Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 2
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN FIMM Í FRÉTTUM SKÚRINGAKONUR OG LÆKNAVERKFALL Giftingarhringurinn fannst í blóðmör Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á Alþingi uppsagnir 18 ræstinga- kvenna í Stjórnarráðinu á Alþingi. Sagði hún litla reisn yfi r aðgerðunum. Agnes Anna Sigurðar- dóttir, einn eigenda Brugg- smiðjunnar Kalda, sagði bruggsmiðjuna ætla að opna bjórspa í Eyjafi rði úr hreinsuðum sjó og Kalda. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, sagði að fækkun nemenda við framhaldsskóla gæti leitt til þess að fækka þyrft i um meira en 100 stöðugildi. Þráinn Hafsteins- son, yfi rþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, sagði heimsklassa- aðstöðu í Frjáls- íþrótta- höllinni lokaða í margar klukkustundir á dag. ➜ Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, undr- aðist umleitan forsætisráðherra um að fá að heyra afstöðu ASÍ til kröfu- gerðar lækna og sagði ekki þýða að benda á ASÍ í þeim efnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að tapa giftingarhringnum sínum í blóðmörskepp. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingrinum svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir mikla leit fannst hringurinn ekki fyrr en núna ári seinna að hann fannst djúpt inni í einum blóðmörskeppnum. Ekki sést á hringnum þótt hann hafi verið inn í blóðmörskepp í rúmt ár. Aðventuferð til Vínarborgar 27. - 30. nóvember VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444Flogið með Icelandair Verð frá 89.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v.í tvíbýli á Hotel Artis. Innifalið er flug og gisting með morgunverði. *Verð án Vildarpunkta 99.900 kr. STJÓRNSÝSLA Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Merce- dez Benz-jeppann sem fyrirtæk- ið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bif- reiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórn- arinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjór na r - formann, eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eig- endastefnu fyrirtækisins. „Rætt hefur verið við fram- kvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bók- uninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar- formaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíll- inn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þess- um málum verður hátt- að. Í raun- inni viljum við einung- is vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleig- unni Hertz þann 30. júlí síðastlið- inn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er veg n a þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamn- ingur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins. „Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýj- aður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endur- nýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sann færður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samn- ingsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“ haraldur@frettabladid.is Stjórnin fyrirskipar sölu forstjórajeppans Tíu milljóna króna Mercedes Benz-jeppi sem framkvæmdastjóri Strætó hefur til umráða verður seldur. Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. SKOTLAND, AP Mikið sjónarspil gaf að líta við bæinn Gretna í Skotlandi á fimmtudag. Þá mætti á svæðið fríður flokkur starra sem leggur leið sína til Gretna tvisvar á ári, fyrst í febrúarmánuði og síðan aftur í nóvember. Haustheimsóknin að þessu sinni tók á sig sérlega skemmtilega lögun þegar engu líkara var en að starraflokkurinn myndaði risa- vaxinn, svartan hatt á himni í ljósaskiptunum. - gar Risahattur sást á himni í skoskum ljósaskiptum: Starrar bregða á leik við Gretna LISTFLUG Engu var líkara en höfuðfat svifi um loftin blá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYNIR JÓNSSON MJÓDDIN Strætó bs. er í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERCEDES BENZ ML KJARAMÁL Starfsmannafélag Kópa- vogsbæjar hafnar tilboði sem samninganefnd Sambands sveitar- félaga lagði fram í gær. Starfsmanna- félagið segir „óskiljanlegt að næststærsta bæjar félag lands- ins þverskall- ist við að skrifa undir tilbúinn kjarasamning við starfsmannafélagið, samning þar sem nær öll kjara atriði eru klár og samþykkt, vegna algers aukaatriðis. Bæjaryfirvöld hika ekki við að stefna þjónustu bæj- arins við börn og eldri borgara í algert uppnám, allt út af þráhyggju embættismanna bæjarins gagnvart félagafrelsi tuttugu félaga í Starfs- mannafélagi Kópavogs.“ - vh Starfsmenn hafna tilboði: Embættismenn sagðir ábyrgir VIÐSKIPTI Icelandair Group var með langmestu veltuna á síðasta ári samkvæmt tímariti Frjálsrar verslunar, 300 stærstu. „Fyrirtækið velti 125 milljörðum króna og er nokkuð langt í fyrir- tækið í öðru sæti, Marel, sem er með veltu upp á 107 milljarða króna,“ segir í tilkynningu. Í ritinu eru, þrátt fyrir heitið, upplýsingar um yfir 500 fyrir- tæki; hver greiða hæstu launin, hafa flesta starfsmenn, eru með mesta eigið féð, mesta hagnaðinn og mestu veltuaukninguna. - óká 300 stærstu komið út: Veltan var mest hjá Icelandair Nafn Velta 1. Icelandair Group 125,0 2. Marel 107,4 3. Promens 96,6 4. Landsbankinn 96,3 5. Icelandic Group 95,8 Heimild: Frjáls verslun STÆRSTU FYRIRTÆKIN ÁRMANN KR. ÓLAFSSSON STJÓRNMÁL „Ég mun ekki greiða atkvæði með þessu. Ég er ráðherra sveitarstjórnarmála, fyrir mér er þetta mjög helgur réttur sem okkur ber að virða,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Umræðuefnið var um frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkur- borg til ríkisins. Hanna Birna sagði jafnframt að um þessar mundir væri engin yfirstandandi vinna við að loka flugvellinum eða taka ákvörðun um þriðju flugbrautina. Um vopnakaup Landhelgisgæslunnar sagði Hanna Birna að það væri enginn ágreiningur um það í íslenskum stjórnmálum að Íslendingar vilji viðhafa eins lítinn vopnaburð og hægt er. „Það er mín persónulega skoðun og ég held að það sé skoðun flestra Íslendinga. Við erum friðelskandi og viljum ekki að lögreglan beri almennt vopn,“ sagði Hanna Birna. Hanna Birna sagði að kæmi í ljós að Land- helgis gæslan þurfi að greiða fyrir vopnin yrði þeim skilað aftur til Norðmanna. „Ég hefði aldrei samþykkt að greiða fjórtán milljónir fyrir þetta. Ef það var einhver misskilningur á ferð- inni og þetta er ekki gjöf þá verður vopnunum skilað.“ - hmp, fbj Innanríkisráðherra telur að skipulagsvald eigi að vera hjá sveitarfélögum: Vill ekki að lögreglan vopnist VALDIÐ HJÁ SVEITARFÉLÖGUM Innanríkisráðherra telur sjálfstæði sveitarfélaga vera helgan rétt. MYND/SKJÁSKOT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.