Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 62
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 „Dagskráin verður í stíl við yfir- skriftina á tónleikaröðinni Á ljúf- um nótum. Okkur finnst svo hentugt að bjóða upp á hugljúft hádegi með innilegri tónlist á föstudegi,“ segir Eygló Rúnarsdóttir, félagi í Íslenska sönglistahópnum um hádegistón- leikana í Laugarneskirkju á morg- un. „Allt eru þetta trúarleg verk við biblíutexta, eða úr öðrum ritum, afar falleg lög og öll sung- in án undir leiks,“ útskýrir Eygló. Hún segir tónlistina spanna þrjár aldir, því elsta tónskáldið, Antonio Lotti, sé fætt 1667 og það yngsta sé tuttugustu aldar tónskáldið Jón Ásgeirsson. „Við ákváðum að taka Faðirvorið hans Jóns sem lokalag á tónleikunum.“ Íslenski sönglistahópurinn hefur verið til frá haustinu 2010 er hann var stofnaður í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Hann er skipaður menntuðu söngfólki. „Hin í hópn- um eru öll meira lærð en ég, maður verður að velja sér gott fólk til að vinna með,“ segir Eygló glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og ekki er posi á staðnum. gun@frettabladid.is Faðirvor Jóns Ásgeirs- sonar sem lokalag Íslenski sönglistahópurinn fl ytur trúarlega tónlist án undirleiks í Laugarnes- kirkju í hádeginu á morgun og nefnir tónleikana Libera me. ÍSLENSKI SÖNGLISTAHÓPURINN „Hin í hópnum eru öll meira lærð en ég, maður verður að velja sér gott fólk til að vinna með,“ segir Eygló, sem er önnur frá vinstri á myndinni. „Gullleit hefur verið við lýði á Íslandi allt frá aldamót- unum 1900 þegar framfarahugur Íslendinga var sem mestur. Ég ætla aðeins að fjalla um frumkvöðlana,“ byrjar Hjalti Franzson jarðfræðingur þegar forvitn- ast er um fyrirlestur hans í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í kvöld klukkan 20. „Svo ætla ég að segja frá hvernig gull verður til og lýsa því hvernig leitar- svæðin voru valin.“ Hjalti starfar hjá Íslenskum orkurannsóknum og hefur leitað gulls frá 1989. „Aðferðafræðin verður sífellt hnitmiðaðri,“ segir hann og kveðst ætla að lýsa niðurstöðum leitarinnar. „Svo ætla ég að tæpa á hvernig vinnsluferlið er þegar búið er að taka ákvörð- un um gullvinnslu.“ Sér hann fyrir sér að það gerist innan tíðar? „Við erum ekki búin að finna námu, en getum sýnt fram á að gull verður til í íslenska jarð- hitakerfinu við sérstakar aðstæður og höfum fundið svæði sem við teljum áhugavert að halda áfram rann- sóknum á.“ Hjalti segir Þormóðsdal í Mosfellssveit stað númer eitt hjá gullleitarmönnum nútímans, rétt eins og á dögum Einars Ben. „En við erum með fleiri svæði sem hafa sýnt góð merki,“ tekur hann fram. Hann segir litlar upplýsingar til um tilraunavinnslu gulls á Íslandi til þessa og engar um hluti unna úr íslensku gulli. gun@frettabladid.is Allt um gull í íslenskri náttúru Dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur segir sögu gullleitar og lýsir möguleikum á gullvinnslu á Íslandi í fyrirlestri í Hönnunarsafni Íslands í kvöld. GULLLEITARMAÐURINN „Við erum ekki búin að finna námu en getum sýnt fram á að gull verður til í íslenska jarðhitakerf- inu við sérstakar aðstæður,“ segir jarðfræðingurinn Hjalti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sýningunni Orðaævintýri í Nor- ræna húsinu lýkur á laugardaginn með sköpunarsmiðju fyrir alla fjölskylduna. Davíð Stefánsson, einn sýningarstjóra Orðaævintýr- is, stýrir smiðjunni. Smiðjan hefst klukkan 14 og er öllum opin. Hugmyndin er einföld: Fjöl- skyldur mæta til leiks, fá inn- blástur og innspýtingu af hálfu umsjónar manns og svo freistar hver fjölskylda þess að skapa eigin sögu í sameiningu og með hand- leiðslu. Bíómynd? Skáldsaga? Smá- saga? Örsaga? Ljóðsaga? Mynda- saga? Það skiptir ekki máli hvert formið er – bara að mæta með opinn huga og sjá hvað gerist. Aldurinn skiptir heldur ekki máli – bara frelsi og fúsleiki til að prófa að skapa með börnum sínum og foreldrum, að því er fram kemur í kynningu. Orðaævintýrið var opnað þann 4. október síðastliðinn og hefur verið ein vinsælasta sýning Nor- ræna hússins síðustu ár. - fsb Orðaævintýri lýkur með sköpunarsmiðju Davíð Stefánsson skáld stýrir sköpunarsmiðju fyrir alla fj ölskylduna í Norræna húsinu á laugardag. STÝRIR SKÖPUN Davíð Stefánsson skáld mun leiða sköpunar- smiðju í Norræna hús- inu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristín Tómasdótt- ir heldur fyrirlest- ur í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á morgun klukkan 12. Í fyrirlestri sínum mun Kristín fjalla um sýn sína á ljósmyndasýninguna Stelpu- menning eftir Lauren Greenfield sem stendur yfir í safninu. Kristín mun tengja efni sýningarinnar við sína upplifun af stelpumenningu á Íslandi. - fsb Stelpumenn- ing í Ljós- myndasafni iPhone viðgerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.