Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 124

Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 124
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 80 Neikvæð úrslit gætu hvatt menn til dáða og fengið þá til að sanna sig í næsta leik. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifs- son er ekki lengur í hópi þriggja bestu markvarða landsins því Lars Lagerbäck og Heimir Hallgríms- son völdu þennan 39 ára mark- vörð Breiðabliks ekki í landsliðs- hóp sinn fyrir leiki gegn Belgíu og Tékklandi í næstu viku. Heimir og Lars völdu frekar Ingvar Jónsson, markvörð Stjörn- unnar, og Ögmund Kristinsson, markvörð Randers í Danmörku. Ingvar hefur verið í hópnum í síð- ustu leikjum en á enn eftir að spila landsleik. Ögmundur kom inn á á móti Eistlandi í júní en hafði ekki verið í hópnum síðan. Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið fastamaður í hópnum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu í árs- byrjun 2012 og alls verið í hópn- um í 25 af 27 leikjum. Gunnleifur hefur hins vegar ekki tekið þátt í nema fimm þeirra og hann hefur ekki spilað keppnisleik frá árinu 2010. Gunnleifur er fimmti leikreynd- asti markvörður karlalandsliðsins frá upphafi með 26 leiki en Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska liðsins, er kominn með 24 landsleiki og er líklegur til að taka fljótlega fimmta sætið af þeim Gunnleifi og Friðriki Friðrikssyni. „Við erum alls ekki ósáttir við Gunnleif. Hann bankar á og held- ur þeim við efnið. Við sjáum svo hvað gerist í næsta verkefni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara Íslands, í gær. Gunnleifur lék þrjá fyrstu lands- leiki sína á árunum 2000 og 2001 en síðan var hann ekki með í lands- liðinu fyrr en árið 2008 þegar hann var á 33. aldursári. Gunnleifur var síðan aðalmarkvörður landsliðsins frá 2009 til 2010. Nú er hins vegar óvíst hvort hann verður aftur með en það styttist í fertugsafmælið hans þegar liðið mætir Kasökum í lok mars. - óój Í hópnum í öllum nema tveimur Gunnleifur Gunnleifsson var ekki valinn í landsliðshóp Heimis og Lars í gær. ENDASTÖÐ? Gunnleifur Gunnleifsson á æfingu landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEM FLESTIR LANDSLEIKIR MARKVARÐA ÍSLANDS BIRKIR KRISTINSSON (1988-2004) 74 ÁRNI GAUTUR ARASON (1998-2010) 71 BJARNI SIGURÐSSON (1980-1991) 41 ÞORSTEINN BJARNASON (1978-1986) 28 GUNNLEIFUR GUNNLEIFSS. (2000-2014) 26 FRIÐRIK FRIÐRIKSSON (1982-1995) 26 HELGI DANÍELSSON (1953-1965) 25 HANNES ÞÓR HALLDÓRSS. (2011-2014) 24 JÓHANNES ATLASON (1967-1972) 24 FÓTBOLTI Landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Belgíu og Tékk- landi í næstu viku var tilkynntur í gær. Fátt kom á óvart í liðsvali þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en einn nýliði er í hópnum – Hörður Björgvin Magn- ússon sem leikur með Cesena í ítölsku úrvalsdeildinni. Lagerbäck á sem kunnugt er langan feril að baki sem lands- liðsþjálfari en segir að þetta sé í fyrsta sinn sem lið hans leiki æfingaleik svo skömmu fyrir mótsleik líkt og Ísland gerir nú. Strákarnir mæta Belgum í vin- áttulandsleik í Brussel á miðviku- dag en Tékklandi í undankeppni EM 2016 fjórum dögum síðar. Sá leikur fer fram í Plzen og er topp- leikur A-riðils í undankeppninni þar sem bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Við munum ekki ákveða fyrr en eftir helgina hverjir spila gegn Belgíu. Það ræðst af ástandi leik- manna eftir leiki helgarinnar en hugmyndin er að gefa leikmönnum sem hafa lítið fengið að spila tæki- færi í byrjunarliðinu og gera jafn- vel 3-4 breytingar í hálfleik. En það er erfitt að meta það nú hver niðurstaðan verður,“ sagði Lager- bäck við Fréttablaðið í gær. Lærum mest að spila við góð lið Strákarnir eru á mikilli sigl- ingu eftir sigrana þrjá í undan- keppninni í haust og ekki síst glæstan 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum. Ljóst er að andstæðingurinn á miðvikudag- inn verður ekki af lakari end- anum en Belgía hefur á að skipa gríðarlega öfl ugum leikmanna- hópi en liðið er nú í fjórða sæti styrkleikalista FIFA og er þar næstefsta Evrópuþjóðin. „Ég tel að við lærum mest af því að spila við sterkar þjóðir,“ segir hann og kveðst ekki óttast afleið- ingarnar þótt úrslitin í leiknum verði íslenska liðinu óhagstæð. „Það fer ef til vill fremur eftir frammistöðunni í leiknum heldur en niðurstöðunni. Neikvæð úrslit gætu þess vegna hvatt menn til dáða og fengið þá til að vilja sanna sig í næsta leik. Það er þó aldrei gott að tapa og sérstaklega ef það bitnar á einstökum leik- mönnum. Það er heldur ekki gott að tapa með miklum mun en ég hef almennt ekki áhyggjur af því.“ Hann segir að þjálfararnir hafi ekki íhugað að taka með sér fleiri leikmenn til Belgíu til þess að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. „Mér finnst þessi blanda af 20 útileikmönnum og þremur mark- vörðum vera góð og henta æfing- unum vel. Ef það eru fleiri leik- menn þarf að taka einhverja á séræfingar og annað slíkt. Ef allir leikmenn eru heilir, líkt og tilfellið er nú, er best að vera með 23 leik- menn í hópnum.“ eirikur@frettabladid.is Óttast ekki stórt tap Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu landsliðshóp Íslands fyrir næstu tvo landsleiki í knattspyrnu. Ísland mætir fyrst Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudag og fer það eft ir ástandi leikmanna hverjir munu spila í honum. ÞJÁLFARARNIR Lars Lagerbäck ræðir við fréttamenn í gær en með honum eru Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, Þórður Rafn Gissurarson og Ólafur Björn Lofts- son eru allir á meðal keppenda á öðru stigi úrtökumóts- ins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en mótið fer fram á Compo de Golf El Saler-vellinum við Valencia á Spáni. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 73 höggum og er í 17. til 26. sæti. Ólafur Björn Loftsson lék á 75 höggum sem kom honum upp í 36. til 42. sæti en Þórður Rafn lék aftur á móti á 11 höggum yfir pari (83 högg) og er í 73. og síðasta sæti. Alls er keppt á fjórum völlum á öðru stigi úr- tökumótsins á Spáni en það kemur ekki í ljós fyrr en á laugardaginn hversu margir kylfingar komast áfram af hverjum velli. Það eru alls 293 kylfingar sem keppa um að komast inn á lokaúrtökumótið. - óój Birgir Leifur í bestri stöðu á Spáni FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins, er mjög ánægður með að leikmenn íslenska liðsins hafa ekki fengið mörg spjöld í fyrstu þremur leikj- um íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið er á toppi síns rið- ils en liðið hefur náð í 9 stig af 9 mögulegum og er auk þess með markatöluna 8-0. Íslensku strák- arnir hafa verið skynsamir í sínum leik því þrátt fyrir mikla grimmd og harða baráttu eru gulu spjöldin bara tvö á fyrstu 270 mínútunum. Þetta er mikil framför frá síð- ustu undankeppni þegar íslensku leikmennirnir fengu átta gul spjöld og eitt rautt spjald í fyrstu þremur leikjunum. „Það er virkilega gott líka hversu fá gul spjöld við höfum fengið,“ sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundinum í gær. Gylfi Þór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason eru þeir einu sem hafa náð sér í gult spjald í sigurleikj- unum á móti Tyrklandi, Lettlandi og Hollandi. Þeir Gylfi og Ari fara í leikbann fái þeir annað spjald en enginn annar leikmaður íslenska liðsins er á hættusvæði. - óój Sáttur með fá gul spjöld Sjö færri spjöld en í síðustu undankeppni liðsins. FÁ GUL Ari Freyr Skúlason var ekki sátt ur við sitt spjald. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LIVERPOOL-CHELSEA Lau. 8. nóv. kl. 12:45 Sun. 9. nóv. kl. 16:00 SWANSEA-ARSENAL Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is Stór pizza af matseðli, 2 L Coke og Súkkulaði-, Kanil- eða Ostagott. Ef þú sækir, 6.–9. nóv. FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er í hádeginu í dag þegar Liverpool tekur á móti Chelsea. Chelsea situr í toppsæti deildar- innar með 26 stig og hefur ekki enn tapað í fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Liverpool er ekki alveg á sömu siglingu og situr í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig. Ekki sá árangur sem stefnt var að. Það myndi aftur á móti gefa liðinu mikið ef því tækist að skella Chelsea í dag. Það eru aftur á móti ekki góð tíðindi fyrir Liverpool að framherj- inn Diego Costa er klár í slaginn á nýjan leik fyrir Chelsea og mun líklega byrja leikinn. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var spurður út í gengi Liverpool á blaða- mannafundi í gær. „Staða liðsins kemur mér ekki á óvart. Það er ekkert í þessari deild sem kemur mér á óvart. Allir leikir eru erfiðir og aldrei hægt að vita hvenær lið tapa stigum. Ég lít svo á að Liverpool sé að berjast um titilinn rétt eins og við,“ sagði Mourinho og bætir við að það sé alltaf erfitt að spila á Anfield. „Áhorfendur hérna geta alltaf haft áhrif á gang mála. Mér finnst gaman að spila hérna en sumir upplifa andrúmsloftið á neikvæðan hátt.“ - hbg Gengi Liverpool kemur mér ekki á óvart LÆTI Mourinho rífst hér við leikmenn Liverpool. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.