Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 17

Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 17
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2014 | SKOÐUN | 17 Ekki láta þér bregða, kæri les- andi, þótt þessi skrif fari ein- hvers staðar út af sporinu. Þótt talið færist skyndilega að syngj- andi regnbogum og dansandi einhyrningunum – eða eru það sebrahestar sem eru ekki til í alvörunni? Allavega. Skiptir ekki máli. Þegar þetta er skrifað er mið nótt. Regnblautar götur Lund- únaborgar eru auðar. Ég er með kvef og hita og þjáist af 90% heyrnarleysi og krömpum í eyrum sem ég get aðeins lýst sem sársauka sem er eins og að fæða barn í gegnum hlustirnar. Ég er ekki að misnota aðstöðu mína og sækja mér meðaumk- un lesenda allra 90.000 eintak- anna sem prentuð eru af Frétta- blaðinu – að minnsta kosti ekki bara. Það er kjarni í þessum skrifum mínum, það er ef ég afvegaleiðist ekki yfir í sebra- hestana þegar kokteillinn af parasetamóli og íbúprófeni fer loks að virka. Smáskammtadropar og blóðtökugræjur Læknir sem ég þekki deildi eitt sinn með mér fróðleiksmola um læknastéttina sem setið hefur í mér æ síðan. Hann sagði að það besta sem læknir gæti gert fyrir sjúkling væri oftar en ekki að gera ekki neitt. Stundum væri eina lækningin á boðstólum að bíða. Bíða eftir að kvillinn gengi yfir. Mér fannst þessi læknis- fræðilega naumhyggja athyglis- verð. Ég komst hins vegar að því nýverið að þótt hún sé heillandi á blaði er hún það ekki í praxís. Kveftíminn er genginn í garð eins og margir fá að kynnast óþyrmilega um þessar mundir. Ég fór til heimilislæknis fyrir nokkrum dögum vegna lamandi kvefs og eyrnaverkja. Læknir- inn yppti öxlum. Það var ekk- ert hægt að gera, þetta var vírus sem gengi yfir á nokkrum dögum, vikum eða mánuðum. Ég fann hvernig örvæntingin byrj- aði að krauma í iðrum mér eins og sjóðandi kvika í eldfjalli. Það dugði ekki að gera ekki neitt! „Komdu með fokking fúkka- lyfin eða þú hlýtur verra af,“ hrópaði ég á Dr. Patell af jafn- einbeittum brotavilja og væri ég bankaræningi sem stæði frammi fyrir þreytulegum gjaldkera. Oh, ekki enn annað bankarán. Þegar heilsan er í rugli er maður til í að prófa hvað sem er, bryðja hvað sem er, í veikri von um að líða betur. Þegar læknir- inn neitaði að láta mig fá sýkla- lyf tók ég málin í eigin hendur. Þrátt fyrir alræmda efahyggju þegar kemur að óhefðbundnum lækningum keypti ég í apótek- inu sólhatta, C-vítamín, orku- armbönd og lýsi. Ég veit, vand- ræðalegt. En í örvæntingu minni hefði ég keypt smáskammta- dropa og blóðtökugræjur ef ég vissi hvar þau fengjust. Síðast en ekki síst fyllti ég út eyðublað til að skipta um heimilislækni. Stærsta ógnin við mannkynið Vísindamenn vara nú við ógn sem steðjar að heilsu mannkynsins. Ógnin er stærri en flest það sem við stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir það gefum við henni lítinn gaum. Viðvörunin kæmi einum manni ekki á óvart væri hann enn á lífi. Stuttu eftir að Skotinn Alexander Fleming uppgötvaði pensilín árið 1928 varaði hann við misnotkun á sýklalyfinu. Hann sagði að ef maður með óbreytta hálsbólgu leyfði sér slíkt kæruleysi að taka inn pensilín við krankleika sínum yrði hann valdur að dauða annars manns með lungnabólgu. Nú, tæpri öld síðar, er spádómur hans að rætast. Ef ekkert er að gert mun fólk deyja af smávægilegum sýk- ingum í mjög náinni framtíð því þau sýklalyf sem nú eru til verða hætt að virka. Þetta sagði Sally Davies, landlæknir Bret- lands, í fyrirlestri síðasta sumar. Æ fleiri bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum í kjöl- far ofnotkunar á þeim. