Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.11.2014, Qupperneq 20
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Hagkvæmni verður sífellt mikilvægara viðmið við rekstur samfélagslegr- ar þjónustu. Tímaritið Economist sagði nýlega alþjóðlegar skýrslur gefa til kynna að hagkvæmni væri vaxandi leiðarljós við mótun menntastefnu í ríkj- um heims. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustu. Á komandi árum, þegar með- alaldur fólks fer hækkandi og fjölgar í hópum fólks með fjölþættan heilsuvanda, mun af hagkvæmni heilbrigðiskerfanna ráðast hvort almannasjóðir hafi efni á viðhalda heilsu almennings. Verði rekstur heilbrigðisþjónustunnar ekki eins hagkvæmur og kostur er mun hætta á tvennu: að fólk þurfi að greiða vaxandi hlutfall heilbrigðis- kostnaðarins sjálft og að slá þurfi af heilsufarsmarkmiðum landanna. Hagkvæmt íslenskt heilbrigðiskerfi Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alþjóðlegum samanburði hingað til verið metið hagkvæmt. Í viða- miklum rannsóknum, þar sem hag- kvæmni er mæld sem tengsl á milli heilsufars (endurspeglast í lífslík- um) og kostnaðar, að teknu tilliti til lífsaðstæðna fólksins á viðkomandi svæði, hefur íslenska heilbrigðis- kerfið lengi skorað hátt. Í rann- sókn á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO), sem gerð var fyrir fimmtán árum, lenti Ísland í 27. sæti af 191 landi. Í rann- sókn á vegum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2010 var Ísland talið státa af fimmta hagkvæmasta heilbrigðis- kerfinu af 29 kerfum aðildarríkja stofnunarinnar. Hagkvæmnin mælir hversu vel tiltækar auðlindir eru nýttar í heil- brigðisþjónustunni — ekki endi- lega hversu háum upphæðum er varið í hverju landi. Athyglisvert er að aukin hagkvæmni er oft talin skila meiri árangri í heilsu almenn- ings heldur en aukin útgjöld. Þann- ig bendir rannsókn á vegum OECD til að auka megi lífslíkur verulega í einstökum löndum með því að nýta óbreyttar fjárhæðir betur en gert er og minnka óhagkvæmni; þannig væri hægt að auka lífslíkur lítillega á Íslandi með þessum hætti, eða um eitt ár, en mun meira í nokkrum öðrum löndum, Slóvakíu, Danmörku, Ung- verjalandi og Bandaríkjun- um, um 4-5 ár. Til saman- burðar er aukning útgjalda um 10% talin geta skilað 3-4 mánaða meiri lífslíkum íbúa í þessum löndum. Ráðist að rótum óhagkvæmninnar Í skýrslu eftir Chisholm og Evans, sem WHO gaf út árið 2010, er bent á nokkrar helstu rætur óhagkvæmni í rekstri heilbrigðiskerfa. Þannig eru hlutföll heilbrigðisstétta í hópi starfsmanna ekki eins og best verði á kosið; samheitalyf eru sögð van- nýtt; fjármunum sé eytt í léleg eða fölsuð lyf; aðgerðir, rannsóknir og tæki séu ofnotuð, sem stundum skýrist af greiðslum fyrir einstök verk; mistök séu gerð og ófullnægj- andi þjónusta veitt; sjúkrahús séu oft af óhagkvæmri stærð; innlagn- ir á sjúkrahús séu stundum ómark- vissar og legutími of langur; spill- ing og svik fyrirfinnist. Sumt af þessu rímar vel við skýrslu Boston Consulting Group fyrir velferðarráðuneytið árið 2011. Þar var bent á hvernig breyta þyrfti íslenska heilbrigðiskerfinu til að auka hagkvæmni þess. Bent var á skort á „hliðvörslu“ í kerfinu, aðgangi að dýrustu úrræðum væri lítið stýrt; að greiðslur fyrir hvert læknisverk yllu ofnotkun á þjón- ustu sérfræðilækna, bráðaþjónustu sjúkrahúsa og móttöku heimilis- lækna utan dagvinnutíma; skipulag sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu væri óhagkvæmt; legutími á sjúkra- húsum væri að meðaltali of langur; notkun á lyfjum í vissum flokkum væri of mikil; skortur væri á áætl- anagerð, árangursstjórnun, rafræn- um samskiptum og sumum forvörn- um. Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri með þeim fjármun- um sem lagðir eru í íslenska kerfið. Markaðsvæðing er mýrarljós Rétt er að veita því athygli að hvor- ug þessara rannsókna bendir á einkavæðingu eða markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu sem leið til auk- innar hagkvæmni. Íslensk heilbrigð- isþjónusta er að langstærstum hluta (um 80%) veitt af opinberum stofn- unum. Þau lönd sem gengið hafa lengst í einkarekstri heilbrigðis- stofnana og markaðsvæðingu hafa, samkvæmt þeim rannsóknum sem nefndar hafa verið, uppskorið mesta óhagkvæmni og lakastan árangur. Kenneth Arrow, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, benti í frægri rit- gerð á að upplýsingaójafnvægið milli veitanda og þiggjanda heil- brigðisþjónustu, þar sem annar aðil- inn byggi yfir margfalt meiri þekk- ingu og upplýsingum um afleiðingar og mögulegar meðferðir heldur en hinn, henti illa fyrir einkamarkað. Fræðimennirnir Sigry, Lee og Yu setja í nýlegri grein í Journal of Business Ethics fram spurninguna „Consumer Sovereigny in Health Care: Fact of Fiction?“, og komast að þeirri niðurstöðu að við nútíma- aðstæður skorti sjúklinga getu, innri hvöt og möguleika til að velja og hafna heilbrigðisþjónustu; neyt- endavald í heilbrigðisþjónustu sé því frekar skáldskapur en veruleiki. Hagkvæm nýting auðlinda er lykill að heilbrigði Núverandi ríkisstjórn sagði í stjórn- arsáttmála sínum að þörf væri fyrir stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið „svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðugleika innan kerfisins …“ Eins og hér hefur verið bent á eru ýmsar rætur óhagkvæmni í heil- brigðiskerfum þekktar. Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki vakti athygli á nokkrum sérkennum íslensks heil- brigðiskerfis sem hamla því að auðlindir nýtist að fullu. Of mikill opinber rekstur kemur þar ekki við sögu, nema síður sé. Mestu skiptir að innlendir hags- munaaðilar heilbrigðiskerfisins, þ.m.t almenningur, sameinist um að auka hagkvæmni kerfisins og stuðli þannig að hámarksheilbrigði lands- manna á nýrri öld. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður vinnustaðaeinelti (e. mobb- ing/workplace bullying). Fram til þessa hefur ein- elti af hálfu fullorðinna verið „tabú“ á Íslandi og því hefur verið erfitt að taka á því á íslenskum vinnustöð- um. Sama og engin úrræði eru til fyrir þolendur og oftar en ekki eru þeir látnir víkja af vinnustöðum frek- ar en gerendur. Vinnustaðaeinelti, eins og það er skilgreint í reglugerð nr. 1000/2004, er ein tegund ofbeldis og ofbeldismál eiga það flest sam- eiginlegt að þolendur upplifa mikla skömm og reyna að fela ofbeldið. Þá fylgir ofbeldinu mikil vanlíðan. Þolendur vinnustaðaeineltis kvíða jafn mikið fyrir að fara í vinnuna eins og þolendur heimilisofbeldis að fara úr vinnunni. Báðir hópar upp- lifa skömm yfir því að hafa „sætt sig við“ ofbeldið og hafa ekki reynt að stöðva það. Einelti er ofbeldi Í dag er farið að taka á heimilisof- beldi með markvissari hætti en áður á Íslandi. Það gefur þeim sem fyrir því verða vissu um að vandinn sé viðurkenndur og að þeir geti leitað sér hjálpar. Það er ekki ýkja langt síðan heimilisofbeldi var „tabú“ eins og vinnustaðaeinelti er dag. Sem betur fer hefur það breyst. Eins og fram hefur komið eru fá úrræði í dag fyrir þolendur vinnustaða- eineltis. Gögn og rann- sóknir erlendis frá sýna að það hefur verið einblínt of mikið á það að eitthvað sé að þolandanum og að þess vegna hafi hann/hún orðið fyrir eineltinu. Með öðrum orðum, að hann/hún hafi boðið upp á eineltið með því að vera öðruvísi. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekkert að þolendum vinnustaðaeineltis, frekar en þolendum annars konar ofbeldis. Í dag myndi ekki líðast að segja að þolendur heimilisofbeldis bjóði upp á slíkt ofbeldi. Það eru ytri þættir sem skýra ofbeldið. Það er löngu tímabært að hugsa um einelti sem ofbeldi en ekki samskiptavanda. Það er líka tímabært að hlusta á þolend- ur vinnustaðaeineltis, taka mark á þeim og veita þeim sambærilega aðstoð og þolendum annars ofbeld- is er veitt. Þolandi má ekki upp- lifa að eineltið sé honum að kenna. Það veldur honum öðru áfalli. Það verður að hlusta og taka mark á fólki sem upplifir ofbeldi því það er nákvæmlega þessi upplifun sem þarf að vinna með. Einelti á vinnu- stað má ekki vera tabú, því ofbeldi þrífst á þögninni. Tölum um einelti – tölum það í kaf! Tölum vinnustaða- einelti í kaf! EINELTI Hildur Jakobína