða afla- hlut í eina viku frá afskráningardegi að telja. Sjúkratryggingar. Um sjúkrabæturnar gilda að miklu leyti sömu reglur og um dagpeninga slysatrygginga. Fólki á aldrinum 16—67 ára, sem stundar vinnu í annarra þjónustu, eða stundar eða rekur sjálfstæða atvinnu og verður fyrir tekju- missi vegna veikinda, skulu greiddar sjúkra- bætur. Frá og með árinu 1957 tóku sjúkrasamlögin að sér að greiða sjúkradagpeninga, og fengu af þeim sökum tillag frá Tryggingastofnun ríkisins. I aðaltöflunni kemur þessi tilfærsla þó ekki fram, þar sem um er að ræða tilfærslu innan kerfisins. I yfirliti yfir sjúkrasamlögin, töflu 6, kemur upphæðin hins vegar fram. Atvinnuleysistryggingar. Ákvæði atvinnuleysistryggingalaganna um bætur komu til framkvæmda 1. október 1956. Rétt til bóta hafa þeir, sem eru á aldrinum 16—67 ára og fullnægja eftirfarandi skilyrð- um: a) Eru fullgildir meðlimir í verkalýðsfélög- um. b) Hafa síðustu 12 mánuði stundað að minnsta kosti í 6 mánuði vinnu, sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélaga. c) Sanna með vottorði vinnumiðlunarinnar, að þeir hafi á síðustu 6 mánuðum verið atvinnulausir að minnsta kosti 36 virka daga, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. Þeir sem orðnir eru 67 ára, en njóta ekki ellilífeyris, eiga einnig rétt til bóta. Sjúkrasamlög. Heildaryfirlit yfir sjúkrasamlögin er í töflu 6. Þær tölur hafa einnig verið felldar inn í töfluna um almannatryggingakerfið í heild sinni. Stærsti útgjaldaliður sjúkrasamlaganna er sjúkrahúskostnaðurinn. Kostnaður hins opinbera af rekstri sjúkrahúsanna er þó í raun réttu mun meiri, þar sem ríkið og sveit- arfélögin bera mikinn hluta hans, án þess að það komi fram í reikningum sjúkrasamlag- anna. Arið 1957 tóku sjúkrasamlögin að sér greiðslu sjúkradagpeninga, svo sem getið var hér að framan, og hafa notið styrks frá líf- eyrisdeild almannatrygginganna til þess að standa straum af þeim útgjöldum. Frjálsar slysatryggingar. Samkvæmt almannatryggingalögunum er Tryggingastofnuninni heimilt að taka að sér frjálsar slysatryggingar á einstökum mönnum, og enn fremur hóptryggingar manna, svo sem slysatryggingu farþega bifreiða, flugvéla og skipa, starfsmanna tiltekinna fyrirtækja o. fl. Hér er því ekki um almannatryggingar að ræða. En þar sem rekstrarhagnaður þessara trygginga hefur verið notaður til þess að standa straum af kostnaði Tryggingastofnun- arinnar, hefur hreinn rekstrarhagnaður frjálsu slysatrygginganna verið tekinn með á inn-hlið heildarkerfisins á samsvarandi hátt og farið er með rekstrarfyrirtæki ríkisins í yfirlitum yfir ríkisbúskapinn. I töflu 4 er rekstur frjálsu slysatrygginganna sundurliðaður. Sést þar, að Tryggingastofn- 54

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.