Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 126
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 82
HANDBOLTI „Ég er búinn að hafa
samband við IHF vegna þessa
máls. Ég hringdi í þá og minnti á
okkar kröfur í tilefni þessara tíð-
inda,“ segir Guðmundur B. Ólafs-
son, formaður HSÍ, en tíðindin sem
hann talar um eru þau að Barein
hefur hætt við að taka þátt á HM
í Katar í janúar. Einnig eru taldar
líkur á því að Sameinuðu arabísku
furstadæmin hætti við þátttöku.
Eins og þjóðinni ætti að vera í
fersku minni varð allt brjálað er
Alþjóða handknattleikssam bandið,
IHF, ákvað að veita Þjóðverjum
sæti á mótinu sem HSÍ taldi sig
eiga að fá.
Reglunum var breytt til þess að
koma Þjóðverjum inn og það gæti
allt eins orðið til þess að Ísland
taki sæti Barein en ekki einhver
Asíuþjóð. Nýju reglurnar bjóða
upp á það. Ekki er lengur farið
eftir fyrstu varaþjóð heldur er
það nefnd sem ákveður hvaða þjóð
tekur sæti sem losnar.
Kærumálið enn í gangi
Það var reyndar ekki alveg útséð
um að Ísland fengi sætið sem Þjóð-
verjum var úthlutað. HSÍ hafði
nefnilega kært niðurstöðuna til
dómstóls IHF og er enn beðið
úrskurðar í því máli. Líkurnar á að
Ísland vinni það mál eru reyndar
ekki taldar vera miklar.
„Kæra okkar snerist um að það
væri ekki hægt að breyta reglum
í miðri keppni. Samkvæmt gömlu
reglunum ætti Asíuþjóð að taka
sæti Barein en ef nýju regl urnar
eru notaðar þá er það nefnd á
vegum IHF sem ákveður hvaða
þjóð tekur þetta sæti,“ segir Guð-
mundur en sú nefnd fundar þann
21. nóvember næstkomandi.
Þó að ekki sé komin niðurstaða
í mál HSÍ gegn IHF þá gæti sú
pressa sem Ísland hefur sett á IHF
vegna málsins hjálpað HSÍ að fá
sætið sem nú var að losna.
„Okkar krafa er enn inni um
að fá sæti á HM. Við vildum auð-
vitað í upphafi fá sætið sem Þjóð-
verjar fengu. Ég held að það geti
skipt ansi miklu máli núna hvort
Sameinuðu arabísku furstadæmin
detta líka út. Ég held að IHF setji
aldrei tvær Asíuþjóðir inn fyrir
þessi tvö. Nefndin myndi örugg-
lega taka ákvörðun sjálf um annað
sætið sem myndi losna.“
Eins og málin eru að þróast þá
virðist Ísland færast nær HM-sæti
með hverjum deginum. Hversu
vongóður er formaðurinn um að
Ísland fái HM-sæti á endanum?
„Það er erfitt að segja. Kost-
urinn er að það er stutt í ákvarð-
anatöku hjá IHF og við munum að
sjálfsögðu halda áfram að berjast.
Það á að koma niðurstaða í okkar
máli gegn IHF fljótlega eða fyrir
þennan fund sem verður hald-
inn 21. nóvember. Við bíðum eftir
dómsniðurstöðunni en ef það er
hægt að leysa málið fyrir þann
tíma þá er það að sjálfsögðu hið
besta mál.“
Næstu tvær vikurnar verða afar
áhugaverðar. Það er gríðarlegt
hagsmunamál fyrir HSÍ að koma
landsliðinu inn á HM til þess að
auka möguleikana á að komast á
ÓL í Ríó árið 2016. Leiðin til Ríó
er mun greiðari ef Ísland fer eftir
allt saman til Katar.
henry@frettabladid.is
SKÍÐI Helga María Vilhjálms-
dóttir er fremsta skíðakona lands-
ins þessa dagana eftir frábært
ár í fyrra þar sem hún stóð sig
vel á Ólympíuleikunum í Sotsjí.
Helga María varð í febrúar fyrsta
íslenska konan síðan á ÓL í Inns-
bruck 1976 sem kemst inn á topp
þrjátíu í sinni fyrstu grein á
Vetrar ólympíuleikum en hún náði
þá 29. sæti í risasvigi.
