Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 50
KYNNING − AUGLÝSINGRúm & sængurföt LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 20144
Birna Katrín Ragnarsdóttir hjá RB-rúmum segir að veg na uppbygg i nga r í
ferðaþjónustu og f jölgunar á
hótelherbergjum á landinu hafi
starfsmenn RB-rúma lagt dag
við nótt til að anna eftirspurn
eftir rúmum. „Í fyrra seldum
við hátt í fimm þúsund rúm til
hótela og gistiheimila,“ segir
Birna en fyrirtækið hefur verið í
fararbroddi í þróun og framleiðslu
springdýna í rúm sjötíu ár. Þá
býður fyrirtækið upp á mikið
úrval af rúmgöflum, náttborðum
og rúmfatakistlum. „Áklæði, eins
og velúr- og pluss áklæði, eru að
koma í stað leðurlíkis og þungur
stíll er að ryðja sér til rúms á ný.
Dökkir vetrarlitir eru vinsælir
um þessar mundir og við erum
að fá mikið úrval fallegra áklæða
í rúmgaflana,“ segir Birna.
Gæði og gott úrval
„RB-rúm er eina fyrirtækið á
landinu sem framleiðir rúm og
springdýnur frá grunni. Við leggj-
um mikla áherslu á gæði og gott
úrval. Við erum með fimm teg-
undir af springdýnum og fjóra
stíf leika allt eftir þörfum við-
skiptavinarins. Þess utan erum
við eina þjónustufyrirtækið sem
býður endurhönnun á springdýn-
um eftir áralanga notkun,“ segir
Birna. „Við ráðleggjum fólki að
nota alltaf yfirdýnu því hún hlíf-
ir dýnunum. Til að hægt sé að
endur hanna dýnuna þarf hún
að vera hrein. Mjög mikið hefur
verið um að fólk láti yfirfara dýn-
urnar undanfarin ár og eiginlega
má tala um sprengingu í þeim
efnum.“
Fallegar gjafavörur
Hjá RB-rúmum er f jölbrey tt
úrval fallegra jólagjafa, glæsileg
sængurverasett og handklæði frá
Esprit, Yankee Candle-kerti með
jólailmi og fallegar gjafavörur frá
Scintilla svo sem handklæði, kerti
og sængurfatnaður.
RB-rúm hefur alla tíð verið
staðsett í Hafnarfirði. Á heima-
síðu fyrirtækisins, rbrum.is er
hægt að kynna sér vöruúrval og
þar er hægt að setja inn pöntun.
Þá hefur Facebook-síða fyrirtæk-
isins verið mjög virk. Þar birtast
myndir af nýjum vörum og hægt
er að fá upplýsingar um verð. „Við
erum með fjölbreytt úrval af fal-
legum rúmteppum og púðum,“
segir Birna og bætir því við að
ávallt sé lögð áhersla á gott verð
hjá versluninni. Verslunin RB-
rúm er til húsa að Dalshrauni 8,
Hafnarfirði og síminn er 555 0397.
Vandaðar jólagjafir hjá RB-rúmum
RB-rúm í Hafnarfirði hóf rekstur árið 1943. Fyrirtækið framleiðir mikið af rúmum fyrir hótel- og gistiheimili um allt land auk þess
að þjóna einstaklingum. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Þá er mikið úrval sængurverasetta og gjafavara.
Framleiðslan er öflug hjá
RB-rúmum í Hafnarfirði.
RB-rúm er eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir rúm og
springdýnur frá grunni.
Á síðasta ári seldi RB-rúm hátt í fimm þúsund rúm til hótela og
gistihúsa.
Hjá RB-rúmum eru ekki eingöngu vönduð rúm heldur einnig
rúmgaflar, náttborð og rúmfatakistlar.
RB-rúm hafa
alla tíð verið í
Hafnarfirði.
RB-rúm býður
upp á endur-
hönnun á springdýnum
eftir áralanga notkun.
MYNDIR/GVA