Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 112
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 17.00 Kammerkór Seltjarnarneskirkju ásamt Judith Þorbergsson Tobin orgel- leikara og félögum úr Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna flytur kantötuna Ein hoher Tag kömmt eftir Gottfried August Homilius og Magnificat eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Aðgangs- eyrir er 2000 kr. í forsölu og 2.500 kr. við inngang. 22.00 Tribjúttónleikar Nirvana í Háskólabíói fara fram í kvöld. Fram koma Magni Ásgeirs, Ágústa Eva, Stefán Jakobsson úr Dimmu, Bryndís Ásmunds, Einar Vilberg og Þórunn Antonía. 22.00 Páll Rósinkranz og Margrét Eir Hönnudóttir troða upp á Græna hatt- inum í kvöld. 22.00 Hinir árlegu nóvembertónleikar Magnúsar Eiríkssonar og KK verða í kvöld á Café Rosenberg. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir til heiðurs þýska eðlisfræðingnum Wilhelm Conrad Röntgen, en það var þennan dag 8. nóvember 1895 sem hann uppgötvaði sérstaka geisla sem gátu séð í gegnum fast efni, sem við þekkjum í dag sem röntgengeisla. 2.000 krónur inn. 15.00 DJ FreddiFriski spilar á Frederik- sen Ale House í dag. Opnanir 20.00 527hz tónleikar á Paloma Bar í boði Weirdcore, Ufo Warehouse og Robot Disco. Á efri hæðinni koma fram Orang Volante, Ultra Orthodox, Agzilla, HaZaR, Berndsen, Tanya & Marlon, Kosmodod, Cosmic Channel, Oculus og UFO Warehouse + Ewok. Í kjallaranum verður KGB Soundsystem frá miðnætti. Ópera 20.00 Óperan Don Carlo verður sungin í Hörpu í kvöld. Fer fram á ítölsku en með íslenskum texta. Miðaverð frá 2.500 krónum. Síðustu Forvöð 20.00 Sökum velgengni leikverksins Róðarí í Tjarnarbíói hefur aukasýningu verið bætt við, sem verður síðasta sýningin á verkinu. Opið Hús 13.00 Í tilefni af norræna skjaladeg- inum verður Þjóðskjalasafn Íslands með opið hús á lestrarsal safnsins. Verður tekið á móti gestum frá kl. 13-16 á Laugavegi 162. Þar verður boðið upp á sýningu á skjölum sem tengjast Vestur- heimsferðum og gestum gefinn kostur á að glugga í bækur um Vesturfara. Kl. 14.30 munu Svavar Gestsson og Katelin Parsons kynna verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, sem er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Árnastofnunar. Bókmenntir 14.00 Hin sígilda ópera Töfraflautan eftir Mozart er nú fáanleg í nýrri útsetningu og myndskreyttri barnabók. Því verður opnunarhóf í Pennanum Eymundsson. Papagenó, Papagena, prinsessan Pamína og prinsinn Tamínó sýna sig og kynna. Antonía Hevesí leikur á píanó. 18.00 Bjarni Klemenz fagna útgáfu nýrrar bókar í bókabúð Iðu Zimsen. Skáldsagan Já fjallar um listviðburð sem fer úr böndunum og venjulegur dagur breytist á einu augnablik í myrkasta dag í sögu þjóðarinnar. Er þetta önnur skáldsaga Bjarna en áður gaf hann út hjá Nýhil. Tónlistarmaðurinn Oddur Báruson, öðru nafni El Odderiño, mun sjá um tónlistina og Bjarni segir frá ævintýralegum tildrögum bókarinnar. Málþing 10.30 Málþing og kynning á Taleboblen verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðarbók- hlöðu í dag. Taleboblen er tæki til að þjálfa danskt talmál, einkum framburð, í tölvuumhverfi. Á málþinginu verður fjallað um kennslu dansks talmáls, mál- tækið kynnt og notkunarmöguleikar þess ræddir. Þá skýra dönskukennarar frá reynslu sinni af notkun Taleboblen. 11.00 Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir málþingi í sal 104 á Háskólatorgi um brottflutning Íslendinga til Noregs og afleiðingar þess fyrir íslenskt samfélag. Frummælendur verða Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Fylkisflokks- ins, og Guðbjört Guðjónsdóttir, doktors- nemi í mannfræði sem rannsakað hefur Íslendinga í Noregi. Í pallborði verða Birna Jónsdóttir, fyrrverandi for- maður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, og Þóra Ágústsdóttir frá Vinnumálastofnun. Myndlist 13.00 Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þór- dísar Jóhannesdóttur. Það verður sýnt í ASÍ listagallerí á Freyjugötu í dag. 13.30 Sýningin Speglað landslag eftir Hrafnkel Sigurðsson opnar í Arion banka í Borgartúni í dag. 14.00 Jón Óskar opnar málverkasýn- ingu sína í Tveim hröfnum gallerí á Baldursgötu. Á sama tíma sýnir hann í Listasafni Íslands. 