Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 8
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 RANNSÓKNIR „Ég lít á þetta sem spennandi verkefni fyrir upplýs- ingatækniiðnað á Íslandi. Tilurð þess er að danska veðurstofan þarf að endurnýja þennan búnað á fimm til sjö ára fresti, en öfl- ugri tölva þýðir meiri orkuþörf og kvaðir sem opinberar stofnanir í Danmörku starfa undir leyfa ekki rekstur þessarar tölvu þar í landi,“ segir Ingvar Kristinsson, þróunar- stjóri Veðurstofu Íslands. Á dögunum var undirritaður samningur um samstarf Veður- stofu Íslands og dönsku veður- stofunnar (DMI) um stóraukið samstarf, og þar á meðal rekstur tölvu sem hefur tífalt meiri reikni- getu en sú tölva sem DMI nýtir í dag. Ávinningur DMI er að nýta umhverfisvæna orkugjafa Íslands en Ingvar segir að orkuþörf nýju ofurtölvunnar og búnaðar sem henni tengist nálgist eitt mega- vatt á ári. Veðurstofu Íslands gefst á móti tækifæri til að stækka reiknisvæð- ið í kringum Ísland og bæta þjón- ustu sína á öllum sviðum; í veð- urspám, hafísspám, reikningum á fortíðarloftslagi og framtíðar- sviðsmyndum mögulegra lofts- lagsbreytinga. Einnig gefast betri tækifæri til styrkumsókna, bæði úr norrænum og evrópskum rann- sókna- og þróunarsjóðum. Sameig- inlega munu DMI og Veðurstofan geta beitt sér enn betur að sam- starfi hvað varðar loftslagsmál á norðurslóðum. Veðurstofurnar tvær hafa í lang- an tíma verið í virku samstarfi um veðurþjónustu, og lengi keyrði DMI veðurlíkan fyrir Ísland, sem notað var sem grunnlíkan fyrir veðurspár á Íslandi. Í sumar skipti Veðurstofan um veðurlíkan sem kallaði á meira reikniafl en DMI hafði aflögu. Ingvar segir að hugsunin sé að setja nýju ofurtölvuna upp í húsa- kynnum Veðurstofunnar, en einnig hafi menn velt því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vinna með einkaaðilum, bæði hvað varðar rekstur og hýsingu. „Það kemur í ljós á næstu mánuðum, en að því er stefnt að seint á næsta ári verði ofurtölvan komin í rekstur og veðurspár byggi á henni snemma árs 2016,“ segir Ingvar, sem telur rekstur ofurtölvunnar hér áhuga- vert upphafsverkefni á þessu sviði. Ekki aðeins fyrir Veðurstofuna heldur einnig fyrir íslensk tölvu- hýsingarfyrirtæki sem geti nýtt tækifærið til að kynnast þessum rekstri frá fyrstu hendi. svavar@frettabladid.is Ofurtölva á Íslandi stórbætir veðurspár Veðurstofur Íslands og Danmerkur stórauka samstarf. Ofurtölva verður sett upp á Íslandi þar sem orkuþörf hennar gerir rekstur í Danmörku óhugsandi. Tækifæri fyrir Veðurstofuna og tölvuhýsingarfyrirtæki, segir þróunarstjóri Veðurstofunnar. Flestar veðurstofur í Evrópu reka sínar eigin ofurtölvur til þess að reikna veðurspár. Þróun ofurtölva er hröð og kröfur til veðurstofa um nákvæmari veðurspár kalla á hraðari uppfærslur á ofurtölvunum en áður. Á sama tíma er þrengt að fjárhag veðurstofa. Norska og sænska veðurstofan starfa saman að rekstri ofurtölvu, en nú er stefnt að samnorrænni gagnahýsingu og rekstri ofurtölvu til að reikna veðurspár fyrir öll Norðurlöndin frá árinu 2020. „Vinna er hafin við að meta hvað tölva þarf að hafa mikla reikni- getu til að geta sinnt öllu þessu svæði sem nær yfir öll Norðurlöndin og Ísland og Grænland þar með talin. Menn eru jafnvel að velta því fyrir sér að Eystrasaltsríkin verði þar líka með,“ segir Ingvar. Framtíðarsýnin er fjölþjóðlegt samstarf LANDBÚNAÐUR Ríkið á 473 jarðir og af þeim eru eyðibýli um 160 talsins. Sjö þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjármálaráðherra verði falið að leita allra leiða til að koma ónýttum, eða ósetnum, jörð- um í notkun. Það er mat flutningsmanna að ótækt sé að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði, eða illa nýttur, á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. Með slíkri aðgerð telja þing- mennirnir að megi auka byggða- festu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins. Enn fremur að greiða fyrir ábúenda- skiptum á ríkisjörðum í því skyni að stuðla að markvissri búsetu og uppbyggingu þessara jarða. Í greinargerð tillögunnar segir að ungir bændur eigi í erfiðleik- um með að hefja búskap þar sem bújarðir liggja ekki á lausu og/eða eru ákaflega dýrar. Með því að koma jörðum í notk- un mætti, að mati flutningsmanna, að nokkru leyti leysa vanda nýlið- unar, auka matvælaframleiðslu, tryggja byggðafestu og bæta atvinnumöguleika. Hún styðji við aðrar þær aðgerðir sem óhjá- kvæmilega þarf að ráðast í til þess að snúa við óheppilegri byggðaþró- un í mörgum héruðum. - shá Sjö stjórnarþingmenn telja ótækt að fjölmargar ríkisjarðir séu ónýttar og vilja koma þeim í notkun: Eyðibýli eru á 160 af 473 jörðum í ríkiseigu Í EYÐI Það er mat flutningsmanna að ótækt sé að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKIPULAGSMÁL Hostel B47 í Heilsuverndarstöðinni á Baróns- stíg vill fá leyfi til að selja léttvín í borðsal á fyrstu hæð í tengslum við gistahúsrekstur sinn. Skipulagsfulltrúi borgarinnar segir fyrir sitt leyti að beiðn- in sé í samræmi við aðalskipu- lag. Þó þurfi að meta hljóðvist þar sem starfsemin sé í íbúðar- götu og segir koma til greina að takmarka opnunartímann. Byggingar fulltrúi frestaði afgreiðslu. - gar Nýjung í Heilsuverndarstöð: Vínveitingar á Barónsstígnum SUMAR Úrkomuspár munu verða nákvæmari með nýrri ofurtölvu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að því er stefnt að seint á næsta ári verði ofur- tölvan komin í rekstur og veðurspár byggi á henni snemma árs 2016. Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands. TIMEOUT Tilboð kr. 322.980 með skemli ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt T IMEOUT HÆGINDASTÓLL þeirra jarða sem ríkið á eru eyðibýli. 34%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.