Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 54

Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 54
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Opna risastóra nýja verslun í New York Breska tískuverslunarkeðjan Topshop opnaði á miðvikudag 40.000 fermetra verslun á horni Fift h Avenue og 49. strætis í New York. Af því tilefni var haldinn hátíðarkvöldverður og þangað mættu stjörnur á borð við Beyoncé og Cöru Delevingne, en sú síðarnefnda er einmitt andlit jólalínu merkisins. KÚL Í KÖFLÓTTU Söngvar- inn Nick Jonas lét sig ekki vanta. AÐALATRIÐIÐ Fyrirsætan Cara Delevingne mætti, enda andlit jólalínunnar í ár. FLOTT SAMAN Söngkonan Beyoncé Knowles og Sir Philip Green, eigandi Topshop, voru hress. BESTI BOLURINN Bloggarinn Perez Hilton mætti í skemmti- legum bol með myndum af Ryan Gosling. DÓTTIR ALECS BALDWIN Fyrirsætan Hailey Baldwin var glæsileg. HÓTELERFINGINN Paris Hilton mætti í fallegum svörtum kjól. Ég fór í ljós í gær. Í fyrsta sinn í mörg, mörg, mörg ár. Er ég lét marinera mig í unaðslegum flúorperunum rifjaðist upp fyrir mér fyrsta skiptið sem ég fór í ljós. ÞAÐ VAR fermingarárið mitt 1996. Þá lét móðir mín undan þrýstingi og keypti handa mér fimm tíma ljósakort. Það var nefnilega mjög mikilvægt að fara í nokkra ljósatíma fyrir fermingu. Gríðarlegt stöðutákn í Breiðholtinu. ÉG GLEYMI aldrei fyrsta tím- anum. Ég fór með systur minni. Var að deyja úr spenningi. Var að verða að konu, að mér fannst. Ég klæddi mig sam- viskusamlega úr og lagðist upp í ælubrúnan ljósabekk- inn. Svo þurfti ég að teygja mig í efri partinn af honum og loka honum svo ég yrði nú örugg- lega tönuð í drasl í skjanna- hvíta fermingarkyrtlinum. Þá fríkaði ég út. Slík óhljóð bár- ust úr bekknum að ég hélt að nú myndi ég deyja. Bekkurinn myndi kremja úr mér allt líf og síðan springa. Glerbrot út um allt. Innyfli mín klesst upp um alla veggi. Ég öskraði og gólaði úr mér líftóruna þar til systir mín kom og lyfti lokinu af ljósabekknum. Fullvissaði mig um að allt væri í lagi. Ég grenjaði allan tímann en nota bene – ég kláraði tímann. Bara með lokið uppi. Og lét systur mína síðan sverja þess eið að hún myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu. ÉG VAR svo skelkuð þegar ég kom heim en ég skyldi hundur heita ef ég myndi ekki nýta þessa fimm tíma sem móðir mín gaf mér eftir mörg gelgjuköstin. Ég skyldi fara í þessa ljósatíma. Ég vissi ekki nákvæmlega af hverju það var svona mik- ilvægt en það skyldi ég gera. SVO SKYLDI ég fara í strípur daginn eftir fermingu. Þrílitar. Gylltar, ljósar og rauðar. Í MINNINGUNNI var mikil pressa að vera unglingur og „þurfa“ að eiga hitt og þetta. Í dag væri ég ótrúlega sátt við ef mitt stærsta vandamál væri að þegja yfir því að ég hefði orðið hrædd í ljósabekk. Þegar ég fríkaði út í ljósabekk Miðasala á: NIGHTCRAWLER KL. 5.30 - 8 GRAFIR OG BEIN KL. 8 - 10.30 FURY KL. 9 HEMMA KL. 5.45 BORGRÍKI KL. 10.10 GONE GIRL KL. 9.15 BOYHOOD KL. 5.30 INTESTELLAR KL.5.30 - 9 - 10 INTESTELLAR LÚXUS KL.5.30 - 9 GRAFIR OG BEIN KL. 5.45 - 8 FURY KL 8 - 10.45 BORGRÍKI KL 5.45 - 8 GONE GIRL KL. 5 - 8 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 -V.J.V, SVARTHOFDI.IS-G.D.Ó, MBL -V.G., DV KRINGLUNNI SPARBÍÓ SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL EMPIRE NEW YORK POST TIME OUT LONDON VARIETY T.V. SÉÐ & HEYRT „BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“ H.J. FRÉTTATÍMINN 5, 8, 10:30 5:50, 8, 10:10 6 8, 10:10 3:50 3:50 -H.S. MBL -T.V. Bíóvefurinn.is 5% N O RD ICPH O TO S/G ETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.