Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 120

Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 120
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 76 „Við byrjuðum með núvitundar- námskeið haustið 2012 fyrir kenn- ara skólans. Þetta fékk svo frá- bærar undirtektir að við héldum fleiri námskeið, og núna á vorönn 2014 héldum við fyrsta nám skeiðið fyrir nemendur,“ segir Bryndís Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Flensborg hefur á síðustu árum unnið mikið frumkvöðlastarf í heilsuvitund í framhaldsskólum, meðal annars með því að innleiða Núvitund í skólana. „Nám skeiðið er fyrst og fremst hugsað sem heilsuverndandi verkefni til langs tíma, og stendur til að setja nám- skeiðið inn í lífsleiknitíma hjá ann- ars árs nemendum eftir áramót,“ segir Bryndís. Hún ásamt þremur öðrum fór til Oxford að læra núvitund, til þess að öðlast kennsluréttindi í faginu. „Núvitundin hefur svo fjöl- breytt áhrif og ávinningur hennar er á mörgum sviðum. Það er svo mikil vægt fyrir nemendur að fá að kynnast þessu verkfæri sem er síðan þeirra að notfæra sér. Streita og þunglyndi eykst oft á mennta- skólaárunum og því er þetta mikil- vægur liður í heilsuvernd nem- enda.“ Bryndís segir að viðbrögð við námskeiðinu hafi verið jákvæð og segir flesta finna mun á sér. „Það er ekki komin nógu mikil reynsla á þetta hjá okkur til þess að sjá mælanlegan mun, enda höfum við ekki mælt þunglyndi eða kvíða fyrir námskeiðin. Hins vegar sýna erlendar rannsóknir að þetta hefur mikil og góð áhrif á heilsuna. En ég get fullyrt að þetta hefur áhrif, það er eitthvað sem breytist innra með manni.“ adda@frettabladid.is Innleiða núvitund í framhaldsskólana Núvitund er einfalt form hugleiðslu sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Flensborgarskóli er fyrsti skólinn til að kenna núvitund. Núvitund snýst um að upplifa líðandi stund, að leggja sig fram við að vera andlega og líkamlega til staðar og draga úr áhyggjum af fortíð eða framtíð. Núvitund er hugarþjálfun þar sem mark- miðið er að fá það besta út úr hverri stund því líðandi stund er í raun sú eina sem við eigum. Rannsóknir hafa sýnt að núvit- und hefur meðal annars jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks, félagsfærni, tilfinn- ingar og líðan auk þess að hafa áhrif á skapandi hugsun, athygli, sjónminni, vinnsluminni og einbeitingu. ➜ Hvað er núvitund? Frúardagur, nýtt leikfélag í Menntaskólanum í Reykjavík, er nú á fullu við að setja á svið Leg eftir Hugleik Dagsson í Gaflara- leikhúsi Hafnarfjarðar. Þetta er fyrsta verkið sem leik- félagið setur á svið en það var stofnað árið 2010. „Reyndar var opinber stofndagur festur í lög menntaskólans, 30. nóvember 874,“ segir Birnir Jón Sigurðsson, stúd- ent úr MR sem leikstýrir verkinu ásamt Arnóri Gunnari Gunnars- syni. Þeir kappar stofnuðu leik- félagið á skólagöngu sinni til að toppa Herranótt, fyrsta leikfélag MR sem hefur ávallt verið kallað elsta starfandi leikfélag á Norður- löndum. Verkefnið er algerlega í höndum fjölbreytilegs hóps MR-inga en um 70 nemendur koma að sýningunni sem leikarar, útlitshönnuðir, dans- arar, hljómsveit, förðunarteymi og fleira. Leg var upprunalega flutt í Þjóðleikhúsinu 2007 við miklar vinsældir en Hugleikur hefur að sjálfsögðu lagt blessun sína yfir sýninguna, sem verður frumsýnd 14. nóvember. - þij Vildu toppa fyrsta leikfélagið Frúardagur, nýtt leikfélag MR, setur nú á svið Leg eft ir Hugleik Dagsson. 70 NEMENDUR KOMA AÐ Atriði úr uppsetningu Frúardags. „Okkur hefur lengi langað að halda einhverja flotta tónleika á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jökull Júlíus- son, meðlimur Kaleo, sem heldur sína síðustu tónleika á árinu í Gamla bíói 28. nóvember. „Við erum duglegir að fara út á land og spila en það var kominn tími til að halda tónleika í stærri kantinum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að fá mikið af góðum gestum með okkur, svo sem strengjahljóðfæra- leikara og orgelleikara, þannig að þetta verður aðeins umfangsmeira en það sem við höfum gert undanfarið.“ Ásamt því að spila á Airwaves er Kaleo á kafi í gerð nýrrar plötu. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ætlum ekki að spila eftir Airwaves í bili. Við ætlum að reyna að nýta tímann fyrir jól í hljóðverinu, þannig að við ætlum að klára árið með stæl.“ - þij Kaleo klárar árið með stæl Sveitin mun halda sína síðustu tónleika á árinu í Gamla bíói í lok mánaðar. SPENNTIR Kaleo kíkti í Gamla bíó í vikunni til að skoða sig um. MYND/BALDVIN VERNHARÐSSON Eftir velheppnaða keppni 2013 var ljóst að Rappþulan er komin til að vera. Hún verður haldin í annað sinn í Molanum, ungmenna- húsi Kópavogs, 21. nóvember og fer skráning fram í gegnum heimasíðu Molans, Molinn.is/ rapp thulan. Rappþulan er rappkeppnin fyrir þátttakendur 16 ára og eldri og í fyrra sigraði Þeyti brandur. Keppnin er samstarfsverkefni Sesars A og Molans og kom til vegna vöntunar á rappkeppni fyrir þennan aldurshóp. - fb Rappþulan snýr aft ur Rappkeppnin verður haldin í annað sinn á næstunni. ÞEYTIBRANDUR Rapparinn Þeyti- brandur vann keppnina í fyrra. FRUMKVÖÐLAR Í HEILSUVITUND Bryndís stóð fyrir innleiðingu núvitundar í Flensborgarskóla við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.