Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 26
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Egill Eðvarðsson má ekkert vera að því að mæta í við-tal fyrr en eftir klukkan fjögur, hann er á fullu að stjórna upptökum á Hrað-fréttunum. Að því loknu kemur hann galvaskur, býður mér kaffi og spyr hvað mig langi eigin- lega að vita um hann. Svarið er ósköp einfalt: Allt bara. „Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og bjó þar þangað til ég varð stúdent frá MA árið 1967. Pabbi var ljósmyndari og mamma sá um heimilið eins og þá tíðkaðist. Eftir stúdentspróf fór ég í mynd- listarnám til Bandaríkjanna í eitt ár. Hélt reyndar að ég ætlaði að verða arkitekt en fékk hvergi inni í það nám en fékk Rótarý-styrk til að læra myndlist og fannst það svo skemmtilegt að þegar ég kom til baka innritaði ég mig í Mynd- lista- og handíðaskólann. Þremur árum síðar útskrifaðist ég svo sem myndlistarkennari. Hins vegar hef ég aldrei unnið við það því þremur mánuðum áður en ég kláraði það nám komu upplýsingar í skólann og Tónlistarskólann í Reykjavík um að Sjónvarpið væri að sækjast eftir ungum manni eða ungri konu sem hefði bæði myndlistar- og tónlistar- menntun. Ég hafði lært á píanó í sjö ár sem barn og unglingur og hafði náttúrulega myndlistarnámið. Á þessum tíma var ég nýkominn með fjölskyldu, konu og ungan son, og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Á þeim tíma fannst manni sjónvarp reyndar það hallærislegasta sem til var, það var algjörlega botninn. En ég hugsaði mér að ég myndi vinna í tvö þrjú ár og sjá fyrir fjölskyld- unni, fara síðan til Amsterdam í framhaldsnám í myndlistinni.“ Fyrsti þátturinn fíaskó Það var Jón Þórarinsson sem réð Egil til starfans sem upptökustjóri í Sjónvarpinu en það kom Agli mjög á óvart þar sem hann hafði stuttu áður gert sjónvarpsþátt með Kombói Þórðar Hall, þátt sem var svo avant garde að hann var aldrei sýndur og hefur nú verið fargað. „Þessi hljómsveit gekk út á upp- ákomur og skringilegheit og þegar Andrés Indriðason fékk okkur til að gera sjónvarpsþátt þá varð hann náttúrlega svo sérviskulegur og vit- laus að það náði engri átt. Við heimt- uðum að þátturinn yrði tólf og hálf mínúta, allur tekinn á eina vél sem væri tólf og hálfan metra frá okkur, við neituðum að spila, töluðum bara saman án míkrófóna og fengum alls kyns þjóðþekkt fólk til að koma og tala við okkur en ekkert sem sagt var mátti heyrast, það átti bara að spila tónlistina úr Sound of Music yfir allt saman. Eftir að ég var far- inn að vinna hér komst ég að því að þessi þáttur hefði verið lagður fyrir Jón og hann og Andrés hefðu tekið þá ákvörðun að þetta yrði ekki sýnt, skiljanlega. Þeim mun óskiljanlegra var að Jón skyldi ráða mig sem upp- tökustjóra en hann svaraði mér aldrei þegar ég spurði hvers vegna hann hefði valið mig.“ Þú verður aldrei listamaður Árin hjá Sjónvarpinu urðu heldur fleiri en Egill hafði áætlað í upphafi því þar er hann enn í fullu starfi, nærri fjörutíu og fjórum árum síðar, og hefur stjórnað mörgum af vinsælustu sjónvarpsþáttunum sem sýndir hafa verið á þessum tíma, auk þess að leikstýra tveimur kvik- myndum, Húsinu og Agnesi, og gera sjónvarpsmyndir. Hefur hann aldrei séð eftir því að halda ekki áfram í myndlistinni? „Ég hef reyndar allt- af málað, en þegar ég útskrifaðist árið 1971 þá sagði skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskólans, Hörður Ágústsson, nokkuð sem mér þótti heldur harkalegt þá en átti eftir að reynast rétt. Hann kallaði okkur hvert og eitt inn á skrifstofu til sín