Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 6
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 STJÓRNMÁL Þriðjungur þjóðar- innar, eða 34 prósent, styður rík- isstjórnina samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Tæplega helm- ingur, eða 49 prósent, styður hana ekki. Fjórtán prósent segj- ast óákveðin en 4 prósent svara ekki spurningunni. Þegar einung- is er litið til svara þeirra sem taka afstöðu sést að 41 prósent styður ríkisstjórnina en 59 prósent styðja hana ekki. Stuðningurinn er meiri meðal karla en kvenna. Fjörutíu pró- sent karla segjast styðja ríkis- stjórnina, 45 prósent segjast ekki styðja hana, þrettán prósent eru óákveðin og 2 prósent svara ekki. Tuttugu og átta prósent kvenna segj- ast styðja rík- isstjórnina, 53 prósent segjast ekki styðja hana, 15 prósent eru óákveðin og 6 prósent svara ekki. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent karla styðja ríkisstjórn- ina en einungis 34 prósent kvenna. Þetta er lítil breyting á stuðn- ingi við ríkisstjórnina frá því í könnun sem gerð var í október, en þó innan skekkjumarka, sem eru 3,41 prósent. Þá sögðust 35 pró- sent styðja ríkisstjórnina og 65 prósent ekki. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síð- ustu viku. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segist aðspurð ekki hafa áhyggjur af þessum tölum. „En þetta eru hlutföll sem menn eiga að velta fyrir sér og af hverju þessi greinilega marktæki munur stafi,“ segir Sveinbjörg Birna. Hún hafi hins vegar engar niðurnjörvaðar skýringar á því hvers vegna þetta er svo. „En það má velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi verið að vinna meira í hörðu málunum frekar en þeim mjúku. Því það má sjá mismunandi hlutfall karla og kvenna sem fylgja þeim málum,“ segir hún. Sveinbjörg Birna telur þessar tölur ekki benda til þess að úrræði ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafi skilað sér frek- ar til karla en kvenna. „Heldur skýrist þetta miklu frekar af mis- munandi nálgun karla og kvenna í pólitík,“ segir hún. „Ánægjulegt er að sjá fylgi rík- isstjórnarinnar aukast og vonandi heldur það áfram í þá átt. Það kemur á óvart að ekki sé meiri stuðningur á meðal kvenna en í því felast tækifæri á sama tíma. Ábyrgur ríkisrekstur, skuldaleið- réttingar og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins eru áherslur sem ættu að höfða til beggja kynja,“ segir Þórey Vilhjálms- dóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. „En það er þá mikilvægt að hafa í huga að kynja- hlutföll í ríkisstjórn og á Alþingi hafa einnig áhrif á stuðning kvenna, fram hjá því er ekki hægt að líta,“ bætir hún við. jonhakon@frettabladid.is 1. Hvað er sérstakt við nýjan lánafl okk Byggðastofnunar? 2. Hvað heitir utanríkisráðherra Þýskalands? 3. Hvað heitir söngvari hljómsveitar- innar Bombay Bicycle Club? SVÖR 1. Er sérstaklega ætlaður konum. 2. Frank- Walter Steinmeier. 3. Jack Steadman. Allir Karlar Konur STYÐUR ÞÚ RÍKISSTJÓRNINA? 41% JÁ 59% NEI 47% 53% 34% 66% Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ertu með verki í hnjám eða ökkla? Flexor býður mikið úrval af stuðningshlífum fyrir flest stoðkerfisvandamál. DÓMSMÁL Hinrik Geir Helgason, einn þeirra sem dæmdir voru í Stokkseyrarmálinu svokallaða, var á mánudag dæmdur í 10 mán- aða fangelsi fyrir að hafa svipt mann frelsi. Kona sem var með honum í för var dæmd í tveggja mánaða fang- elsi fyrir frelsissviptinguna. Hin- rik var auk þess dæmdur fyrir líkamsárás. Í dómnum kemur fram að Hin- rik hafi í félagi við þrjá aðra bundið manninn á höndum og haldið honum nauðugum í íbúð í Hafnarfirði í júlí síðastliðnum. Hinrik og annar óþekktur aðili hafi veist að manninum þar sem hann var sofandi, kýlt hann með