„Það gekk mjög vel á síðasta
ári og Ólympíuleikarnir standa
gjörsamlega upp úr,“ segir Helga
María en hún var þá stödd á kynn-
ingarfundi Skíðasambands Íslands
og fram undan eru æfingar og
keppnir í Noregi.
„Þetta lítur mjög vel út hjá mér
í vetur og ég verð mikið á skíðum.
Ég stefni á HM en auðvitað líka á
mörg önnur mót. HM er samt aðal-
verkefnið,“ segir Helga María.
Helga María keppti á HM ung-
linga strax á eftir Ólympíuleik-
unum og viðurkennir að það hafi
kannski verið fullmikið af því
góða. „Það var mikið prógramm og
ég var orðin svolítið þreytt í lokin.
Það kom niður á niðurstöðunni á
HM unglinga sem og það var smá
spennufall eftir Ólympíuleikana.
Það er líka mjög erfitt að standa
sig vel á mörgum mótum í röð. Það
er alltaf mismunandi aðstaða og
mismunandi brautir. Það fylgir því
líka hellings pressa,“ segir Helga
María.
„Þetta fer allt í reynslubankann
og ég lærði mest af því að fara á
þessi stórmót og sjá hvernig ég
réð við það. Maður getur undir-
búið sig heilan helling andlega
fyrir svona mót. Einbeitingin var
góð hjá mér og taugarnar héldu,“
segir Helga María um lykilinn að
góðum árangri á Ólympíuleik unum
í fyrra. Hún er óhrædd við að láta
vaða í brekkunni og sérhæfir sig í
hraðari greinunum.
„Ég verð að láta svolítið vaða
því þú færð lítið út úr því að bara
standa niður brautina. Maður er
alltaf að reyna að komast hraðar
og hraðar,“ segir Helga María.
Nokkrar íslenskar skíðakonur í
fremstu röð hafa meiðst illa á síð-
ustu árum en Helga María hræðist
ekki möguleg meiðsli. „Ég er ekk-
ert smeyk enda hjálpar það aldrei
að hugsa þannig. Maður verður
bara að halda áfram og einbeita
sér að sínu,“ segir Helga.
Hún hefur háleit markmið fyrir
heimsmeistaramótið sem fer fram
í Colorado í febrúar næstkomandi.
Hún ætlar að toppa þar.
„Mig langar mjög mikið að kom-
ast í aðra umferðina á HM. Það eru
færri í ár sem komast heldur en
síðast. Þú verður að vera á meðal
30 bestu í heiminum til þess að
komast í aðra umferð,“ segir Helga
María en er það raunhæft? „Já,“
segir hún hikandi og bætir við:
„Maður á aldrei að segja aldrei.
Ég þarf þá að undirbúa mig vel og
sleppa við meiðsli,“ segir Helga
María. - óój
Þú færð lítið út úr
því að bara standa niður
brautina. Maður er alltaf
að reyna að komast
hraðar og hraðar.
Helga María Vilhjálmsdóttir
Þýðir ekkert að vera smeyk í brekkunni
Helga María Vilhjálmsdóttir segist ekkert hræðast þegar hún rennir sér á fullu niður skíðabrekkurnar.
UNGUR REYNSLUBOLTI
Helga María Vilhjálmsdóttir
er yngst allra í alpagreina-
landsliðinu en samt með
einna mestu reynsluna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Íslenska handboltalandsliðið hefur tvisvar sinnum komist inn á stórmót
með því að fara bakdyramegin inn en það gerðist bæði fyrir Ólympíuleikana
í Los Angeles 1984 og fyrir Ólympíuleikana í Barselóna árið 1992.
Íslenska landsliðinu náði „bara“ sjöunda sætinu í B-keppninni í Hollandi
1983 þar sem tvö efstu sætin gáfu þátttökurétt á leikunum í Bandaríkjunum
árið eftir. Þetta sjöunda sæti átti þó eftir að skila liðinu inn á endanum
því tveimur mánuðum fyrir ÓL 1984 var ljóst að Sovétríkin, Tékkóslóvakía,
Austur-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland myndu ekki senda keppendur á
Ólympíuleikana. Íslenska landsliðið sló síðan í gegn á ÓL í Los Angeles og
náði þar sjötta sætinu sem var þá besti árangur íslensks handbolta-
landsliðs á Ólympíuleikum.
