Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 76
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 64 www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör SPARIKLÆDDIR SPJÁTRUNGAR TÖFFARAR Eigendur GK Reykjavík og SUIT, þau Guð- mundur Hallgrímsson og Ása Ninna Pétursdóttir. SKEMMTU SÉR VEL Þeir Jakob H. Magnússon, Bjarni Snæð- ingur og Hreinn Breiðfjörð voru hæstánægðir með sýninguna. KRÓKÓDÍLAMAÐURINN Aron Bergmann Magn- ússon stillti sér upp með þessum forláta krókódíl. Árleg herrafatasýning verslunarinnar Kormáks og Skjaldar var haldin með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum á þriðjudagskvöld. Á sýning- unni var meðal annars kynnt ný herrafatalína Kor- máks og Skjaldar í samstarfi við Gunnar Hilmars- son og starfsmenn verslunarinnar. Boðið var upp á skemmtiatriði og uppistand, en sýningin markar upphaf jólaundirbúnings hjá mörgum og er talin einn af hápunktum skemmtanalífs Reykjavíkur. STÓRGLÆSILEGIR Herramennirnir stilltu sér upp í lok sýningar. GOLFARI Þessi piltur var klæddur í glæsi- legan golffatnað. VÍGALEGUR Leikarinn Vignir Rafn Valþórs- son leikari sýndi sínar bestu hliðar. EIGANDINN SJÁLFUR Kormákur Geirharðsson lét sitt ekki eftir liggja. SÆT SAMAN Parið Jóhann Wium og Ásdís Rán. „Ég er eiginlega að bjóða heim í vinnustofuna til að geta leyft fólki að upplifa þessa stemningu og kveikja á öllum skynfærum, þetta er gjörningur sem fólk á að upplifa á margbreytilegan hátt,“ segir myndlistarmaðurinn Ing- var Björn Þorsteinsson sem mun framkvæma gjörninginn United Transformation á sviði Gamla bíós 27. nóvember. Ingvar, sem er stundum kenndur við popplist, mun notast við fjóra mennska pensla sem hann tengir við tákn úr verkinu The Largest Artwork, sem kallað er stærsta samfélagsmiðlalistaverk í heimi. „Hugmyndin var að sameina heim- inn í að gera eitthvað skemmtilegt en í kringum 78.000 manns frá 138 löndum tóku þátt. Þegar þú fórst inn á verkið las tölvan á hvaða stað þú værir og hversu marga vini þú ættir á Facebook og þá myndaðist ákveðið tákn. Í United Transformation mun ég sameina þessa tvo heima og fá fjórar stelpur til að mála líkama sína. Þá stýri ég þeim á milli tákn- anna sem ég mála,“ segir Ingvar en gjörningurinn verður tvinn- aður við tónlistarflutning hljóm- sveitarinnar Vakar og rapparans Blaz Roca. „Ég valdi sitthvora tón- listarstefnuna til að skapa ákveðna stemningu,“ segir Ingvar sem lofar góðri skemmtun. - þij Tónlist og mennskir penslar í gjörningi Ingvar Björn Þorsteinsson fl ytur í næstu viku gjörn- ing upp úr „stærsta samfélagsmiðlalistaverki heims“. SAMRUNI TVEGGJA HEIMA Vök, Ingvar og Blaz Roca ásamt tveimur mennskum penslum. MYND/BADDI „Við erum báðar haldnar þráhyggju um hugmyndina um rokkstjörnur,“ segir Halla Ólafsdóttir dansari, sem ásamt Amöndu Apetrea sýnir verk- ið DEAD Beauty and the Beast á Reykjavík Dance Festival. „Verkið DEAD Beauty and the Beast er sjálfstætt framhald af verk- inu okkar Beauty and the Beast, sem hefur farið sigurför um heiminn. Verkið er enn í vinnslu og við munum deila hluta af verkinu með áhorfend- um,“ segir Halla. Fyrra verkið var rokktónleikar, dulbúnir sem dans- sýning, og því fannst þeim liggja vel við að næsta verk yrði plata og í gegnum gerð plötunnar semja þær dansverk. Textana sem þær skrifa segir Halla vera blöndu af ljóði (poem) og klámi (porn) sem þær kalla „poernm“. „Við erum mikið að vinna með kynlíf, kynhegðun, mun- inn á fantasíu og veruleika og alls kyns klisjur. Það vonandi leiðir til þess að við fáum aðrar hugmyndir en þessar fyrirframákveðnu. Við erum að leika okkur með klisjur og þá hluti sem okkur finnast skemmtileg- ir,“ segir Halla. Síðustu tvö ár hefur Halla unnið með hljómsveitinni The Knife, sem kom fram á sínum síð- ustu tónleikum á Iceland Airwaves. „Það var ótrúlegur lúxus að vera með þeim svona lengi, þar sem verkefnin í dansinum eru yfirleitt tímabundin. Þarna gafst okkur tækifæri til þess að búa til verk í lotum og það að geta farið frá hugmyndinni og komið að henni aftur gefur henni eigið líf,“ segir Halla. - asi Dans í gegnum plötu Halla Ólafsdóttir sýnir verkið DEAD Beauty and the Beast á Reykjavík Dancefestival í næstu viku. ÚR DEAD BEAUTY AND THE BEAST Halla, í pelsinum, ásamt Amöndu Apetrea. Í United Transform- ation mun ég sameina þessa tvo heima og fá fjórar stelpur til að mála líkama sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.