Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 8
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | FJARSKIPTI STEF hefur ekki beðið fjarskiptafyrirtækin Snerpu, Hringiðuna og Tölvun um að loka fyrir aðgang að skráaskiptisíðunum Deildu og Piratebay. Framkvæmda- stjóri Snerpu ætlar ekki að loka á síðurnar fyrr en lögbannsbeiðni gagnvart fyrirtækinu liggur fyrir. „Við höfum ekki heyrt orð frá þessu fólki og þar af leiðandi erum við ekkert í raun og veru að spá í þessi mál. En við lokum ekki nema okkur sé það fyrirskipað af dóm- stólum og við höfum hvorki feng- ið erindi frá héraðsdómi, STEF, né neinum öðrum,“ segir Björn Davíðs- son, framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt lögbann, að beiðni STEFs, á Símann, Vodafone og Hringdu, sem bannar fyrirtækjunum að veita viðskiptavinum sínum aðgang að Deildu.net, Piratebay.org og öðrum tengdum síðum. „Við erum á þeirri skoðun að fjarskiptafyrirtækin eigi ekki að skipta sér af þessum málum og svo er auðvitað mjög auðvelt fyrir net- notendur að komast fram hjá þess- um lokunum eins og þær eru settar fram,“ segir Björn. Kristín Garðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tölvunar í Vest- mannaeyjum, segir fyrirtækið ekki hafa fengið neina beiðni um lokanir. „Við erum á báðum áttum með það hvort það eigi að loka á svona síður en ef beiðnin berst verður þetta tekið fyrir af stjórn fyrirtæk- isins. Ég hef hins vegar stundum sagt að það þurfi að loka póstinum því það fara jú stundum eiturlyf í gegnum póstinn,“ segir Kristín. Guðmundur Kr. Unnsteins- son, framkvæmdastjóri Hring- iðunnar, staðfesti einnig í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið hefði ekki verið beðið um að loka á skráa- skiptasíðurnar. Guðrún Björk Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFs), segir umfang málsins ástæðuna fyrir því að STEF hafi ekki haft samband við fyrirtækin. „Þetta er svo umfangsmikið mál að við höfum bara verið að vinna í því að klára fyrst framkvæmdina gagnvart stóru fyrirtækjunum en þetta er á verkefnalistanum. Þetta verður gert núna mjög fljótlega,“ segir Guðrún. haraldur@frettabladid.is 8 ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 4 9 Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. Fyrirtækið Biokraft hefur gangsett tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem munu skila allt að þremur gígavattstundum á ári, en það jafn- gildir raforkuþörf um eittþúsund íslenskra heimila. Orkan frá vind- myllunum er því hrein viðbót við það rafmagn sem ON framleiðir í sátt og samvinnu við náttúruna. Við hjá Orku náttúrunnar erum stolt af því að selja þessa vistvænu orku til neytenda um allt land. Við óskum aðstandendum Biokraft innilega til hamingju með þennan áfanga og hlökkum til áfram- haldandi samstarfs og uppbyggingar í framtíðinni. ORKA NÁTTÚRUNNAR ER NÚ EINNIG FÁANLEG ÚR ÍSLENSKU ROKI KJARAMÁL Bandalag háskólamanna lýsir áhyggjum af horfum í starfs- mannamálum Reykjanesbæjar. Gerðar eru athugasemdir við ákvörðun bæjaryfirvalda um að grípa inn í ráðningarsamninga. „Uppsögn fastra kjara, í formi yfirvinnugreiðslna og aksturs- samninga, snertir verulegan hluta launa margra starfsmanna og getur falið í sér að forsendur ráðn- ingar bresti,“ segir BHM. - fbj Áhyggjur af Reykjanesbæ: BHM varar við kjaraskerðingu HÖNNUN Íslenska fyrirtækið Tuli- pop sem hannar ævintýraheim fyrir börn hlaut í gær þrenn verð- laun frá Junior Design Awards, einum virtustu verðlaunum á sviði hönnunarvara fyrir börn í Bret- landi. Tulipop fékk viðurkenn- ingu fyrir bestu innanhúsvörulín- una, bestu borðbúnaðarvöruna og besta snjallforritið. Fyrirtækið var stofnað 2010 af Signýju Kolbeins- dóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunar- fræðingi og MBA. Þær selja vörur sínar til átta landa utan Íslands. - fbj Fengu þrenn bresk verðlaun: Tulipop fær viðurkenningar Hafa ekki verið beðin um að loka á Deildu og Piratebay Framkvæmdastjórar þriggja fjarskiptafyrirtækja hafa ekki verið beðnir um að loka fyrir aðgang að skráaskipta- síðunum Deildu og Piratebay. STEF segir umfang málsins ástæðuna og að haft verði samband við fyrirtækin. LAUNAKOSTNAÐUR MINNKAÐUR Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað í fyrra- dag að takmarka yfirvinnu starfsmanna. DEILDU.NET Nokkur fjar- skiptafyrirtæki hafa nú lokað á síðurnar en lögbann Sýslu- mannsins í Reykjavík nær eingöngu til þriggja fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er svo umfangs- mikið mál að við höfum bara verið að vinna í því að klára fyrst framkvæmdina gagnvart stóru fyrirtækjunum en þetta er á verkefnalistanum. Guðrún Björk Bjarnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.