Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 54
FÓLK|HELGIN
Eplaskífurnar draga nafn sitt af
því að áður fyrr var um að ræða
eplasneiðar sem dýft var í deig
og þær síðan steiktar. Í tímans
rás hafa eplin hins vegar horfið
úr sumum uppskriftanna en
nafnið haldið sér.
Hér fylgir hefðbundin upp-
skrift af matarblogginu gulur-
raudurgraennogsalt.com með
eplum og öllu. Það er um að
gera að prófa en þess ber þó að
geta að nauðsynlegt er að nota
hólfaða steikarpönnu. Þær fást í
mörgum búsáhaldaverslunum.
DÁSAMLEGAR & DANSKAR
EPLASKÍFUR
1 grænt epli, skorið í litla bita
kanilsykur
250 g hveiti
fínrifinn börkur af einni sítrónu
1 msk. sykur
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
3 egg
400 ml súrmjólk
50 g bráðið smjör til steikingar
1. Látið eplabitana í skál með kanil-
sykri. Blandið vel saman og takið
til hliðar.
2. Hrærið öllum hinum hráefn-
unum, nema smjörinu, saman í
skál. Hér er gott að leyfa deiginu að
standa aðeins þannig að sítrónan
nái að skila sínu ferska bragði.
3. Hitið pönnuna á meðalhita og
penslið smjöri í holurnar.
4. Hellið deigi í um það bil 3/4
hluta af holunni. Stingið eplabita í
miðjuna.
5. Þegar komin er skorpa að neðan
er þeim snúið við með grill pinna
eða gaffli. Gert nokkrum sinnum
þar til skorpan er stökk og gullin og
eplaskífan örugglega bökuð í gegn.
6. Látið feiti reglulega í holurnar
á milli umganga þannig að epla-
skífurnar festist ekki við pönnuna.
7. Setjið eplaskífurnar á fat eða í
skál og stráið flórsykri yfir þær með
sigti.
8. Berið fram með góðri sultu og
jafnvel jólaglöggi.
ÞJÓFSTARTAÐU
AÐVENTUNNI
Eplaskífur tilheyra aðventunni hjá Dönum en
þær eru oft bornar fram með jólaglöggi. Deigið
er bragðbætt með sítrónuberki og kanelhúðuðum
eplabitum og skífurnar borðaðar með sultu.
ÓRJÚFANLEGUR HLUTI AF AÐVENTU
DANA Sumir geta ekki hugsað sér að-
ventuna án þess að bragða eplaskífur.
Sextánda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hófst í Reykjavík á miðvikudag og
stendur yfir fram á sunnudag.
Hátíðin er fyrir löngu búin að
festa sig í sessi sem einn stærsti
tónleika- og menningarviðburður
ársins í Reykjavík og laðar hann til
sín sífellt fleiri erlenda ferðamenn.
Gestir, starfsmenn og listamenn
eru rúmlega 8.000 en uppselt var
á hátíðina fyrir mörgum mánuðum
að sögn Egils Tómassonar, sem
starfað hefur við tónlistarhátíðina
síðan árið 2000. Að hans sögn er
tvennt sem helst einkennir Iceland
Airwaves; frábær íslensk tón-
listarsena og fjölbreyttur hópur
innlendra og erlendra gesta sem í
sameiningu eiga stærstan þátt í að
búa til þá frábæru stemningu sem
ríkir á tónlistarhátíðinni.
„Án þessara frábæru íslensku
hljómsveita væri Iceland Air waves
vafalaust ekki til. Það er alveg
ótrúlegt hvað þetta litla land á
mikið af frjóum og spennandi tón-
listarmönnum og stærstur hluti
þeirra hefur spilað á hátíðinni
undanfarin ár. Hinn þátturinn snýr
að gestum hátíðarinnar en erlend-
um gestum hefur fjölgað mikið
undanfarin ár. Í ár eru um 60% há-
tíðargesta erlendir og mynda þeir
ásamt heimamönnum ótrúlega
skemmtilegan hóp sem virðist
sækja hátíðina af réttri ástæðu; til
að njóta sín og upplifa nýja tónlist
sem þeir hafa ekki heyrt áður.
Það er alveg stórmerkilegt hvað
stemningin og umgengnin er góð
því margir tónleikastaðanna eru
litlir og álagspunktarnir margir.“
Hlutverk Egils á hátíðum undan-
farinna ára er fjölbreytt og engir
tveir dagar eins. „Ég ber starfs-
titilinn „production manager“ og
starfið er fjölbreytt. Það snýr til
dæmis að bókunum listamanna,
samskiptum við þá og hinum
ýmsu ólíku verkefnum. Það er lítill
hópur fólks sem vinnur að hátíð-
inni og þótt allt sé í föstum skorð-
um þurfa allir að vera tilbúnir
að stökkva í óvænt verkefni sem
koma upp.“ Auk þess að starfa
fyrir hátíðina hefur Egill sjálfur
komið fram á henni með sveitum á
borð við Singapore Sling, Dr. Mist-
er & Mr. Handsome og Vínil.
Þótt skipulag Iceland Airwaves
gangi yfirleitt vel gengur á ýmsu
bak við tjöldin eins og tíðkast um
sambærilegar hátíðir. „Starfsmenn
eru á fullu allan sólarhringinn á
meðan hátíðin stendur yfir. Ég er
ekki viss um að allir átti sig á um-
fangi hennar og þeirri miklu vinnu
sem þarf að inna af hendi. Þetta
eru endalaus smáatriði sem þarf
að huga að, bæði mánuðina fyrir
hátíðina sjálfa og á meðan hún
stendur yfir. En þetta eru bara
verkefni sem þarf að vinna, það
gerist ekkert af sjálfu sér.“
SÆKJA HÁTÍÐINA
AF RÉTTRI ÁSTÆÐU
ICELAND AIRWAVES Frábær íslensk tónlistarsena og góður hópur innlendra
og erlendra gesta mynda frábæra stemningu í borginni þessa dagana.
STUÐBOLTAR FM Belfast gerði allt
vitlaust í Gamla bíói. MYND/SIGGI
FRÁBÆR STEMNING Meirihluti hátíðargesta eru útlendingar sem setja skemmtilegan
svip á Iceland Airwaves. MYND/SIGGI
SKRAUTLEG dj. flugvél og geimskip spiluðu á Húrra á miðvikudaginn.
MYND/RÚNAR SIGURÐUR SIGURJÓNSSON
FERSKT PASTA TILBÚIÐ Á
ÖRFÁUM MÍNÚTUM