Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 38

Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 38
14 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014 ÆVINTÝRALEG GÖTUTÍSKA Í JAPAN Það kenndi ýmissa grasa á tískuviku Mercedes-Benz í Tókýó. Gestir tískuvikunnar voru vægast sagt skrautlegir og mikill metnaður lagður í heildarútlitið. Sumir gestirnir minntu á persónur úr teiknimyndum eða ævintýrum. Skemmtilegt og öðruvísi Blaðamaðurinn Samuel Thomas smart með vintage-tösku. Litríkur jakki og buxur frá H&M, hálsmen frá Chanel. Mikill metnaður lagður í öll smá- atriði hjá þessari. Fallegir vintage-hringir. Hönnuðurinn Yoko Kusuda í sínu eigin merki, Momohime. Skrautlegur klæðnaður frá Alice Auaa. Hönnuðurinn Kurita Anri í kápu frá Kosmetic Label og buxum frá Julius. 1 rauðrófa 2 stórar gulrætur 1 grænt epli 1 biti engifer ½ sítróna Byrjið á því að skræla sítrónuna og setja svo allt hráefnið í safapressu. Ef þið eigið ekki safapressu er einnig hægt að nota blandara og sía svo hratið burt með fínu sigti. Gott er að bæta við klökum í lokin og drekka með röri. Njótið! LJÚFFENGUR RAUÐRÓFUSAFI Hollur og hreins- andi safi sem er einnig einstak- lega bragðgóður. Hann er stútfullur af næringu og er alveg frábær í morgunsárið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.