Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 28
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Líffræðikennari á Íslandi spurði hóp 16 ára unglinga við hvað líf- fræðingar starfa. Fyrst var dauða- þögn, engin svör. Eftir dágóða stund nefndi einn nemandi að líf- fræðingar gætu jú kannski kennt. Ef þetta er staða raungreina í huga barna og unglinga er ekki furða að skortur sé á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki á Íslandi í dag. Starfsvettvangur raunvís- indamenntaðs fólks hjá hátækni- fyrirtækjum og -stofnunum, s.s. í líftækni, nanótækni, hafrannsókn- um, vistheimt, jöklarannsóknum og loftslagsfræðum er nemendum oft ókunnur. Efling náttúrufræðimenntunar er afar brýn. Atvinnulífið kallar á skýrari tengingu við skólana og óskar eftir hæfu raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki, stjórnmála- menn kalla á markvissari og öfl- ugri náttúrufræðimenntun vegna slakari frammistöðu íslenskra nema í alþjóðlegum samanburðar- könnunum og skólakerfið kallar eftir vel menntuðum raungreina- og tæknikennurum. Menntavísindasvið Háskóla Íslands leggur um þessar mundir sitt af mörkum til eflingar náttúru- fræðimenntunar og áhuga nem- enda á náttúruvísindum og tækni með NaNO verk- efninu (Náttúru- vísindi á nýrri öld). Verkefnið er margþætt; símenntunar- námskeið fyrir kennara um ný vísindi; kennslu- ráðgjöf; gagna- b a n k i f y r i r kennara með viðfangsefnum náttúruvísinda og tækni 21. aldar; viðburðir með náttúrufræðikennurum þar sem þeir læra hver af öðrum og fagleg einangrun þeirra rofnar; rann- sóknir á náttúrufræðimenntun á Íslandi ásamt fleiru. Meiri samvinnu Starfsfólk NaNO hefur nú þegar verið í samstarfi við ýmsa aðila í vinnu sinni. Þar má nefna Haf- rannsóknastofnun, Matís, Sjávar- klasann, Raunvísindastofnun Háskólans, Lyfjafræðideild HÍ, ORF líftækni, Orkuveitu Reykja- víkur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna, Sorpu, Umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landsvirkjun. Menntavísinda- svið HÍ hefur einnig kallað á aðila vinnumarkaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila til að halda umræðunni um náttúrufræðimenntun gang- andi og stilla saman strengi. Nú er kominn tími til að vinna meira saman, vinna að símenntun kennara með markvissari hætti, tengja skólana betur atvinnulífinu, leyfa nemendum að fjalla í ríkari mæli um nútímaviðfangsefni vís- inda í skólum ásamt því að þjálfa nemendur í að takast á við álita- mál og flókin viðfangsefni. Þann- ig búum við nemendur betur undir framtíðina í samfélagi sem ekki er ljóst hvað ber í skauti sér. Þegar nemendur eru spurðir hvað líffræðingar og annað raun- greinafólk gerir ættu þeir að sjá fyrir sér hlaðborð af störfum með fjölbreytta möguleika í náttúru og vísindum sem snúa að rannsóknum og þróun vara, tækja og hugmynda sem bæta líf okkar og auka sjálf- bæra nýtingu auðlinda. Hvert viljum við stefna? Tökum áskoruninni! Við erum bjartsýn fjöl- skylda og ánægð með að fá að ala dóttur okkar upp á Íslandi. En áhyggj- urnar af því að þurfa að treysta íslenskum grunn- skólum fyrir tíu árum af ævi hennar skyggja á. Hvern hryllir ekki við því að setja börn- in sín inn á stofnun þar sem 30% drengja og 14% stúlkna ná ekki grunn-les- skilningi? Þegar menntamála- ráðherra talaði um skólakerfið á Hrafnseyri þann 17. júní og ósk- aði eftir umræðu og tillögum að umbótum fannst okkur hann tala til okkar. Við ákváðum að kynna okkur kennslu á grunnskólastigi og komumst að því að heima- kennsla gæti leyst mörg vanda- mál sem ráðamenn glíma nú við. Í heimakennslu eru foreldr- arnir kennarar svo heim- ili og skóli verða eitt. Árið 1746 varð það lögbundin skylda foreldra að kenna börnum sínum að lesa og síðan þá hafa heimaæf- ingar verið mikilvægasti þáttur lestrarkennslu. Til eru ótal aðferðir við heimakennslu en allar hafa þær meiri sveigjan- leika í tíma og efnistök- um en skólakennsla. Efnið má nálgast út frá áhugasviði og getu hvers barns en þar með má fara yfir breiðara svið og kafa dýpra ofan í fræðilegan bakgrunn eða hagnýtingu þegar hugur stendur til. Rannsóknir sýna að heima- kennsla býr börnin betur undir framhaldsmenntun og vinnu- markað en skólarnir. Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skólakerfinu, á erfitt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. Í heimakennslu gefst góður tími til tómstundastarfs og virkrar samfélagsþátttöku. Börn- unum líður betur, eru öruggari með sig og að sjálfsögðu er ein- elti nánast óþekkt. Brot á jafnræðisreglu Það kemur flestum á óvart að heimakennsla sé lögleg á Íslandi, enda hefur u.