Gísladóttir stjórnendaráðgjafi hjá Offi cium ehf. Mig grunar að ég hafi ekki verið sú eina sem misbauð viðbrögð forsætisráðherra við mótmælunum á Aust- urvelli þann 3. nóvember sl. Forsætisráðherra glotti út í annað, virtist ekki vita um hvað málið snerist og fannst þetta bara svolítið krúttlegt. Þetta væri bara orðin svona sæt hefð hjá landanum og hvergi sáust merki um að hann tæki því þannig að verið væri að gagn- rýna hans eigin vinnubrögð og koll- ega hans. Er forsætisráðherra er svo illa tengdur að hann getur ekki með nokkru móti skilið sauðsvart- an almúgann? Litla fólkið með litlu skiltin sín. Setjum þetta í búning sem for- sætisráðherra og ríkisstjórnin skil- ur e.t.v. betur. Peningar. Tölum um peninga. Við erum ósátt við það, meðal annars, hvernig sitjandi ríkisstjórn ætlar sér að verja fjár- munum og innheimta tekjur sam- kvæmt nýjasta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skilaboðin eru skýr. Planið er tilraun til nýfrjáls- hyggju, um tilflutning skattbyrðar frá útgerðarfyrirtækjum og stór- eignafólki til almennings sem meðal annars felur í sér niðurfellingu auð- legðarskatts og lækkun veiðigjalda á sama tíma og virðisaukaskattur á mat og fleiri nauðsynjar nánast tvö- faldast, um skert réttindi atvinnu- lausra og framlag til starfsendur- hæfingar, um skert framlög til heilbrigðismála, yfirhöfuð plön sem koma verst niður á atvinnulausum, lífeyrisþegum, sjúklingum og þeim sem minnstu menntunina hafa. Til þess að brúa bilið sökum afnáms auðlegðarskatts og lækk- unar veiðigjalda á að grípa til þess snjallræðis, meðal annars, að hækka virðisaukaskatt á mat og byrja að rukka sjúklinga fyrir dýr og sérhæfð lyf. Því eins og við vitum eru sjúklingar einmitt þeir sem eru aflögufærastir í þjóð- félaginu. Hækkun virðisaukaskatts á mat kemur að sjálfsögðu verst niður á lágtekjufólki, eins og það á að vera. En engar áhyggjur, ríkis- stjórnin hefur heitið mótvægisað- gerðum sem ná hvorki til allra né komast nálægt því að bæta upp fyrir kjaraskerðinguna sem um ræðir. Skilaboðin skýr Fjárlögin kveða líka á um skerð- ingu bótaréttar, sem er frábær lausn. Þá er hægt að kippa fótunum undan lífsafkomu fjölda fólks, enda atvinnuleysisbæturnar hvort eð er allt of háar. Auk þess sem vandanum er þá bara velt yfir á sveitarfélögin. Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að flestir vilji búa í samfélagi þar sem heil- brigðisþjónusta er hluti af almanna- þjónustu. Það ríkir neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, við þurfum nýjan Landspítala, fleiri lækna og öflugri heilbrigðisþjónustu. Við vilj- um ekki að heilbrigðisþjónusta sé í höndum einkaaðila, sem er vissu- lega sú átt sem stjórnvöld eru nú að leiða okkur í, og í leiðinni að gæði og möguleiki á heilbrigðisþjónustu velti á fjárhag. Þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi og fjármunum er for- gangsraðað með öðrum hætti en nú er gert. En skilaboðin eru skýr og planið liggur fyrir. Sauðsvartur almúginn á að lepja gallsúran dauðann úr skel á meðan þeir tekjuhæstu njóta góðs af. Þetta eru aðeins fáeinar af ástæð- unum fyrir því að fólk mætti á Aust- urvöll þann 3. nóvember. Það er graf- alvarlegt mál ef forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hvorki skilur né hlustar á fólkið í landinu, fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir. Það er orðið augljóst mál að þeir sem sitja við stjórnvölinn tala ekki sama tungumál og við hin. Ég gat allavega ekki betur séð af viðbrögð- um forsætisráðherra við umrædd- um mótmælum en að hann glotti út í annað og spyrði sig: „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ „Af hverju borða þau ekki bara kökur“ SAMFÉLAG Hrafnhildur Lilja Harðardóttir Íslendingur ➜ Kannski er það misskilningur en það er mín sannfæring að fl estir vilji búa í samfélagi þar sem heilbrigðisþjónusta er hluti af almannaþjón- ustu. ➜ Með breytingum væri hægt að ná meiri árangri … Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu HEILBRIGÐIS- MÁL Jónas Guðmundsson hagfræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.