Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 8
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMGÖNGUR Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hérlend- is, gerir ráð fyrir að nýtingarhlut- fall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum fundi atvinnu- veganefndar og umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í gærmorg- un. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ýtrustu aðstæður. Sam- kvæmt upplýsingum frá Isavia er notkunarstuðull flugvalla úti á landi, þar sem yfirleitt er ekki nema ein flugbraut, mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíð- arenda, sem samþykktar hafa verið í umhverfis- og skipulagsráði borg- arinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunar- hlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“ Friðrik Pálsson, talsmaður sam- takanna Hjartað í Vatnsmýri, fagn- ar því að Alþingi taki flugvallar- málið til sín. Fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir sjónarmiðum samtakanna varð- andi ókosti þess að loka flugbraut- um Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflug- velli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið varðandi þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að flugvöllurinn fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“ olikr@frettabladid.is Höfuðmálið er hvað ríkis- valdið ákveð- ur að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Friðþór Eydal, talsmaður ISAVIA. SVÍÞJÓÐ Sænska útlendingastofnunin telur að gera megi ráð fyrir að 95 þúsund flóttamenn sæki um hæli í Svíþjóð á næsta ári. Frá júní- lokum í sumar og til loka september nú í haust hafa að meðaltali 2.100 hælisleitendur komið til Svíþjóðar í hverri viku. Það eru tvöfalt fleiri en fyrstu mánuði ársins, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter. Það er mat stofnunarinnar að stríðið í Sýr- landi haldi áfram næstu tvö árin. Þess vegna megi áfram búast við miklum fjölda flóttamanna þaðan. Haft er eftir starfandi framkvæmdastjóra útlendingastofnunarinnar, Mikael Ribbenvik, að stofnunin muni geta tekist á við vandann þótt bið eftir afgreiðslu umsókna um hæli hafi tvöfald- ast, úr rúmlega fimm mánuðum í rúmlega tíu mánuði. Þetta muni þó reyna á sveitarfélögin. Þau þurfi að sjá um alla sem fá dvalarleyfi. Nú búi um 10 þúsund manns í flóttamannabúð- um í Svíþjóð. Hætta sé á að íbúum í flóttamanna- búðum fjölgi taki sveitarfélögin ekki við fleirum. Ribbenvik segir að til lengri tíma litið sé þörf á fleiri flóttamannabúðum. - ibs Sænska útlendingastofnunin telur að straumur hælisleitenda haldi áfram: Hátt í 100 þúsund hælisleitendur Í SÝRLANDI Átökunum þar mun ekki linna næstu tvö árin, að mati sænsku útlendingastofnunarinnar. NORDICPHOTOS/AFP FLUGVÖLLUR Í BORGARLANDI Fram kom á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar gæti farið í 95 prósent verði einungis not- ast við tvær flugbrautir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. Dagur B. Eggertsson segir langt því frá að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndarfund Alþingis í gær þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. Fundartíminn hafi rekist á reglulega fundi borgarráðs sem fari fram klukkan níu á fimmtudagsmorgnum. „Við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt,“ segir Dagur. Eðlilegra hefði verið að finna annan tíma fyrir þennan sérstaka aukafund þingnefndanna. Borgarstjóri vill hins vegar lítið tjá sig um hvort mögulega sé verið að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins, hefur boðað frumvarp með tillögu um að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar,“ segir Dagur. - jbg, óká DAGUR B. EGGERTSSON Árekstur við fundartíma borgarráðs FERÐAÞJÓNUSTA Upplýsingamið- stöð Austurlands á Egilsstöðum hefur verið lokað vegna rekstrar- erfiðleika. Óvíst er í hvaða mynd hún verður opnuð að nýju. Upplýsingamiðstöðin er lands- hlutamiðstöð sem rekin var af Austurbrú og var opin allt árið. Helsta verkefnið var að veita ferðamönnum þjónustu og þannig auka öryggi þeirra. - glp Upplýsingamiðstöð lokað: Ógnar öryggi ferðamanna EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA Hagkaup býður upp á 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða. ATVINNUMÁL Meðaltal mánaðarlauna starfs- manna hjá Seðlabanka Íslands eru 692.143 krónur, ef miðað er við skilgreiningu Hagstofu Íslands á reglulegum launum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins. Svar ráðherra er byggt á svari frá Seðlabankanum. „Í þessu svari eru laun seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra tekin með. Það getur reyndar talist álitamál þar sem þeir eru embættismenn og ákvarðast laun þeirra því með öðrum hætti en annarra starfsmanna. Án bankastjóra væri þessi tala 681.427 kr. Að mati Seðlabankans virðist fyrirspurnin hins vegar gefa tilefni til þess að taka laun þeirra með,“ segir í svarinu. Regluleg laun samkvæmt skilgreiningu Hag- stofu Íslands eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna og uppmælingar sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Við útreikninga er ekki tekið tillit til ákvæðis- greiðslna, hlunninda, akstursgreiðslna né ann- arra óreglulegra greiðslna. - jhh Ráðherra svarar fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um laun starfsmanna Seðlabankans: Meðallaun starfsmanna Seðlabankans 690 þúsund Breyting meðallauna starfs- manna Seðlabanka Íslands og meðallauna ríkisstarfsmanna á árunum 2008–2013. Hækkun reglulegra launa í % SÍ 23,3% ASÍ 27,3% BSRB 23,6% BHM 21,7% Heimild: Seðlabanki Íslands, Skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins – október 2013 ➜ Breyting meðallauna MENNTUN Frumkvöðlasetrið Djúpið var opnað á Djúpavogi í byrjun vikunnar. Því er ætlað að styðja frumkvöðla við að skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar á Austurlandi. Austurbrú ses., AFL Starfs- greinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu viljayfirlýsingu í vor um stofnun frumkvöðlaseturs- ins. Bárust 33 tillögur um nafn á setrið og varð nafnið Djúpið fyrir valinu. - shá Djúpið opnað á Djúpavogi: Frumkvöðlar fá vettvang eystra DJÚPIVOGUR Sköpunarkjarkur eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÍMSNES Krakkar fá útsýnisskífu Nemendur úr 5., 7. og 8. bekk Kerhóls- skóla hafa fengið leyfi sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps til að setja upp útsýnisskífu á Borgarhól. Þeir fá rauðamöl og aðstoð frá sveitar- stjórninni sem fagnar framtakinu. Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögu- legt er. Friðrik Pálsson, talsmaður Hjartans í Vatnsmýri. BANKASTJÓRAR Bæði seðlabankastjóri og aðstoðar- seðlabankastjóri eru inni í tölunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.