Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 122
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 78
BAKÞANKAR
Hildar
Sverrisdóttur
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne
þénar tæpar 1,3 milljónir króna á
degi hverjum. Undanfarið hefur hún
gert tískusamninga við stórfyrir-
tæki á borð við Chanel, Victoria’s
Secret og DKNY þar sem hún er
með sína eigin fatalínu.
Samkvæmt upplýsingum sem
hafa verið birtar um fyrirtæki
hennar Cara & Co hefur Delevingne
aukið tekjur sínar frá árinu 2012,
sem þá námu um 215 milljónum
króna, því á síðasta ári hafði hún um
255 milljónir króna í tekjur. Fram
kemur einnig að fyrirsætan greiddi
sjálfri sér laun frá fyrirtækinu sínu
upp á um 64 milljónir króna í fyrra.
Delevingne, sem verður andlit
jólaherferðar Topshop, hefur notið
mikillar velgengni síðustu ár. Á
Twitter hefur hún 1,93 milljónir
fylgjenda.
Þénar 1,3 milljónir króna á dag
Fyrirsætan Cara Delevingne fær góðan pening fyrir hina ýmsu tískusamninga.
CARA
DELEVINGNE
Hefur að
undanförnu
gert tísku-
samninga við
stórfyrirtæki
á borð við
Chanel og Vic-
toria’s Secret.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Þegar ég var lítil og var að kaupa bland í poka fyrir fimmtíu krónur sagði vin-
kona mín mér að mamma hennar segði
að ef lakkrís yrði fundinn upp í dag yrði
hann pottþétt bannaður því hann væri
algjört eitur. Ég rifja stundum upp
þessa minningu þegar ég maula
lakkrísinn yfir glæpamynd kvölds-
ins. Ég hef aldrei gúgglað staðhæf-
inguna en geri ráð fyrir að lakkrís
sé frekar óhollt fyrirbæri sem ætti
að nálgast í hófi. Stundum nálgast
ég hann þó í óhófi og ber þá fulla
ábyrgð á því bara.
ÞAÐ er ágætis hugarleikfimi
að ímynda sér hvaða hlutir yrðu
ýmist bannaðir eða tals verðum
afmörkunum háðir ef þeir kæmu
fyrst fram á markaðinn í dag.
Listinn yrði langur og vafa-
laust fylgdi með líkindareikn-
ingur sem sýndi fram á að þessir
hlutir væru mjög varhuga verðir
á einhvern hátt í ákveðnum
hópum, í ákveðnum aðstæðum
eða á ákveðnum aldri. Og það
væri alveg örugglega alveg hár-
rétt. En þeir eru samt leyfðir því að árum
eða áratugum saman höfum við vanist
því að vega ókosti þeirra saman við þann
stóra kost að hafa frelsi til að ákveða
hvernig við förum með þá. Þessi punktur,
um frelsið til að ákveða sjálfur hvernig
maður notar hluti, virðist oft vera talinn
aukaatriði í dag. Frelsið hefur misst virð-
inguna sem það á skilið. Það er kannski
skiljanlegt þar sem við búum blessunar-
lega í samfélagi sem er ríkt af frelsis-
réttindum. En ef við tökum frelsinu sem
gefnum hlut er hætt við að sverfi smám
saman af því.
UNDANFARIÐ hafa sumir spurt hvort
fólk muni virkilega um að sleppa takinu
á frelsisfánanum og rölta bara spakt út í
sína prýðilega þjónustuðu ríkiseinokunar-
búð að kaupa sinn bjór. Skiptir svo ýkja
miklu máli að fórna fínni ríkisbúð fyrir
meira frelsi? Nei, mann munar svo sem
ekkert um að halda áfram að fara í Ríkið.
En einn daginn mun aldeilis muna um það
þegar vel meint, en oft óþörf umhyggja
fyrir velferð alls og allra, hefur orðið
svo oft ofan á að við höfum óvart gloprað
frelsinu frá okkur.
Munum að skála fyrir frelsinu
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
SPARBÍÓ
ÁLFABAKKA EGILSHÖLL
D.E. MIRROR
“HUGH GRANT DOING WHAT
HE DOES BEST”
T.V. - SÉÐ OG HEYRT
T.V. SÉÐ & HEYRT
VARIETY
EMPIRE
NEW YORK POST
TIME OUT LONDON
„BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“
H.J. FRÉTTATÍMINN
T
5, 8, 10:30
5:50, 8, 10:10
6
3:55, 8, 10:10
2, 4
1:50
1:50
-H.S. MBL
-T.V. Bíóvefurinn.is
5%
Miðasala á:
NIGHTCRAWLER KL. 5.30 - 8
GRAFIR OG BEIN KL. 3.45 - 10.30
FURY KL. 3 - 8.30*
BORGRÍKI KL. 3.45 - 10.30*
GONE GIRL KL. 21.40*
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3
INTESTELLAR KL 2 - .5.30 - 9 - 10
INTESTELLAR LÚXUS KL. 2 - 5.30 - 9
GRAFIR OG BEIN KL. 5.30 - 8
FURY KL 8 - 10.50
BORGRÍKI KL 5.45 - 8
GONE GIRL KL. 5 - 10.10
THE MAZE RUNNER KL. 2 - 3.15
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 1 - 3.30
SMÁHEIMAR ÍSL TAL 2D KL. 1.15
EMPIRE NEW YORK POST TIME OUT LONDON VARIETY
-V.G., DV
T.V. SÉÐ & HEYRT
* AÐEINS SUNNUDAGUR
ÍSLAND HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT Á HVÍTA TJALDINU
Allir borga barnaverð