Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 16
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16
Nordic Playlist í samstarfi við Símann og Spotify bjóða viðskiptavinum Símans,
með Sjónvarp Símans upp á tónleika með Ásgeiri Trausta í kvöld.
Bein útsending verður í Sjónvarpi Símans á rás 30 og 230 (HD) frá tónleikunum
og hefjast þeir kl. 18.00. Þú getur einnig horft á tónleikana í Tímaflakkinu.
Hlustaðu á Ásgeir Trausta á Spotify ásamt fjöldan allan af íslenskri tónlist.
Sex mánaða Spotify Premium áskrift fylgir Endalaust Snjallpökkum Símans.
nánar á siminn.is/nordic-playlist/
Ásgeir í beinni
í Sjónvarpi Símans
SKÓLAMÁL Börn í leikskólum og
grunnskólum í Kópavogi tóku í
gær þátt í göngu gegn einelti á
alþjóðlegum degi gegn einelti.
Tæplega átta þúsund tóku þátt í
göngu víðs vegar um bæinn.
„Við leitumst við á þessum
degi að leggja áherslu á mikil-
vægi þessara gilda sem við vilj-
um lifa eftir: sátt, samvinnu,
virðingu og trausti,“ segir Anna
Birna Snæbjörnsdóttir, sviðs-
stjóri menntasviðs Kópavogs-
bæjar.
Þetta er í annað sinn sem
gengið er gegn einelti í bænum.
Á skiltum sem börnin höfðu
útbúið og héldu á mátti meðal
annars sjá slagorð eins og: „Öll
dýrin í skóginum eiga að vera
vinir“, „Við líðum ekki einelti“,
og „Allir eru vinir“.
Markmið göngunnar er að
stuðla að jákvæðum sam skiptum
og vekja athygli á mikilvægi
vináttu og virðingar.
„Krakkarnir taka svo virkan
þátt og það er svo mikil gleði
sem fylgir þessu. Við erum
alveg sannfærð um að þetta
skili sér,“ segir Anna Birna.
Mikilvægt sé að byrja fræðslu
gegn einelti strax í leikskóla.
Þess vegna séu bæði leikskóla-
og grunnskólabörn með í göng-
unni. „Þar byrja samskiptin sem
við viljum rækta.“
- vh
Það á ekki að skilja aðra út undan
Um átta þúsund tóku þátt í eineltisgöngu í Kópavogi á alþjóðlegum eineltisdegi í gær. Skilar sér segir sviðsstjóri menntasviðs bæjarins.
EKKI SKILJA ÚT UNDAN Skilaboðin hjá börnunum voru skýr. Þau frábiðja sér einelti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VINÁTTA „Allir eru vinir“ stóð á skilti
þessu.
MIKILL FJÖLDI Börnin gengu fylktu liði
um götur bæjarins.
BÆJARSTJÓRINN MEÐ Ármann Kr. Ólafsson er upphafsmaður eineltisgöngunnar
sem farin var í fyrsta skipti í fyrra.
SAMSTAÐA Krakkarnir standa saman
gegn einelti.