til að kveðja okkur og þegar kom að mér sagði hann hreint út að ég yrði aldrei listamaður, ég væri full- flinkur og fjölhæfur á svo mörgum sviðum að ég myndi aldrei festa mig við eitthvað eitt, en það væri nauðsynlegt til að ná árangri í list- inni. Ég man að ég kom pínulítið niðurbrotinn út úr þessu viðtali en mörgum árum seinna uppgötvaði ég hvað þetta var satt og rétt lesið hjá Herði. Ég er ekki og hef aldrei reynt að vera einhver listamaður, ég veit ekki einu sinni hvað það er, en það að flögra á milli ólíkra list- greina hefur einkennt mig alla tíð. Mér finnst svo óskaplega gaman að öllu, nema reyndar leiðindum, og er alveg óskaplega sáttur við líf mitt og það sem ég hef verið að vinna við.“ Mikið tómarúm Til marks um fjölhæfni Egils þegar kemur að listum er að þessa dag- ana er að koma út hans fyrsta bók, barnabók með vísum og teikningum eftir hann sjálfan. Hafa skriftirnar fylgt honum lengi? „Ég hef skrif- að kvikmyndahandrit, sjónvarps- kvikmyndir, barnamyndir og allt mögulegt, en ég hef aldrei skrifað bók. Þannig að á gamals aldri er ég enn að stíga í vænginn við eitthvað sem ég á kannski ekkert að vera að gera.“ Tilkoma bókarinnar á sér langa sögu, hófst fyrir tíu árum þegar tvö yngstu börn Egils fluttu til Englands með móður sinni. „Lang flestar vís- urnar í bókinni voru skrif aðar á árunum 2004 til 2006. Þá fór þáver- andi kona mín í nám til Bretlands og við urðum ásátt um það að börnin okkar tvö sem eru tvíburar, strákur og stelpa, fylgdu henni en ég yrði eftir hér heima með fimm- tán ára gamlan son minn af fyrra hjónabandi sem hún hafði gengið í móðurstað. Fljótlega eftir að hún fór út varð það úr að við ákváðum að skilja og mikið tómarúm myndaðist í lífi mínu. Þetta var þriðja hjóna- bandið mitt, þriðja fjölskyldan mín og ég hafði ekki séð annað fyrir en að loks væri ég kominn heill í höfn. Ég á sex börn sem ég tengist öllum náið og held ég sé mikill fjölskyldu- maður og þokkalegur pabbi, þannig að þessi skilnaður var mikið tilfinn- ingalegt áfall fyrir mig. Ég óttaðist að missa sambandið við börnin, sem á þessum tíma voru bara fjög- urra ára, þannig að ég fór að skrifa þeim alls kyns sögur og lítil ævin- týri þar sem þau voru oftast aðal- persón urnar og fljótlega þróaðist þetta þannig að ég fór að senda þeim litlar vísupútur sem ég hafði hnoð- að saman. Ég hafði aldrei skrifað neinar vísur eða neitt í þá veru áður, en fannst eins og þetta væri leið til að halda nánu sambandi við börnin. Þetta voru eins konar flöskuskeyti milli landa. Við þetta myndaðist ein- hver strengur okkar á milli sem mér fannst vera svo mikilvægur þannig að ég gekkst upp í þessu, án þess að vera nokkuð að velta því fyrir mér hvort eitthvað væri varið í þessar vísur eða ekki, þetta var bara okkar á milli.“ Minnist vinkonu Nú tíu árum síðar er hluti vísnanna kominn út í bókinni Ekki á vísan að róa ásamt teikningum sem Egill gerði við þær, hvernig kom það til? „Þessar vísur féllu nú í gleymsku Við heimtuðum að þátturinn yrði tólf og hálf mínúta, allur tekinn á eina vél sem væri tólf og hálfan metra frá okkur, við neituðum að spila, töluðum bara saman án míkrófóna. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífinu. Meðan hann beið eftir svari frá forlaginu um útgáfu bókarinnar uppgötvaðist að hjarta hans var stíflað á ellefu stöðum en hann segist aldrei hafa kennt sér meins, bara haldið að hann væri orðinn latur. Í VINNUSTOFUNNI „Þegar kom að mér sagði hann hreint út að ég yrði aldrei listamaður …“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.