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina af stærstu heilbrigðis- ógnum heimsins. En samt bryðj- um við lyfin eins og Smarties. Munum við Íslendingar í hópi hinna stórtækustu í þeirri neyslu. Í síðasta mánuði kynntu heil- brigðisyfirvöld í Bretlandi nýja skýrslu um þróun á sýklalyfja- notkun þar í landi. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og fjölda herferða sem brýnt hafa hætt- una sem fylgir of mikilli sýkla- lyfjaofnotkun fyrir læknum, heil- brigðisstarfsfólki og almenningi jókst sýklalyfjanotkun í Bret- landi um 6% á árunum 2010-2013. Talið er að í helmingi tilfella hafi ekki verið rétt að skrifa upp á sýklalyf. Þegar pestin mín er liðin hjá mun ég sjálfsagt gleyma öllum háfleygum plönum um að njóta tilverunnar og nýfenginnar heilsu og vera þakklát. Ég mun henda orkuarmbandinu og sól- höttunum og halda áfram að gera grín að óhefðbundnum lækning- um. Einu ætla ég þó að reyna að gleyma ekki. Ég ætla að fyrirgefa Dr. Patell. Því með því að skrifa ekki upp á pensillín fyrir konu með hálsbólgu kann hann að hafa bjargað lífi manns með lungna- bólgu. Munum það í kvefinu. Að fæða barn í gegnum eyrun Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Kveftíminn er genginn í garð eins og margir fá að kynnast óþyrmilega um þessar mundir. Ég fór til heim- ilislæknis fyrir nokkrum dögum vegna lamandi kvefs og eyrnaverkja. Læknirinn yppti öxlum. Það var ekk- ert hægt að gera, þetta var vírus sem gengi yfir á nokkrum dögum, vikum eða mánuðum. M E N N E M M E N N E M M E N N E M M E N N E M E N N E E N N E NN / S ÍA / S ÍA / S ÍA / S ÍA S ÍA S ÍAAAÍAÍ / N M 6 / N M 6 / N M 66 N M / N M N M / NN 4 9 4 9 4 9 4 9 9 4 9 4 9 9 4 9 9 4 99 9 4 9 9 4 9 9 4 99 4 9 4 9 4 99 4 9 4 9 444444444 Sökudólgarnir: Skúr- ingakerlingar Ríkisstjórnin hefur fundið, hvað var að í kerfinu. Hvers vegna var svo erfitt að fá kassann til að stemma um áramót. Þetta voru margir áður búnir að fatta í sínum fyrirtækjum. Í öllum tilvikum eru hrun og kreppur skúringakerlingum að kenna. Þær soga til sín þúsund- kalla, sem betur ættu heima hjá fjölþjóðlegum fyrirtækjum, sem kunna að halda niðri launum. Í hverju fyrirtækinu á fætur öðru losa framsýnir stjórnendur sig við helvítis kerlingarnar. Og nú hafa Sigmundur og Bjarni fengið sömu hugljómun. Ráku átján skúringa- kerlingar úr ráðuneytunum. Því má búast við betri tíð með blóm í haga hjá hallalausum ríkissjóði næstu ár. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson Landspítali án lækna Dugi verkfallsaðgerðir lækna ekki til að hreyfa við ríkis- stjórninni er fátt sem heldur í. Ástæðan er samkeppni um lækna í alþjóðlegu vinnuumhverfi. Fjár- málaráðherra situr því frammi fyrir tveimur valkostum, annarsvegar nýr Landspítali með viðvarandi læknaskorti eða að semja með það fyrir augum að halda í mannskap- inn. Þó læknar séu eins og þeir eru bendir aðsóknin til þess að þjóðin vilji síður vera án þeirra og mun því áreiðanlega fylgja fjármálaráð- herra sínum að málum. http://www.dv.is Lýður Árnason AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.