Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 46
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 46 Möguleikar sýndar-veruleika hafa lengi verið tald-ir nærri því enda-lausir. Kvikmyndir og sjónvarpsþætt- ir hafa fjallað um þróun og áhrif hans á mannkynið. Marga dreymir um að ganga um fjarlæga og jafn- vel ímyndaða staði í stofunni sinni. Að stýra geimskipum og að berjast við vonda karla og skrímsli. Þróun sýndarveruleika virðist nú stefna í þessa átt, en það hefur hún svo sem gert áður. Ekki í fyrsta sinn Fyrsta sýndarveruleikafyrirtæk- ið var stofnað árið 1985 og innan nokkurra ára hafði það þróað sýndarveruleikabúnað og hanska sem nota átti í tölvuleikjum. Árið 1991 tilkynnti Sega um sams konar búnað fyrir leiki sína og fyrirtæk- ið Virtuality setti búnað sinn á markað. Árið 1992 var almenning- ur orðinn spenntur fyrir sýndar- veruleika og fjallað var um hann í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Búnaðurinn náði hins vegar aldrei mikilli útbreiðslu. Hann þótti of dýr og stóðst ekki vænt- ingar neytenda. Sýndarveruleiki var svo gott sem horfinn úr minni fólks í lok ársins 1995. Síðan þá hefur þó margt breyst. Sýndarveruleiki í daglegt líf Árið 2011 þróaði Palmer Luckey, þá átján ára gamall, fyrstu útgáfu af Oculus-sýndarveruleikabún- aði sínum í bílskúr foreldra sinna. Fljótlega fóru fjárfestar að sýna vinnu hans áhuga og fyrirtæki hans stækkaði hratt. Mark Zucker- berg, stofnandi og framkvæmda- stjóri Facebook, var margorður um möguleika sýndarveruleika og að hann vildi færa hann inn í daglegt líf fólks. Með Oculus væri hægt að horfa á íþróttaleiki eins og þú sætir á hliðarlínunni, sækja skóla úr stofunni eða fara til lækn- is með því að setja upp gleraugun. „Sýndarveruleiki var eitt sinn draumur vísindaskáldskapar. Það var internetið einu sinni einnig og tölvur og snjallsímar,“ segir Zuck- erberg. Slegist um toppinn Tvö fyrirtæki standa nú fremst af öllum í þróun sýndarveruleika; Oculus með búnað sinn Oculus Rift og Sony með Project Morpheus. Framkvæmdastjóri Oculus varaði Sony á ráðstefnu í Dublin nýverið við því að setja sýndar- veruleikabúnað sinn á markað áður en fyrirtækið væri tilbúið að fullu. Ljóst er að þróun sýndarveru- leika er hraðari nú en hún var á tíunda áratuginum og sannkall- aðir tæknirisar hafa sett gífurlega fjármuni í þróun sýndarveruleika á undanförnum árum. Samhliða frekari þróun internetsins og hrað- ari tengingum eru möguleikar sýndarveruleika nánast ótakmark- aðir. Margir hverjir líta á það sem tímaspursmál hvenær sýndarveru- leiki verður hluti af okkar daglega lífi. Hins vegar er mögulegt að þið munið lesa sambærilega grein eftir önnur tuttugu ár um það hvernig sýndarveruleiki muni breyta dag- legu lífi ykkar á næstu árum. Ýtarlegri dóm má fi nna á Vísi.is visir.is Samúel Karl Ólason samuel@frettabladid.is Framtíðin snúin aftur Tæknifyrirtæki hafa sett mikið fjármagn í þróun sýndarveruleikabúnaðar á undanförnum árum. Leikir eru þó einungis byrjunin og stefnt er að því að innleiða sýndarveruleika í daglegt líf fólks. Sýndarveruleiki var eitt sinn draumur vísinda- skáldskaps. Það var inter- netið einu sinni einnig og tölvur og snjallsímar. Mark Zuckerberg. LANGAR RAÐIR Sýndarveruleiki er gífurlega vinsæll meðal áhugamanna sem keppast um að prófa tækin á tæknisýningum víða um heim. NORDICPHOTOS/AFP MAIL Klassískt! FACEBOOK Gott að vera vel tengdur á sam- félagsmiðlunum. VEÐUR Veðurstofa Íslands er með fínt app, alveg ókeypis. DUALINGUA heitir tungumálaforrit sem ég hlóð niður til að rifja upp þýsku fyrir Berlínarferð í sumar, um árangurinn hafa fæst orð minnsta ábyrgð! Forritinu er samt ekki um að kenna … GOOGLE MAPS Er með þetta og er sagt að þetta virki, er samt týpan sem geng um með risastórt pappírskort og villist reglulega … STRÆTÓ Strætó bs. er með frábært app til að finna strætó hvenær og hvar sem er. NOTES Einföld leið til að skrifa eitthvað hjá sér í flýti. TUNEIN RADIO Hér má finna nærri allar útvarpsstöðvar heims, þar á meðal frábær almannaútvörp eins og RÚV á Íslandi, NPR í Bandaríkj- unum og BBC í Bretlandi. FÆST Í NÆSTA APÓTEKI HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU UPPÁHALDS ÖPPIN8 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs 3G 9:41 AM Dualingua Veður Notes Facebook Mail Google Maps Strætó Tunein Radio NÝR VÍGVÖLLUR Þegar jörðin verður óbyggileg snýr mannkynið sér að nýrri plánetu. CIVILIZATION BEYOND EARTH ★★★★ ★ PC HERKÆNSKA Beyond Earth er nýjasti leikurinn í hinni 23 ára gömlu Civilization-seríu. Að þessu sinni, og reyndar ekki í fyrsta sinn, er litið til nýrrar byrjunar mannkyns á nýrri plánetu. Hann er einn af þeim betri í seríunni. Leikurinn er skemmtilegur og nýjar plánetur forvitnilegar. Beyond Earth er þó alls ekki gallalaus. Þá er nokkuð um nýjungar og þá sérstak- lega varðandi vísindarannsóknir og heri. Tækniþróun þjóða gengur ekki lengur út á að fylgja stiga frá þróun hjólsins til kjarnaorku, heldur er hún sett upp í rós þar sem unnið er út frá miðjunni. Það býður upp á aukið frelsi og mismunandi áherslur þjóða. Í stað villimanna, sem flestir sem áður hafa spila Civilization muna eftir, eru það nú geimverur sem plaga leikmenn. Þær koma sér upp hreiðrum á ýmsum svæðum þar sem þeim fjölgar hratt. Þá skamma hinar þjóðirnar þig ef þú ræðst of mikið gegn geimverunum. Civilization: Beyond Earth er leikur sem aðdáendur leikja Sid Meiers eiga ekki að láta fram hjá sér fara og auðvelt er að tapa tölu á klukkutímunum sem fara í leikinn. Samúel Karl Ólason. Ný tækifæri á nýjum heimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.