krepptum hnefa í andlit og lík- ama og brotið í honum tennur. Þá fékk maðurinn heilahrist- ing, glóðarauga, vör sprakk og hann var hruflaður á öxlum og bringu. Hinrik á sakaferil að baki frá árinu 2009. Meðal annars fyrir hlutdeild að Stokkseyrarmálinu svokallaða þar sem hann í félagi við fjóra aðra svipti mann frelsi og misþyrmdi honum. Hinrik hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir það. Konan sem var dæmd á einnig nokkuð langan sakaferil að baki, frá árinu 2004. - vh Einn sakborninga úr Stokkseyrarmálinu dæmdur fyrir frelsissviptingu og líkamsárás í Hafnarfirði í júlí: Tíu mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu DÆMDUR Hinrik Geir hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í Stokkseyrarmálinu svokallaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mun meiri stuðningur hjá körlum en konum Um 41 prósent landsmanna styður ríkisstjórnina en 59 prósent styðja hana ekki. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segir muninn hugsanlega stafa af mismunandi nálgun karla og kvenna í pólitík. SVEINBJÖRG BIRNA SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR Ábyrgur ríkisrekstur, skuldaleiðrétt- ingar og aukið fjármagn til heilbrigðis- kerfisins eru áherslur sem ættu að höfða til beggja kynja. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. TYRKLAND Hollensk kona, sem heitir Monique, hélt í síðustu viku til borgarinnar Rakka í Sýrlandi til þess að bjarga nítján ára dóttur sinni, sem hafði gifst liðsmanni vígasamtakanna Íslamsks ríkis. Dóttirin heitir Aicha, en ættarnafn þeirra hefur ekki verið gefið upp í fjölmiðlum. Þær eru nú komnar til Tyrklands og bíða leyfis til að halda áfram til Hollands. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa Rakka og fleiri borgir í norð- vestanverðu Sýrlandi á valdi sínu, vaða þar uppi með hótunum og ofbeldi og heimta að fólk fari eftir öfgafullri einkatúlkun þeirra á íslamskri trú. Aicha hafði gifst manni að nafni Omar Yilmaz, sem er hollensk- tyrkneskur og hefur gegnt herþjónustu í hollenska hernum. Hann staðfestir á Twitter-síðu sinni að „fyrrverandi eiginkona“ sín sé komin til Tyrklands, að því er fram kemur á fréttavef BBC. - gb Hollensk móðir hélt til Sýrlands til bjargar dóttur sinni: Heimti dóttur frá vígamönnum VÍGAMENN Í RAKKA Liðsmenn vígasamtakanna Íslamsks ríkis fagna á götum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MALI, AP Í landamærabænum Kouremale í Malí, rétt við landa- mæri Nígeríu, er nú grannt fylgst með öllum ferðum fólks milli landanna. Allir ferðalangar þurfa að koma við í hvítu tjaldi, þar sem hiti þeirra er mældur og þeim sagt að þvo sér um hendurnar með klórvatni. Fimm manns hafa nýlega látið lífið úr ebólu í Malí. Tveir þeirra höfðu farið yfir landamærin og komið við í Kouremale. Þau fyrstu sem létust voru tveggja ára stúlka og sjötugur maður, en hann hafði komið frá Gíneu í síðasta mánuði og farið um Kouremale. Ekki er talið að stúlkan hafi smitað neina aðra, en gamli maðurinn virðist hafa smitað þrjá aðra sem síðan létust. Grannt er fylgst með rúmlega 400 manns í viðbót. „Í fyrstu trúðum við ekki á ebóluveikina,“ segir Falaye Keita, sem býr í Kouremale. „Allt frá því gamli maðurinn dó vitum við að ebólan er raunveruleg, og við erum virkilega hrædd um að þessi sjúkdómur muni koma til þorpsins okkar.“ Jean-Franc- ois Delfraissy, yfirmaður ebólu- teymis á vegum Frakklandsfor- seta, hefur varað við því að næsti ebólufaraldur geti sprottið upp í Malí. - gb Íbúar í Malí eru farnir að læra á ebóluna eftir fimm dauðsföll: Hiti mældur á landamærastöð EFTIRLITS- STÖÐ VIÐ LANDA- MÆRIN Heilbrigðis- starfsfólk tekur á móti sjúklingum við landa- mæri Malí og Gíneu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.