Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 56
FÓLK|HELGIN
Heimir Einarsson smiður hefur sautján ára reynslu af líkamsrækt og einkaþjálfun. „Ég kenni fólki að æfa og breyta viðhorfi sínu
gagnvart æfingum,“ segir Heimir sem hefur eigin stíl
við æfingar. „Ég æfi eftir því hvernig mér líður hverju
sinni. Ég vil taka tillit til þess sem hugurinn segir
mér um hvernig best sé að beita líkamanum án þess
að skaða hann. Ég er því ekki stífur á æfingapró-
gramm heldur breyti eftir því hvernig mér líður. Ef
mig langar ekki að æfa fætur einn daginn þá æfi ég
bara eitthvað annað í staðinn. Með þessu móti hef
ég komist í gegnum öll þessi ár án þess að skaða mig
nokkurn tímann,“ upplýsir Heimir. Hann æfir sjálfur
fjórum til fimm sinnum í viku og tekur fólk í einka-
þjálfun samhliða.
Mataræði skiptir Heimi miklu máli og þegar
Quang Le hafði samband við hann í sumar um að
gerast styrktaraðili hans varð Heimir mjög ánægður.
„Ég hef borðað á veitingastaðnum Pho síðan í sumar
og líkar mjög vel við matinn. Hann er léttur og gefur
góða orku, er ferskur og maður finnur ekki fyrir
neinum þyngslum. Maður getur hreinlega borðað og
farið beint á æfingu,“ segir Heimir glaðlega.
Ekki sakar að Pho er ekta víetnamskur staður.
Heimir þekkti ekki til víetnamskrar matargerðar
áður en hann fór að borða á Pho en maturinn kom
honum skemmtileg á óvart. „Ég hélt að hann væri
sterkari en það er einmitt gert ráð fyrir að maður
ráði styrkleikanum dálítið sjálfur, því á öllum borð-
um eru nokkrar tegundir af sósum sem má bæta út
á matinn,“ lýsir Heimir og segir víetnamskan mat
henta öllum.
„Le leggur áherslu á að nota aðeins fersk hráefni
enda finnur maður það í matnum. Hann flytur allt
hráefni inn sjálfur sem er jákvætt og þá eru skammt-
arnir vel útilátnir,“ segir Heimir og hrósar þjónust-
unni í hástert.
Heimir æfir í World Class og því er staðsetning
Pho á Suðurlandsbraut 8 tilvalin. „Pho er á mjög
fínum stað fyrir þá sem æfa í World Class.“
ORKURÍKUR, FERSKUR, LÉTTUR
OG BRAGÐGÓÐUR MATUR
ELSKAR VÍETNAMSKAN MAT Heimir Einarsson, einkaþjálfari og smiður, borðar reglulega á víetnamska veitingastaðnum Pho.
Hann segir matinn léttan en orkuríkan og henta sérstaklega vel fyrir og eftir ræktina.
ÁNÆGÐUR MEÐ MATINN Heimir Einarsson borðar reglulega á Pho og hefur heillast
af víetnömskum mat sem hann segir henta sérlega vel fyrir þá sem huga að hollu
mataræði. MYND/VALLI
Pho var fyrsti víetnamski veitingastaðurinn sem opnaður var á Íslandi. Við opnuðum hann fyrst fyrir fjórum árum en seldum hann og opnuðum
glænýjan stað hér á Suðurlandsbraut 8 fyrir hálfum
mánuði. Það er frábært enda alveg við hliðina á hinu
fyrirtækinu mínu, Vietnam Market,“ segir Quang Le.
Hann segir Íslendinga smám saman vera að upp-
götva kosti víetnamskrar matargerðar. „Þeir Íslend-
ingar sem hafa komið til okkar eru afar ánægðir og
koma aftur og aftur,“ segir hann glaðlega. Stór hluti af
gestum Pho eru ferðamenn. „Þeir þekkja vel til matar-
ins og vita að hann er bæði hollur og góður.“
ÓSVIKINN VÍETNAMSKUR MATUR
Tveir lærðir kokkar frá Víetnam sjá um matreiðsluna á
Pho. „Maturinn er mjög hollur líkt og almennt er með
víetnamskan mat. Þá notum við aðeins ferskt hráefni
í alla okkar rétti,“ segir Le og bendir á að víða í fjöl-
miðlum, meðal annars á CNN, hafi verið fjallað um
hollustu víetnamskrar matargerðar. Þótt stutt sé síðan
Pho var opnaður á Suðurlandsbraut er fólk þegar búið
að uppgötva staðinn. „Í gær var hér fullt út úr dyrum
og fólk þurfti að bíða eftir borði,“ segir Le en bendir á
að einnig sé vinsælt að kaupa mat til að taka með sér.
Le hefur margra ára reynslu af matvælabransanum.
„Fjölskylda mín hefur verið í matvælaiðnaðinum í
marga áratugi í Víetnam og þar starfaði ég áður en ég
flutti til Íslands.“
ALLT TIL ASÍSKRAR MATARGERÐAR
Le flutti til Íslands fyrir rúmum tíu árum og á í dag
þrjú fyrirtæki: veitingastaðinn Pho, þrifþjónustuna Vy
þrif sem hann stofnaði fyrir sjö árum og síðan versl-
unina Vietnam Market að Suðurlandsbraut 6.
Hann segir marga Íslendinga versla í Vietnam Mar-
ket. „Margir Íslendingar hafa ferðast til Kína og ann-
arra Asíulanda og vilja elda slíkan mat heima hjá sér.
Hér geta þeir fengið öll hráefni til að elda asískan mat,
ekki aðeins víetnamskan mat,“ útskýrir Le og bendir á
að í versluninni megi finna hráefni í rétti frá Taílandi,
Indlandi, Singapúr, Malasíu, Filippseyjum og mörgum
fleiri löndum. „Við erum til dæmis með mikið úrval
af indversku kryddi en einnig með ferskt grænmeti á
borð við chili sítrónugras og engifer.“
Nánari upplýsingar: www.pho.is, www.vy.is
og á Facebook undir Vietnam Market
HOLLIR RÉTTIR
FRÁ VÍETNAM
PHO VIETNAMESE RESTAURANT OG VIETNAM MARKET KYNNA
Víetnamski veitingastaðurinn Pho Vietnamese Restaurant var opnaður nýlega
að Suðurlandsbraut 8, við hliðina á Vietnam Market. Víetnamskur matur er
afar ljúffengur en ekki síður mjög hollur. Ferðamenn eru duglegir að sækja
veitingastaðinn en að sögn eigandans, Quang Le, eru Íslendingar smám sam-
an að uppgötva kosti víetnamskrar matargerðar.
EIGAND-
INN
Quang
Le ásamt
starfs-
mönnum
á veitinga-
staðnum
Pho Viet-
namese
Rest-
aurant á
Suður-
lands-
braut 8.
VIETNAM MARKET
Í versluninni má finna allt
hráefni til asískrar matar-
gerðar.