Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 20
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Nú stendur yfir verkfall tónlistar- skólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leik- skólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistar- atriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðu- lega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóð- lega tónlistarheimi, bæði á klassíska svið- inu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrk- um út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dans- flokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ söng- inn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistar- flutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tón- listarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggj- um niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykja- vík og einnig á landsbyggðinni. Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveit- arfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlist- arskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöng- ur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plató skrif- aði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu …“ Aristóteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun.“ Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014. Er tónlistin óþörf eða er hún uppbyggjandi afl ? Í nýju fjármálafrumvarpi er vegið að lágtekjufólki eins og öryrkjum og eldri borgurum. Nokkur dæmi skulu nefnd hér: 1 Eigin kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er sá hæsti sem þekkist miðað við nágrannalönd (Health at a Glance, OECD 2013). Nefna má sérstaklega göngu- deildar meðferð vegna krabba- meins og lyfjameðferð með S- merktum lyfjum sem dýru verði eru keypt. Þess skal getið að krabbameinslyf á Norðurlöndum, Bretlandi og allflestum Mið-Evr- ópulöndum eru yfirleitt ókeypis eða að mestu öll niðurgreidd. Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisaukaþrepi, en í flestum Evrópulöndum eru lyfin oftast án virðis- aukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi. 2 Samkvæmt fyrr-nefndu frumvarpi hækkar virðisaukaskattur á matvæli úr 7% í 12%. Láglauna- fólk sem hér um ræðir greiðir hlutfallslega meira af ráðstöf- unartekjum í matarkaup en aðrir. Þetta eru staðreyndir frá Hag- stofu Íslands sem lítt reiknings- glöggir aðilar hafa dregið í efa! Fram hefur komið að fjármála- ráðuneytið hefur lækkað kostn- aðartölur Hagstofunnar um 30% við þessari umræðu (fulltrúi RÚV í okt. 2014). Á móti vonast ríkis- stjórnin m.a. til þess að afnám sykursskatts dragi úr verðhækk- unum. Er verið að boða óhollustu? Enn fremur er gefið í skyn að láglaunaþegar, m.a. eldri borg- arar, muni hefja stórinnkaup á raf tækjum s.s. heimilisvélum og flatskjáum! 3 Niðurskurður til starfs-endurhæfingar og stytting bótatímabils er aðför að m.a. öryrkjum. 4 Leiðrétting á ellilífeyris-greiðslum sem var helsta kosningaloforð beggja stjórnar- flokkanna 2013 virðist gleymd. Ellilaun eiga að taka mið af lægstu launum. Bætur ellilífeyris- þega hækkuðu um 3,5% um ára- mótin 2014 en lægstu laun um 5%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri hækkun 2015 en lægstu laun munu að öllum líkindum hækka um 5%. Því er beinlínis rangt greint frá í grein fjármála- ráðherra þann 3. október í Frétta- blaðinu þar sem því er haldið fram að hækkun ellilauna sé í takt við kaupmáttaraukninguna. 5 Hafinn er undirbúningur að því að auðvelda sjúklingum að leita aðstoðar á erlendum sjúkra- húsum ef biðtímar eftir að gerðum lengjast um of. Slíkar tillögur hafa oft komið fram en langt er síðan þeim var fleygt út af borð- um heilbrigðisyfirvalda. Ástæðan var mun dýrara vistunargjald á erlendum sjúkrahúsum en hér á landi. Mun hagstæðara er að draga úr biðtíma hér á landi eftir aðgerðum. Fyrrnefnd tillaga er því ekki skynsamleg. Aðför ríkisstjórnar að öryrkjum og eldri borgurum Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóð- fundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garð- inn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverð- laun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en eng- inn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur ann- arri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúd- entar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farn- ast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóð arinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu mennta- stofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það. Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Mennta- skólann í Reykjavík á sjöunda ára- tug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráða- menn í Reykjavík og menntamála- ráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslu- stofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskól- anum í Reykjavík fyrir útsjónar- semi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra sam- þykkti Alþingi viðbótarfjárveit- ingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrá- gang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremst- an í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið. MR er alltaf númer átján í röðinni Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfis- mál og málefni frum- byggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um fram- tíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfis mál eigi að vera í for- grunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal ann- ars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan við- ráðanlegra marka. Frum- byggjar áttu sinn höfuð- kynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frum- byggjum hafi liðið ágæt- lega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskil- yrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknar- innar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til full- trúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commiss- ioner for Human Rights) á ráð- stefnunni og afrit til Norðurslóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfis mála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svip- aðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggja- skóli væri ætlaður okkur „ekki- frumbyggjum“, jafnt háskóla- borgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskauts- landanna, ekki hér. Þannig kæm- ust mikilvæg viðhorf og kunn- átta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsam- lega nýtingu auðlinda og nauð- synlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér. UMHVERFIS- MÁL Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og áhugamaður um málefni norðurslóða Frumbyggjaskóli SÞ? MENNING Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur MENNTUN Benedikt Jóhannesson, formaður Hollvina félags MR Árni Indriðason, MR-ingur Birna Þórarinsdóttir, MR-ingur Brynjólfur Jónsson, MR-ingur Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, MR-ingur Halldór Kristjánsson, MR-ingur Kristín Heimisdóttir, MR-ingur Kristrún Heimisdóttir, MR-ingur Laufey Gunnarsdóttir, MR-ingur Ólafur Þorsteinsson, MR-ingur SAMFÉLAG Ólafur Ólafsson læknir ➜ Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisauka- þrepi, en í fl estum Evrópu- löndum eru lyfi n oftast án virðisaukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi. ➜ Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fi skveiði- málum). ➜ Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjöl- miðlum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.