þ.b. einn nemandi fengið heimakennslu frá 2008. Áhugi foreldra er til staðar, en regluverkið bannar í reynd for- eldrum að nýta þann sjálfsagða rétt að kenna börnum sínum sjálfir. Hins vegar mega grunn- skólakennarar kenna heima, ef þeir fylgja námsskránni í einu og öllu. Þetta fyrirkomulag er óþolandi, skýrt brot á jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar og þekkist ekki neins staðar annars staðar. Vissulega hafa grunnskól- arnir sínu hlutverki að gegna og eðlilegt að hafa styrka umgjörð um heimakennsluna, en ef kerf- ið útrýmir skipulega allri sam- keppni, þarf ekki að koma nein- um á óvart að gæði kennslunnar fari hríðversnandi. Við höfum sex ár til að gefa dóttur okkar færi á heima- kennslu, en okkur langar ekki að flytja til Danmerkur, Frakk- lands eða annarra landa þar sem heimakennsla er vel skipu- lögð og árangursrík. Við ætlum að berjast fyrir fleiri valkost- um í menntun barna. Mennta- málaráðherra gæti svarað eigin ákalli um aukinn árangur grunn- skólakerfisins og afnumið ein- faldlega skilyrði um kennara- menntun í gildandi reglugerð. Námsskrána, og skilyrði um að fylgja henni nákvæmlega eftir, þyrfti líka að endurskoða, en þar gætum við lært af þeim þjóð- um sem hafa skýra umgjörð um heimakennslu. Loks hvetjum við alla til að kynna sér kosti heima- kennslu, árangurinn og umsagnir foreldra. Er heimakennsla leyfð á Íslandi? Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verk- fallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siða- bálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þess- um mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálf- sagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setj- ast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurn- ar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfs- stéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildar- tekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeild- ir og biðtími eftir þjónustu leng- ist. Lækkandi þjónustustig. Sam - keppnis grundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsu- gæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástand- ið versnandi. Ásókn í sér- hæfða þjónustu Landspítal- ans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sér- fræðilækna. Viðhalda þekkingar- brunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins. Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljós- mæðra um 25%, háskólamenntuð- um starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönn- um um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðing- um um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkis- ins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráð- anlega hækkun á útgjöldum rík- isins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkis- ins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafé- lags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljós- mæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildar- laun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heild- arlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í saman- burði við ljósmæður þar sem hækk- un í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almenn- ir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkis- ins krefjast umtalsverðrar og sann- gjarnrar leiðréttingar á launalið- um. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsað- stæður. Skertur verkfallsréttur – áhrif á launaþróun lækna MENNTUN Guðni Þór Þrándarson ➜ Margir halda að börn sem fá heimakennslu skorti félagsfærni. Fjöldi nemenda lendir þó úti á kanti í skóla- kerfi nu, á erfi tt með að sitja undir eintali kennara, er útilokaður af samnemendum eða líður af einhverjum ástæðum ekki vel. ➜ Efl ing náttúrufræði- menntunar er afar brýn. Atvinnulífi ð kallar á skýari tengingu við skólana og ósk- ar eftir hæfu raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki. ➜ Samkeppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfi s- ins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuað- stæðum á öðrum vettvangi. MENNTUN Birgir U. Ásgeirsson framhaldsskóla- kennari Ester Ýr Jóns- dóttir framhaldsskóla- kennari Svava Péturs- dóttir grunnskólakennari KJARAMÁL Reynir Arngrímsson varaformaður Læknafélags Reykjavíkur Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.