14.00 Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri. Titill sýningarinnar er Nóvember. 15.00 Sýning Bryndísar Kondrup, Af jörðu, De Terrae, verður opnuð í Ketil- húsinu á Akureyri í dag. 17.00 Daníel Björnsson opnar einkasýningu í Kling & Bang í dag sem ber nafnið Bismút. Daníel teiknar upp sýningarrýmið með lituðu ljósi og stillir þar upp nýjum skúlptúrum úr brunni sínum. 20.00 Samsýningin PHENOMENAL í Kunstchlager gallerí. Til sýnis verða gjörningar síðastliðinna þriggja vikna sem framkvæmdir voru á ýmsum stöðum borgarinnar. Þeir eru sýndir í formi hliðarafurða, sjálfstæðra eftirleifa og skrásetningar. Auk þess munu eiga sér stað áframhaldandi gjörningar og sýningin verður í stöðugri umbreyt- ingu. Listamenn- irnir eru Linda Spjut (SE), Nikulás Stefán Nikulásson, Ragnheiður Maí- sól Sturlu dóttir, Sandra Mujinga (NO), Sigurður Þórir Ámundason, Sindri Leifsson, Una Mar- grét Árnadóttir, Unnur Mjöll S. Leifs- dóttir og Örn Alexander Ámundason. Markaðir 11.00 Trausti Júlíusson og Steinn Skaptason blása til mikillar tónlistar- sölu í Kolaportinu. Mörg hundruð titlar af vínyl, hellingur af geisladiskum, kass- ettur, tónlistarmyndir, bækur og fleira. 12.00 Flóamarkaður Hins Hússins fer fram í dag. 12.00 Háskólaport, flóamarkaður á Háskólatorgi fyrir nemendur við Háskóla Íslands fer fram í dag. 13.00 Jólamarkaður á Þórshöfn. Mikið vöruúrval frá fjölda verslana, einkaaðila og framleiðenda í íþróttahúsinu. Kaffi- hús, lifandi tónlist, barnagæsla, smá- kökusamkeppni, happdrætti og margt fleira til gleði og gamans. 14.00 Nokkrar dömur munu selja af sér spjarirnar á fatamarkaði Bast í dag. Samkoma 22.00 Pink Party verður í Iðusölum í kvöld. Frítt glitter og meik. Verðlaun fyrir flott- ustu lúkkin. 1.500 krónur inn fyrir mið- nætti en 2.500 krónur eftir það. 1.000 krónu fjölskylduafsláttur fyrir miðnætti og 2.000 krónur eftir miðnætti fyrir meðlimi Sam- takanna 78. SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 11.00 Regína Ósk söngkona syngur sálma af nýútkomnum diski sínum, Leiddu mína litlu hendi, sem ætlaður er börnum og verðandi mæðrum í Árbæjarkirkju. 16.00 Saxófónleikarinn Guido Bäumer og píanó- leikarinn Aladár Rácz halda tónleika í Hannesarholti á sunnudag. 16.00 BassBar kynna nýja söngbók fyrir bassa-baritóna í Salnum í Kópavogi. Bass- Bar eru Bergþór Pálsson, Davíð Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Kristinn Sigmunds- son, Viðar Gunnarsson og Kristinn Örn Kristins- son. 3.900 krónur inn. 20.00 Kvennakórinn heldur árlega góðgerðartónleika, Hönd í hönd „Ástin og lífið“. Allur ágóði rennur til mæðra- styrksnefndar Kópavogs og öldrunar- deildar Landsspítalans. Fram koma meðal annars Páll Óskar, Alma Rut Kristjánsdóttir og Drengjakór íslenska lýðveldisins. 3.500 krónur inn. 20.00 Fóstbræður halda árlega tónleika sína Til ljóssins og lífsins í Langholts- kirkju. Harpa Arnarsdóttir les ljóð milli laga og Árni Stefánsson stjórnar. 2.500 krónur inn. Síðustu forvöð 14.00 Í dag verður síðasta leiðsögnin um sýninguna Silfur Íslands í Þjóð- minjasafninu en sýningunni lýkur um áramót. Við gerð sýningarinnar var leitast við að beina sjónum að hinum mismunandi aðferðum við silfursmíð en um leið setja búningasilfur, borð- búnað, silfurskildi og kaleika fram á nýstárlegan hátt. Dansleikir 20.00 Dansað verður á Félagsheimili eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4 á sunnudagskvöld. Hljómsveitin Klassik leikur fyrir dansi. Félagar taki með sér gesti. Aðgangseyrir er kr. 1.800 en kr. 1.500 gegn framvísun félagsskírteinis. Tónlist 21.00 Trúbadorinn Danni spilar á English Pub á sunnudag. Leiðsögn 14.00 Hafnarborg býður upp á fjöl- skylduleiðangur um sýninguna Vara-liti sem nú stendur yfir. For- eldrar og börn eru leidd um sýninguna og undraheimar málverksins eru kannaðir. Sýn- ingin á erindi við fólk á öllum aldri, ekki síst til barna og unglinga og býður upp á möguleika á fjölbreyttri upplifun og umfjöllun. Listamennirnir eru Gabríela Frið- riksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Þórisson, Þórdís Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur Jónsson. 14.00 Halldór Björn Runólfsson, safn- stjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um afmælissýninguna LISTA- SAFN ÍSLANDS 1884-2014 á sunnudag. 14.00 Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, mun í dag leiða spjall með nokkrum af þeim gullsmið- um sem eiga verk á afmælissýningu Félags íslenskra gullsmiða, Prýði, sem unnin er í samstarfi við safnið. Myndlist 11.00 Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir ný verk í Hverfisgallerí. Markaðir 14.00 Hin árlega kaffisala Kristniboðs- félags karla verður haldin í Kristniboðs- salnum að Háaleitisbraut 58-60 á sunnudag og hefst með stuttri helgistund. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólum sem gott er að renna niður með kaffisopanum. Ágóði kaffisölunnar mun renna til kristniboðs- og þróunarstarfs Kristniboðssam- bandsins, sem hefur m.a. tekið þátt í að byggja 85 grunn- og framhaldsskóla í Pókothéraði í Keníu. Allir eru velkomnir í kaffið hjá körlunum og styðja um leið gott málefni. Samkoma 10.45 Breska sendiráðið boðar til minningarstundar (Remembrance Day Service) við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkjugarði á sunnudag. Eftir athöfnina verður haldin önnur minn- ingarstund við þýska hermannagraf- reitinn. 13.30 Söguhringur kvenna og Tanya Dimitrova bjóða konum upp á zumba í Gerðubergssafni. Tanya starfrækir Heilsuskóla Tanyu en þar kennir hún dans og ýmis konar heilsurækt. Gott er að mæta í góðum skóm og léttum fötum. Söguhringur kvenna er sam- starfsverkefni Borgarbókasafns og Sam- taka kvenna af erlendum uppruna og er markmið hans að skapa vettvang þar sem konur skiptast á sögum, persónu- legum eða bókmenntalegum. Enginn aðgangseyrir og börnin eru velkomin með. 15.00 Rekstrasjón með gamla laginu verður í Edinborgarhúsinu á sunnudag- inn. Nú er um að gera að nota þetta einstaka tækifæri og fá sér snúning á dansgólfinu. Við lofum að taka bara gömlu og góðu stuðlögin sem allri geta dansað við. Boðið verður upp á kaffi og kökur. Stefán Jónsson leikur fyrir dansi. Rauði krossinn og Menningarmiðstöðin Edinborg standa fyrir þessum viðburði og það er frítt inn. Dans 20.00 Dansararnir og danshöfundarnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir munu deila kvöldi í Tjarnar- bíói á sunnudaginn. Steinunn sýnir verkið this is it sem hún frumsýndi á Reykjavík Dance Festival fyrr í haust en Snædís sýnir verkið GOOD/BYE sem hún frumsýndi í Tjarnarbíó í september. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 9. NÓVEMBER 2014 8. NÓVEMBER 2014 Æskulýðsráð veitir í ár viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf. Viðurkenningarnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Viðurkenningarnar verða veittar á ráðstefnunni ,,Stefnum saman til framtíðar - Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2014" sem haldin verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi 24. nóvember 2014. Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi flokkum: 1. Ungt fólk sem lagt hefur alúð við þátttöku sína í æskulýðsstarfi eða nýtt reynslu sína úr æskulýðsstarfi á öðrum sviðum þjóðlífsins. 2. Aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi. Hægt að tilnefna einstaklinga, félög, hópa eða stofnanir. 3. Starfsmenn eða sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað fram úr. Æskulýðsráð skipar dómnefnd sem velur úr tilnefningum og ábendingum. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda til Valgerðar Þórunnar Bjarnadóttur sérfræðings hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í netfangið valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.is Frestur til að skila inn tillögum er til og með 17. nóvember 2014. Viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.