Átta árum síðar rétt missti íslenska landsliðið af Ólympíusæti
þegar liðið endaði í þriðja sæti í B-keppninni í Austurríki. Ísland
var hins vegar fyrsta varaþjóð á ÓL og fékk að lokum
sæti Júgóslavíu aðeins þremur dögum
fyrir leikana. Júgóslavíu var meinuð
þátttaka í liðakeppni á leikunum vegna
samskiptabanns Sameinuðu þjóðanna
gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Íslenska
landsliðið sló heldur betur í gegn í
Barselóna og spilaði í fyrsta sinn um
verðlaun á stórmóti. Ísland tapaði
hins vegar bæði undanúrslita-
leiknum og leiknum um þriðja
sætið og varð að sætta sig við
að missa af verðlaunum. Þessi
árangur í Barselóna var besti
árangur Íslands á Ólympíuleikum
þar til silfurliðið sló svo rækilega
í gegn á ÓL í Peking 2008.
Tvisvar bakdyramegin inn á stórmót
Munum berjast fyrir sætinu
Möguleikar Íslands á að taka þátt á HM í Katar í janúar jukust mikið í gær þegar Barein ákvað að draga lið
sitt úr keppni. Nýju reglurnar hjá IHF, sem urðu þess valdandi að Þjóðverjar fóru á HM en ekki Ísland, gætu
á endanum orðið þess valdandi að Ísland taki sæti Barein. HSÍ var fl jótt að minna á sig við IHF.
RYÐJUM OKKUR LEIÐ TIL KATAR Bakdyrnar til Katar opnuðust óvænt í gær og HSÍ ætlar ekki að láta staðar numið fyrr en
Ísland er búið að ryðja sér leið inn á mótið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BOX Hinn 49 ára gamli Bernard
Hopkins berst við Rússann
Sergey Kovalev í beinni á Stöð
2 Sport í nótt og mun hann þá
reyna að verja heimsmeistaratitil
sinn í léttþungavigt. Hopkins er
magnaður íþróttamaður og er til
að mynda kallaður „geimveran“.
Einn er sá maður sem velkist
ekki í vafa um mikilvægi við-
burðarins og hann heitir Bubbi
Morthens, tónlistarmaður og
hnefaleikasérfræðingur, og
spennan er að fara með Bubba.
„Boxarinn heitir Bernard
Hopkins. Það hefur enginn ein-
stakur íþróttamaður í sögu
íþróttanna náð þessum aldri og
verið á þessum stað. Þetta er
svona svipað og ef við værum að
tala um hundrað metra sprett-
hlaupara sem væri 49 ára.“
Bubbi segir þetta með hinum
mestu ólíkindum. Og dregur ekki
úr því.
„Hann er að berjast á laugar-
daginn í beinni útsendingu á Stöð
2 Sport um titil á móti manni sem
rotar andstæðinga sína í 90 pró-
sentum tilfella.“
Bubbi segir að sérfræðingar
erlendis tali um að Hopkins sé í
raun geimvera.
„Þeir skrifa um hann í Banda-
ríkjunum sem geimveru. Það
kæmi mér ekkert á óvart ef Bern-
ard Hopkins myndi einfaldlega
vinna þennan bardaga. Þetta er
bara algjörlega með ólíkindum
í íþrótt eins og þessari. Þetta er
ein erfiðasta og harðasta íþrótta-
grein veraldar. Að það skuli vera
maður um fimmtugt að berjast
um heimsmeistaratitil er ótrú-
legt.“
Bubbi segir að allir miðlar
erlendis séu að fjalla um málið
þar sem það telst vera einstakt.
- sáp
Ver titilinn 49
ára gamall
ÓTRÚLEGUR Það verður magnað að sjá
Hopkins í nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ég held að það geti
skipt ansi miklu máli
núna hvort Sameinuðu
arabísku furstadæmin
detti líka út.
Guðmundur B. Ólafsson