Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 46
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 46
Möguleikar sýndar-veruleika hafa lengi verið tald-ir nærri því enda-lausir. Kvikmyndir og sjónvarpsþætt-
ir hafa fjallað um þróun og áhrif
hans á mannkynið. Marga dreymir
um að ganga um fjarlæga og jafn-
vel ímyndaða staði í stofunni sinni.
Að stýra geimskipum og að berjast
við vonda karla og skrímsli. Þróun
sýndarveruleika virðist nú stefna
í þessa átt, en það hefur hún svo
sem gert áður.
Ekki í fyrsta sinn
Fyrsta sýndarveruleikafyrirtæk-
ið var stofnað árið 1985 og innan
nokkurra ára hafði það þróað
sýndarveruleikabúnað og hanska
sem nota átti í tölvuleikjum. Árið
1991 tilkynnti Sega um sams konar
búnað fyrir leiki sína og fyrirtæk-
ið Virtuality setti búnað sinn á
markað. Árið 1992 var almenning-
ur orðinn spenntur fyrir sýndar-
veruleika og fjallað var um hann í
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Búnaðurinn náði hins vegar
aldrei mikilli útbreiðslu. Hann
þótti of dýr og stóðst ekki vænt-
ingar neytenda. Sýndarveruleiki
var svo gott sem horfinn úr minni
fólks í lok ársins 1995. Síðan þá
hefur þó margt breyst.
Sýndarveruleiki í daglegt líf
Árið 2011 þróaði Palmer Luckey,
þá átján ára gamall, fyrstu útgáfu
af Oculus-sýndarveruleikabún-
aði sínum í bílskúr foreldra sinna.
Fljótlega fóru fjárfestar að sýna
vinnu hans áhuga og fyrirtæki
hans stækkaði hratt. Mark Zucker-
berg, stofnandi og framkvæmda-
stjóri Facebook, var margorður
um möguleika sýndarveruleika
og að hann vildi færa hann inn í
daglegt líf fólks. Með Oculus væri
hægt að horfa á íþróttaleiki eins
og þú sætir á hliðarlínunni, sækja
skóla úr stofunni eða fara til lækn-
is með því að setja upp gleraugun.
„Sýndarveruleiki var eitt sinn
draumur vísindaskáldskapar. Það
var internetið einu sinni einnig og
tölvur og snjallsímar,“ segir Zuck-
erberg.
Slegist um toppinn
Tvö fyrirtæki standa nú fremst
af öllum í þróun sýndarveruleika;
Oculus með búnað sinn Oculus Rift
og Sony með Project Morpheus.
Framkvæmdastjóri Oculus
varaði Sony á ráðstefnu í Dublin
nýverið við því að setja sýndar-
veruleikabúnað sinn á markað áður
en fyrirtækið væri tilbúið að fullu.
Ljóst er að þróun sýndarveru-
leika er hraðari nú en hún var á
tíunda áratuginum og sannkall-
aðir tæknirisar hafa sett gífurlega
fjármuni í þróun sýndarveruleika
á undanförnum árum. Samhliða
frekari þróun internetsins og hrað-
ari tengingum eru möguleikar
sýndarveruleika nánast ótakmark-
aðir. Margir hverjir líta á það sem
tímaspursmál hvenær sýndarveru-
leiki verður hluti af okkar daglega
lífi. Hins vegar er mögulegt að þið
munið lesa sambærilega grein eftir
önnur tuttugu ár um það hvernig
sýndarveruleiki muni breyta dag-
legu lífi ykkar á næstu árum.
Ýtarlegri dóm má
fi nna á Vísi.is
visir.is
Samúel Karl
Ólason
samuel@frettabladid.is
Framtíðin snúin aftur
Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum.
Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks.
Sýndarveruleiki var
eitt sinn draumur vísinda-
skáldskaps. Það var inter-
netið einu sinni einnig og
tölvur og snjallsímar.
Mark Zuckerberg.
LANGAR RAÐIR Sýndarveruleiki er gífurlega vinsæll meðal áhugamanna sem keppast um að prófa tækin á tæknisýningum víða
um heim. NORDICPHOTOS/AFP
MAIL
Klassískt!
FACEBOOK
Gott að vera vel tengdur á sam-
félagsmiðlunum.
VEÐUR
Veðurstofa Íslands er með fínt
app, alveg ókeypis.
DUALINGUA
heitir tungumálaforrit sem
ég hlóð niður til að rifja upp
þýsku fyrir Berlínarferð í
sumar, um árangurinn hafa
fæst orð minnsta ábyrgð!
Forritinu er samt ekki um
að kenna …
GOOGLE MAPS
Er með þetta og er sagt að þetta virki, er
samt týpan sem geng um með risastórt
pappírskort og villist reglulega …
STRÆTÓ
Strætó bs. er með frábært app til að finna
strætó hvenær og hvar sem er.
NOTES
Einföld leið til að skrifa eitthvað hjá sér í
flýti.
TUNEIN RADIO
Hér má finna nærri allar útvarpsstöðvar
heims, þar á meðal frábær almannaútvörp
eins og RÚV á Íslandi, NPR í Bandaríkj-
unum og BBC í Bretlandi.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI.
ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI.
HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU
UPPÁHALDS
ÖPPIN8
Katrín
Jakobsdóttir
formaður
Vinstrihreyf-
ingarinnar
- græns
framboðs
3G 9:41 AM
Dualingua Veður Notes
Facebook Mail Google Maps Strætó
Tunein Radio
NÝR VÍGVÖLLUR Þegar jörðin verður
óbyggileg snýr mannkynið sér að nýrri
plánetu.
CIVILIZATION
BEYOND EARTH ★★★★ ★
PC HERKÆNSKA
Beyond Earth er nýjasti leikurinn í
hinni 23 ára gömlu Civilization-seríu.
Að þessu sinni, og reyndar ekki í
fyrsta sinn, er litið til nýrrar byrjunar
mannkyns á nýrri plánetu. Hann
er einn af þeim betri í seríunni.
Leikurinn er skemmtilegur og
nýjar plánetur forvitnilegar. Beyond
Earth er þó alls ekki gallalaus. Þá er
nokkuð um nýjungar og þá sérstak-
lega varðandi vísindarannsóknir og
heri. Tækniþróun þjóða gengur ekki
lengur út á að fylgja stiga frá þróun
hjólsins til kjarnaorku, heldur er hún
sett upp í rós þar sem unnið er út
frá miðjunni. Það býður upp á aukið
frelsi og mismunandi áherslur þjóða.
Í stað villimanna, sem flestir sem
áður hafa spila Civilization muna
eftir, eru það nú geimverur sem
plaga leikmenn. Þær koma sér upp
hreiðrum á ýmsum svæðum þar sem
þeim fjölgar hratt. Þá skamma hinar
þjóðirnar þig ef þú ræðst of mikið
gegn geimverunum.
Civilization: Beyond Earth er
leikur sem aðdáendur leikja Sid
Meiers eiga ekki að láta fram hjá
sér fara og auðvelt er að tapa tölu á
klukkutímunum sem fara í leikinn.
Samúel Karl Ólason.
Ný tækifæri á
nýjum heimi