Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 120
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 76
„Við byrjuðum með núvitundar-
námskeið haustið 2012 fyrir kenn-
ara skólans. Þetta fékk svo frá-
bærar undirtektir að við héldum
fleiri námskeið, og núna á vorönn
2014 héldum við fyrsta nám skeiðið
fyrir nemendur,“ segir Bryndís
Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri í
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Flensborg hefur á síðustu árum
unnið mikið frumkvöðlastarf í
heilsuvitund í framhaldsskólum,
meðal annars með því að innleiða
Núvitund í skólana. „Nám skeiðið
er fyrst og fremst hugsað sem
heilsuverndandi verkefni til langs
tíma, og stendur til að setja nám-
skeiðið inn í lífsleiknitíma hjá ann-
ars árs nemendum eftir áramót,“
segir Bryndís.
Hún ásamt þremur öðrum fór
til Oxford að læra núvitund, til
þess að öðlast kennsluréttindi í
faginu. „Núvitundin hefur svo fjöl-
breytt áhrif og ávinningur hennar
er á mörgum sviðum. Það er svo
mikil vægt fyrir nemendur að fá
að kynnast þessu verkfæri sem er
síðan þeirra að notfæra sér. Streita
og þunglyndi eykst oft á mennta-
skólaárunum og því er þetta mikil-
vægur liður í heilsuvernd nem-
enda.“
Bryndís segir að viðbrögð við
námskeiðinu hafi verið jákvæð og
segir flesta finna mun á sér. „Það
er ekki komin nógu mikil reynsla
á þetta hjá okkur til þess að sjá
mælanlegan mun, enda höfum við
ekki mælt þunglyndi eða kvíða
fyrir námskeiðin. Hins vegar sýna
erlendar rannsóknir að þetta hefur
mikil og góð áhrif á heilsuna. En
ég get fullyrt að þetta hefur áhrif,
það er eitthvað sem breytist innra
með manni.“ adda@frettabladid.is
Innleiða núvitund
í framhaldsskólana
Núvitund er einfalt form hugleiðslu sem hefur notið mikilla vinsælda
undanfarið. Flensborgarskóli er fyrsti skólinn til að kenna núvitund.
Núvitund snýst um að upplifa
líðandi stund, að leggja sig fram
við að vera andlega og líkamlega
til staðar og draga úr áhyggjum
af fortíð eða framtíð. Núvitund
er hugarþjálfun þar sem mark-
miðið er að fá það besta út úr
hverri stund því líðandi stund er
í raun sú eina sem við eigum.
Rannsóknir hafa sýnt að núvit-
und hefur meðal annars jákvæð
áhrif á andlega og líkamlega
heilsu fólks, félagsfærni, tilfinn-
ingar og líðan auk þess að hafa
áhrif á skapandi hugsun, athygli,
sjónminni, vinnsluminni og
einbeitingu.
➜ Hvað er núvitund?
Frúardagur, nýtt leikfélag í
Menntaskólanum í Reykjavík, er
nú á fullu við að setja á svið Leg
eftir Hugleik Dagsson í Gaflara-
leikhúsi Hafnarfjarðar.
Þetta er fyrsta verkið sem leik-
félagið setur á svið en það var
stofnað árið 2010. „Reyndar var
opinber stofndagur festur í lög
menntaskólans, 30. nóvember 874,“
segir Birnir Jón Sigurðsson, stúd-
ent úr MR sem leikstýrir verkinu
ásamt Arnóri Gunnari Gunnars-
syni. Þeir kappar stofnuðu leik-
félagið á skólagöngu sinni til að
toppa Herranótt, fyrsta leikfélag
MR sem hefur ávallt verið kallað
elsta starfandi leikfélag á Norður-
löndum.
Verkefnið er algerlega í höndum
fjölbreytilegs hóps MR-inga en um
70 nemendur koma að sýningunni
sem leikarar, útlitshönnuðir, dans-
arar, hljómsveit, förðunarteymi og
fleira. Leg var upprunalega flutt
í Þjóðleikhúsinu 2007 við miklar
vinsældir en Hugleikur hefur að
sjálfsögðu lagt blessun sína yfir
sýninguna, sem verður frumsýnd
14. nóvember. - þij
Vildu toppa fyrsta leikfélagið
Frúardagur, nýtt leikfélag MR, setur nú á svið Leg eft ir Hugleik Dagsson.
70 NEMENDUR KOMA AÐ Atriði úr uppsetningu Frúardags.
„Okkur hefur lengi langað að halda einhverja flotta
tónleika á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jökull Júlíus-
son, meðlimur Kaleo, sem heldur sína síðustu tónleika
á árinu í Gamla bíói 28. nóvember.
„Við erum duglegir að fara út á land og spila en það
var kominn tími til að halda tónleika í stærri kantinum
hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að fá mikið af
góðum gestum með okkur, svo sem strengjahljóðfæra-
leikara og orgelleikara, þannig að þetta verður aðeins
umfangsmeira en það sem við höfum gert undanfarið.“
Ásamt því að spila á Airwaves er Kaleo á kafi í
gerð nýrrar plötu. „Það er ein af ástæðunum fyrir því
að við ætlum ekki að spila eftir Airwaves í bili. Við
ætlum að reyna að nýta tímann fyrir jól í hljóðverinu,
þannig að við ætlum að klára árið með stæl.“ - þij
Kaleo klárar árið með stæl
Sveitin mun halda sína síðustu tónleika á árinu í Gamla bíói í lok mánaðar.
SPENNTIR Kaleo kíkti í Gamla bíó í vikunni til að skoða sig um.
MYND/BALDVIN VERNHARÐSSON
Eftir velheppnaða keppni 2013
var ljóst að Rappþulan er komin
til að vera. Hún verður haldin í
annað sinn í Molanum, ungmenna-
húsi Kópavogs, 21. nóvember
og fer skráning fram í gegnum
heimasíðu Molans, Molinn.is/
rapp thulan.
Rappþulan er rappkeppnin
fyrir þátttakendur 16 ára og eldri
og í fyrra sigraði Þeyti brandur.
Keppnin er samstarfsverkefni
Sesars A og Molans og kom til
vegna vöntunar á rappkeppni
fyrir þennan aldurshóp. - fb
Rappþulan snýr aft ur
Rappkeppnin verður haldin í annað sinn á næstunni.
ÞEYTIBRANDUR Rapparinn Þeyti-
brandur vann keppnina í fyrra.
FRUMKVÖÐLAR
Í HEILSUVITUND
Bryndís stóð fyrir
innleiðingu núvitundar
í Flensborgarskóla við
góðar undirtektir.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN