Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 40
Lífi ð
BLOGGARINN FJÖLHÆF OG SKAPANDI
Felt by heart
@feltbyheart
Morgunverður hefur sjaldan verið
jafn girnilegur. Mikil áhersla er
lögð á ferska ávexti og gómsæta
drykki. Hin portúgalska Joana
Nobre Silva er grafískur hönnuður
og á heiðurinn af síðunni. Fallegar
og líflegar myndir af fallegum og
hollum mat. Eina reglan hjá henni
er að réttirnir séu án viðbættra
sætu- og aukaefna.
Pia Jane Bijerk
http://blog.piajanebijkerk.com
Pia Jane Bijerk er virtur stílisti og ljós-
myndari sem hefur gefið út þrjár
dásamlega fallegar bækur. Hún sér-
hæfir sig í innanhússmunum, mat og
náttúru. Hún vinnur heiman frá sér
og er einstaklega skapandi í öllu sem
hún gerir. Ljósmyndirnar hennar eru
ótrúlega fallegar og hún býr til alls
konar hluti, tónlist, ljóð og hvað sem
henni dettur í hug. Hún er dugleg að
föndra með barninu sínu og búa þær
til fallega listmuni saman sem þær
hengja ýmist upp á vegg eða nota í
fallegar ljósmyndir. Pia hefur unnið
úti um allan heim, ferðast mikið og
hefur unnið fyrir Vogue og fleiri þekkt
tímarit. Í dag býr Pia og myndar á
þremur stöðum, í Sydney, París og
á húsbáti í Amsterdam. Falleg síða
til þess að fá innblástur eða bara til
þess að gleyma stað og stund.
Tracy French
www.pinterest.com/tracif
Hvort sem þig langar að fá inn-
blástur að stíl og fatnaði, húð-
flúri eða heimili þá er síðan henn-
ar Tracy fyrir þig. Hún er með ótal
mismunandi flokka inni á Pinterest-
síðu sinni sem hægt er að liggja
yfir tímunum saman og láta sig
dreyma.
Coco Rocha
http://oh-so-coco.tumblr.com
Kanadíska ofurfyrirsætan Coco
Rocha heldur úti sinni persónulegu
Tumblr-síðu. Síðan inniheldur mynd-
ir og athugasemdir sem eru lýsandi
fyrir hennar stórbrotna lífsstíl, allt
frá myndum af ferðalögum til ljós-
mynda af henni á forsíðum helstu
tímarita heims. Hún ferðast út um
allt, fer í öll flottustu partíin og er
alltaf óaðfinnanlega til fara með
sinn einstaka og kvenlega stíl.
Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is
HEIMILISTÆKJADAGAR Í
20% afsláttur