Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 108
Steingrímur er úti á stétt þegar
Fréttablaðsbíllinn rennur upp
að götukanti við Freyjugötu 1,
tilbúinn að leiða fávísan frétta-
mann um sýninguna Frábært
Tilboð. Þar eru öll verkin merkt
ártalinu 2014 og túlka sitthvað
sem listamanninum hefur legið
á hjarta á þessu ári. Allt meira
og minna djúpt en þó stutt í húm-
orinn. Hann byrjar á að útskýra
eitt, það er með þéttum svörtum
og rauðum texta. Svarti textinn
er eftir Christinu La garde, for-
stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
„Þetta er ræða sem Lagarde hélt
um töluna sjö, ég var að skoða
hana á netinu og sá að hún var
túlkuð sem skilaboð til elítunnar
í heiminum. Þá fannst mér textinn
Krossgötur, um mann sem selur
sál sína, renna inn í ræðuna og úr
varð þetta verk.“
Önnur mynd heitir Trommu-
þrællinn og vísar í texta um
trommarann sem fær ekkert að
borða – en hjúkk – á myndinni
fær hann að borða. „Myndin gæti
táknað hvern sem er. Launaþræl-
inn til dæmis, hvenær fær hann
að borða?“ spyr Steingrímur.
Ekki er honum lagið að skyggn-
ast inn í framtíðina ef marka má
eitt verkanna, lista yfir það sem
hann hélt að mundi gerast þann og
þann daginn. Ekkert rættist nema
það að Snorri Ásmundsson sendi
Framsóknarflokknum bréf. Hitt
virkaði ekki. Steingrímur hitti
ekki Spessa, fékk ekkert svar,
ekkert dularfullt símtal. „Þetta er
bara eins og lífið er,“ segir hann
æðrulaus. gun@frettabladid.is
Bara eins og lífi ð er
Steingrímur Eyfj örð myndlistarmaður kemur mörgum skondnum skilaboðum
á framfæri á sýningunni Frábært Tilboð í Harbinger galleríi á Freyjugötu 1.
STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Öll verkin eru merkt 2014 og túlka sitthvað sem listamanninum hefur legið á hjarta á þessu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Bókin
spratt upp úr vinsælu námskeiði sem
haldið hefur verið innan Google-
fyrirtækisins um árabil
Þá fannst mér
textinn Krossgötur, um
mann sem selur sál sína,
renna inn í ræðuna og úr
varð þetta verk.
BÆKUR ★★ ★★★
Litlu dauðarnir
Stefán Máni
SÖGUR
Stefán Máni hóf feril sinn með
óvenjulegum og áhrifamiklum
skáldsögum sem gegnumlýstu
sálar líf og tilvist karlmanna í
kreppu, karla sem lifðu í dauðvona
samfélögum undir lok 20. aldar. Í
Ísrael og Hótel Kaliforníu tvinnaði
hann saman einhvers konar ofur-
raunsæi og goðsagnalegu og trúar-
legu samhengi á forvitnilegan hátt.
Það varð líka snemma ljóst að stíl-
gáfa Stefáns er einstök, hann getur
skrifað ótrúlega þéttan og hraðan
stíl sem lyftir lýsingum á hvers-
dagslegustu hlutum. Seinna sneri
hann við blaðinu og hefur lengi ein-
beitt sér að spennu- og glæpasög-
um. Þegar honum hefur tekist best
upp í þeirri grein, ekki síst í skáld-
sögunni Svartur á leik, hefur hann
náð að sameina spennu, hraða og
þá goðsagnalegu vídd sem hefur
fylgt honum frá fyrstu tíð.
Nýjasta skáldsaga Stefáns, Litlu
dauðarnir, er að einhverju leyti
afturhvarf til viðfangsefna fyrstu
skáldsagna hans. Hún byrjar
eins og spennusaga úr efnahags-
hruninu en smám saman þéttist
hún um persónulýsingu aðalpers-
ónunnar og þær klemmur sem
hann er kominn í, bæði í einkalífi
og atvinnulífi. Viðskiptafræðing-
urinn Kristófer hefur ekki allt-
af stefnt að því að vinna í banka.
Hann lærði bókmenntafræði og
lét sig dreyma um það, ásamt Mar-
gréti konu sinni, að stofna bókafor-
lag. Margrét er af öðru sauðahúsi
en Kristófer. Hún er dóttir auð-
ugra hjóna af Seltjarnarnesi, fað-
irinn er miskunnarlaus hrotti sem
fer sínu fram í krafti valds síns og
auðæfa en móðirin eins og skuggi
af manneskju.
Af ástæðum sem ekki verða
raktar hér er Kristófer á valdi
þessarar tengdafjölskyldu sinnar
og faðirinn virðist stefna að því
að gera ungu hjónin að nákvæmri
eftirmynd foreldranna, draumar
um bókaútgáfu eru fyrir bí og þau
reyna að byggja upp sálarlaust
en áferðarfallegt borgaralegt líf.
Þegar Kristófer missir vinnuna er
þessi tilvera í hættu og hann gríp-
ur til örþrifaráða.
Litlu dauðarnir er eins og
spennusaga framan af og hún er
skrifuð eins og spennusaga sem
virkar ekki fullkomlega þegar hún
fer að snúast um aðra hluti. Stefán
Máni er með marga bolta á lofti,
það er eins og það séu tvær eða
fleiri bækur sem takast á í sögunni
og þetta á líka við um stílinn og
samræðu bókarinnar við hefðina.
Kristófer á óskrifaða BA-ritgerð
um Gyrði Elíasson einhvers staðar
í fórum sínum, og Gangandi íkorni
eftir Gyrði er áberandi undirtexti
í bókinni en hún kinkar líka kolli
til fleiri höfunda, Heilagur andi
og englar vítis eftir Ólaf Gunnars-
son kemur t.d. upp í hugann þegar
söguhetjurnar lenda í slagtogi við
mótorhjólaglæpagengi á karníval-
ískri útihátíð.
Þessi blöndun bókmenntagreina
virkar ekki alltaf sem skyldi og
lokahluti bókarinnar veldur von-
brigðum en það er vonlaust að
útskýra hvers vegna nema að
ljóstra því upp hvernig fer, hvað
það er við sögulok sem undirrit-
uðum finnst ekki ganga upp.
Jón Yngvi Jóhannsson
NIÐURSTAÐA: Blanda spennusögu og
sögu um tilvistarglímu og fjölskyldu-
vanda í hruninu sem gengur ekki full-
komlega upp.
Kreppa bankamannsins Kristófers
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/G
VA
MENNING
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR