Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 66
| ATVINNA |
Starf rektors felur meðal annars í sér:
• Rektor er formaður háskólaráðs sem fer með æðsta
ákvörðunarvald innan háskólans.
• Rektor fer með framkvæmd á stefnu háskólans og mótar lifandi
kennslu- og rannsóknarstarf undir merkjum hans.
• Rektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans sem og talsmaður
hans.
• Rektor ber ábyrgð á rekstri og starfsemi háskólans, þ.m.t
ráðningar- og fjármálum allra eininga skólans.
• Rektor ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær
séu samþykktar af háskólaráði.
• Rektor ber ábyrgð á öflugri liðsheild skólans, faglegu samstarfi
og samskiptum innan skólans og út á við.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.
• Reynsla á sviði fjármála og rekstrar og stjórnunar.
• Reynsla af stefnumótunarvinnu og hæfileiki til að móta og
miðla framtíðarsýn.
• Doktorspróf eða sambærileg menntun.
Umsóknarfrestur er til 5. desember n.k.
Umsóknir berist Mennta- og menningarmálaráðuneytinu merktar:
Umsókn um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ekki
er notað staðlað umsóknaeyðublað. Umsóknir og fylgigögn skal
einnig senda á rafrænuformi eftir því sem unnt er á
netfangið postur@mrn.is.
Umsókn skal fylgja:
• Greinargerð um náms- og starfsferil.
• Staðfest eintök af öllum viðeigandi prófskírteinum.
• Tilnefna skal þrjá meðmælendur, æskilegt er að einn þeirra sé
næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda.
Gert er ráð fyrir að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í
embætti rektors til fimm ára frá og með 1. janúar 2015 samkvæmt
tilnefningu háskólaráðs. Háskólaráð tilnefnir þrjá menn í valnefnd
til að meta hæfni umsækjenda skv. 1. mgr. 18. gr. laga um háskóla,
nr. 63/2006.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur vítt starfssvið, framundan eru mörg spennandi verkefni og stefnumótunarvinna þar sem
margvísleg reynsla og menntun kemur að notum. Hæfni umsækjenda um embætti rektors skal metin í ljósi heildarmats, m.a.
með tilliti til rekstrar- og stjórnunarreynslu, vísindastarfa, ferils sem háskólakennari eða í öðrum störfum og með tilliti til þess
hversu menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starfi rektors.
Um laun rektors fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.
Nánari upplýsingar veitir Björn Þorsteinsson rektor.
Embætti rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands
er laust til umsóknar.
Landbúnaðarháskóli Íslands er leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun
á sviði náttúruvísinda, auðlinda- og umhverfisfræða og landnýtingar. Rannsóknir
eru drifkraftur starfsins. Nemendur fá vandaða og gagnlega menntun, sem byggir
á gagnrýnni hugsun, sjálfstæðum vinnubrögðum og færni. Skólinn býður fram
kjöraðstæður til náms og starfa. Vísindamenn skólans vinna náið með öðrum
háskólum og rannsóknastofnunum að kennslu og rannsóknum. Þjóðfélagið leitar
til skólans í ríkum mæli við lausn á aðkallandi viðfangsefnum á fagsviðum hans.
Höfuðstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði.
TRÉSMIÐIR
J.E. Skjanni byggingaverktakar ehf. óska eftir að ráða góða
trésmiði til starfa innanlands, bæði launþega og verktaka.
Mikil vinna framundan.
Nánari upplýsingar gefur Jens Sandholt, sími 896 6621
og netfang jens@skjanni.com
Verkefnastjóri
Kaupum til góðs vill ráða verkefnastjóra sem stýrir daglegum
rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins. Leitað er að starfsmanni
sem hefur brennandi áhuga á verslunarrekstri, sölumennsku,
netsölu og símasölur. Viðkomandi þarf að hafa
verslunarreynslu og viðeigandi menntun, háskólamenntun
er æskileg. Hann/hún þarf að vera tilbúinn til að leggja hart
að sér við uppbyggingu á starfsemi Kaupum til góðs.
Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.
Áhugasamir eru beðnir um að senda upplýsingar á
netfangið arni@midlun.is fyrir 15. nóvember 2014.
Kaupum til góðs ehf – Nóatún 17 – 105 Reykjavík
HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is
VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI
FJÖLBREYTT STÖRF Á GRUNDARTANGA
Við leitum að duglegu og metnaðarfullu fólki í
margvísleg störf í álveri Norðuráls á Grundartanga.
Í boði eru framleiðslustörf af ýmsu tagi.
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og
kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran
starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir
góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem
metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með
fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.
Sótt er um á www.nordural.is og er umsóknar-
frestur til og með 17. nóvember nk. Upplýsingar
veitir Helga Björg Hafþórsdóttir í síma 430 1000.
Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.
• 18 ára lágmarksaldur
• Mikil öryggisvitund og árvekni
• Heiðarleiki og stundvísi
• Góð samskiptahæfni
• Dugnaður og sjálfstæði
• Bílpróf er skilyrði og lyftararéttindi æskileg
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR10