Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 116

Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 116
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 72 LÍFIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER ★★★★ ★ Börn Iceland Airwaves GAMLI GAUKURINN Börn stigu á svið og spiluðu sitt frábæra dauðapönk. Hér er á ferðinni bræðingur af því besta úr síðpönki og nýbylgjunni – knýj- andi og skelfdur söngur sem minnir á Siouxsie Sioux, ómstríðar melódíur og beittir textar um einangrun og niðurrif. Sveitin skipar sér sess með drungalegu dauðapönki eins og Rudimentary Peni en Börn er ein af fáum íslenskum hljómsveitum sem ná að skapa sitt sérstæði í stefnu og textum. Textarnir eru oft femíniskir og hápólitískir en nefnilega án allrar umvöndunarsemi. Að heyra ótrúlega beinskeytt lög eins og Sviðin jörð ætti að skapa það sem kemst næst tilfinningahreinsun í reiðu ungu fólki, með textum eins og: „Kveikjum í Alþingi, kveikjum í Hæstarétti, kveikjum í Ráðhúsinu, kveikj- um í Hallgrímskirkju, kveikjum í Höfðatorgi, kveikjum í Seðlabankanum, kveikjum í hótel- um, kveikjum í Skuggahverfinu (…)“. Þetta er pönk eins og það gerist best en þó mætti kannski vera meiri kraftur og æði í sviðsframkomunni. Svo var eitthvað grátbros- legt og kaldhæðnislegt við að sjá ferðamenn dillandi sér við texta um að brenna hótelin til grunna. Þórður Ingi Jónsson NIÐURSTAÐA: Pönk í allri sinni dýrð. Niðurrif, einangrun og bálreiðir textar. Pönk eins og það gerist best BÖRN Feminískir og hápólitískir textar án umvöndunarsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ★★★★★ Nguzunguzu Iceland Airwaves HÚRRA Nguzunguzu eru hluti af því ferskasta sem er í gangi í klúbbatónlist í dag. Þetta tvíeyki frá Los Angeles spilar fútúríska og fram- sækna takta sem horfa frekar til framtíðar en aftur. Þau eru af sama meiði og til dæmis Fatima Al Qadiri sem spilaði á sama sviði á Airwaves í fyrra og Arca sem býr til takt- ana á nýju Bjarkar-plötunni. Nguzunguzu eru plötusnúðar af guðs náð en þau kanna svo sannarlega að halda teitinu gangandi. Þau spiluðu blöndu af rímixum, töktum og lögum sem tryllti dansgólfið, og það á fimmtudegi. Hljóð- heimur þeirra er mjög áhugaverð blanda af trap, hraðari klúbbatónlist og abstrakt raftónlist sem fær mann til að hreyfa sig. Það var líka gaman að heyra rímix af efni frá samstarfskonu þeirra, Kelelu, sem kemur einnig fram á hátíðinni, ásamt rímixum af rapplögum eins og No Type með Rae Sremmurd. Eini gallinn við þetta er að Nguzunguzu hefðu alveg örugg- lega notið sín betur um helgi en á virkum degi. Aðstandendur hátíðarinnar mættu kannski hugsa betur um tempóið þegar kemur að því að tímasetja tónleika þótt það sé auðvitað heljarinnar verk. Þórður Ingi Jónsson NIÐURSTAÐA: Danstónlist fyrir framtíðina. Framsækið, öðruvísi og fær mann til að dilla sér. Danstónlist framtíðarinnar NGUZUNGUZU Fútúrísk klúbbatónlist með fram- sækna takta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STUÐIÐ HÉLT ÁFRAM Á AIRWAVES Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hélt áfram á fi mmtudagskvöld með fj ölda vel heppnaðra tónleika víða um Reykjavíkurborg. ★★★★ ★ La Femme Iceland Airwaves HARPA SILFURBERG Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi. Tónlistin var stórskemmtileg en þar fyrir utan var sviðsfram- koman afar hressileg. Einn með- limanna sex mætti í bleikum samfestingi með gæru yfir sér en annar var með tvær mis- munandi grímur yfir andlitinu alla tónleikana. Sannkallaður ærslabelgur þar á ferð. Sá þriðji lét sér aftur á móti gömlu, góðu lopapeysuna nægja. La Femme hafði stillt upp þremur hljómborðum fremst á sviðinu og tónlistin var eins konar hljóðgervlapopp, eða bara ekta franskt stuðpopp. Sum lögin byrjuðu rólega en voru svo keyrð upp í ofurstuð í lokin. Oft voru þau ansi löng en það kom aldrei að sök því gæðin voru slík að manni leiddist aldrei. Ekki var hægt annað en að hrífast með tónlistinni og til marks um það hefur undirrit- aður sjaldan séð jafnmarga karlmenn dilla sér á einum og sömu Airwaves-tónleikunum. Sömuleiðis hikuðu sumir ekki við að láta salinn halda sér á floti, „crowdsörfa“. La Femme var stofnuð árið 2010 af þeim Marlon Magnée og Sacha Got. Sveitin hefur gefið út eina stóra plötu, Psycho Tropi- cal Berlin, og verður gaman að fylgjast með henni í framtíð- inni. Eftir tónleikana kvaddi hljóm- sveitin áhorfendur með orð- unum Merci Reykjavík! Frekar væri nær að segja Merci beaucoup La Femme! Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Stórskemmtilegt franskt stuðpopp. Merci beaucoup La Femme! LA FEMME Sviðsframkoma frönsku hljómsveitarinnar var sérlega skemmti- leg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ★★★ ★★ Pins Iceland Airwaves HARPA SILFURBERG Hljómsveitin Pins er frá Man- chester á Englandi og er hrein- ræktuð kvennasveit, skipuð þeim Faith Holgate (söngur og gítar), Lois McDonald (gítar), Anna Donigan (bassi) og Lara Williams (trommur). Holgate mætti á sviðið með gít- arinn í hendi, berleggjuð í svörtu, þröngu dressi, og tókst ágætlega að vinna salinn á sitt band. Hljóm- sveitin spilaði frekar hægt og ein- falt pönkrokk og skilaði sínu mjög vel. Stundum minnti Pins á The Savages, svokallað póstpönk-band einnig frá Englandi, sem spilaði á Airwaves í fyrra við góðar undir- tektir. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Prýðilegt pönkrokk frá kvennasveitinni Pins. Prýðilegt pönkrokk PINS Hljómsveitin er frá Manchester á Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STEMNING Mikil stemning var á tónleikum La Femme í Silfurbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LA FEMME AMABADAMA HORSE THIEF PINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.