Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.11.2014, Blaðsíða 24
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 18. nóv 14. nóv 12. nóv 10. nóv 6. nóv 4. nóv 31. okt 29. okt 27. okt 23. okt 21. okt 17. okt 15. okt 13. okt 9. okt 7. okt 3. okt 1. okt 29. sept 25. sept 23. sept 19. sept 17. sept 15. sept 11. sept 9. sept 5. sept 3. sept 29. ágúst 27. ágúst 25. ágúst 21. ágúst 19. ágúst 15. ágúst 13. ágúst 11. ágúst 7. ágúst 5. ágúst 1. ágúst $23,90 $23,43 $22,20 $19,79 $18,85 $18,09 -24% -7,5% -7,5% -6,1%-3,7% 0,5% $25 $20 $15 Prósentubreytingar Afleiðuverð hráolíu HRÁOLÍUÞRÓUN Í KAUPHÖLLINNI Í NEW YORK Innan hafta kunna vátrygginga- félög og aðrir á fjármálamarkaði að verða of háðir innlendum aðilum um fjármögnun. Þetta gæti magn- að smitáhrif milli fjármálakerfisins og raunhagkerfisins. Að þessu þarf að huga til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika, að því er fram kemur í grein Sigurðar Freys Jónatansson- ar, sérfræðings á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins (FME), í Fjár- málum, nýútkomnu vefriti FME. Hún fjallar um áhrif vátrygginga- félaga á fjárhagslegan stöðugleika. Um leið kemur fram í grein Sig- urðar að hér sé bankakerfið enn tiltölulega stórt miðað við þjóðar- framleiðslu á me ð a n h lut- fal l vátrygg- ingamarkaðar af þjóðarframleiðslu sé meðal þess lægsta sem þekkist á meðal OECD-ríkja. „Við fyrstu sýn virðist því ekki ástæða til að hafa miklar áhyggj- ur af vátryggingafélögum í saman- burði við bankakerfið,“ segir hann, en bætir um leið við að reynslan hér sýni samt að við fjárhagslegan óstöðugleika geti vátryggingafélag fallið með verri afleiðingum en áður hafi þekkst. „Til að tryggja hagsmuni neytenda og tjónþola Sjóvár Almennra sem hefðu að öðrum kosti verið óbættir, lagði ríkissjóður til fjármuni sem svör- uðu til 4,8 milljarða króna nettó eftir sölu nýja félagsins.“ - óká SIGURÐUR F. JÓNATANSSON FME fjallar í nýju riti um áhrif vátryggingafélaga á fjárhagslegan stöðugleika: Höft kunna að magna smitáhrif Verð á hráolíu er enn undir 80 Bandaríkjadölum tunnan og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Alþjóðaorkustofnunin hefur sagt líklegt að olíuverð haldi áfram að lækka. Verðlækkun þessa árs, sem hófst í sumar, nemur nú um 30 pró- sentum. Verðlækkun í afleiðuvið- skiptum með hráolíu í Kauphöll- inni í New York, sem sjá má hér til hliðar, nemur 24 prósentum frá því í ágústbyrjun. Í umfjöllun fréttavefs Deutsche Welle í gær kemur fram að full- trúar Rússa og Venesúelamanna hafi fundað um leiðir til þess að snúa þróuninni við, enda hafi lágt verð olíu skaðleg áhrif á efnahag landanna. Haft er eftir Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa, að viðræður séu í gangi við nokk- ur lönd sem framleiði olíu. Olíuverð er hins vegar ólíklegt til þess að hækka á ný nema að olíuframleiðsluríki heims taki sig saman um að draga úr fram- leiðslu sinni. Deutsche Welle hefur eftir greinendum í Rúss- landi og Venesúela að einhverj- ir telji Sádí-Arabíu og Bandarík- in hafa tekið höndum saman um að keyra niður olíuverð. Ali al Naimi, olíumálaráðherra Sádi- Araba, hefur hins vegar slegið á allar getgátur í þá veru og segir olíuverð bara stjórnast af fram- boði og eftirspurn, enginn vilji sé til þess að beita olíuverði í póli- tísku sjónarspili. Lækkandi olíuverð kemur sér enda líka illa fyrir Bandaríkin þar sem vinnslufyrirtæki hafa lagt í miklar fjárfestingar í olíu- vinnslu með niðurdælingu gass. Tregða OPEC-ríkjanna til að draga úr framleiðslu kunni líka að ráðast af vilja til að veikja keppinauta í olíuframleiðslu í Bandaríkjunum. Olía sem unnin er með niðurdælingu hefur náð allstórum hluta af olíumarkaði síðustu ár, en dýrari vinnsla olí- unnar með þeim hætti kallar á hærra olíuverð. Í nýlegri umfjöllun The Tele- graph er bent á að álagsprófan- ir Deutsche Bank á lántakendur í orkugeiranum í Bandaríkjunum bendi til þess að færi hráolíuverð niður í 60 dali á tunnuna væri orðið hætt við nýrri skuldakrísu vestra, með niðurfærslum lánshæfismats. Slík atburðarás hefði svo einnig áhrif út fyrir Bandaríkin. Deutsche Welle hefur eftir heimildarmönnum sínum að full- trúar Sádi-Arabíu og fleiri innan OPEC hafi á fundum með fulltrú- um Rússlands og Venesúela gefið í skyn að Sádi-Arabar væru tilbúnir að þola hráolíuverð á bilinu 70 til 80 dali á tunnuna í allt að því ár í viðbót. olikr@frettabladid.is OLÍUVINNSLA Í BANDARÍKJUNUM Hugað að dælistöð þar sem Encana Oil & Gas vinnur olíu með niðurdælingu við Rifle í Colorado í Bandaríkjunum. Lækkandi olíuverð ógnar áætlunum olíuvinnslufyrirtækja sem lagt hafa í mikinn tilkostnað og lántökur til að vinna olíu með niðurdælingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fallandi hráolíuverð ógnar efnahagsbata Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár og hefur lækkað í nær átta vikur samfleytt. Olíugeirinn logar af samsæriskenningum um ástæður lægra verðs. Verðið leggst þungt á skuldsettan olíuiðnað í Bandaríkjunum, en verður líklega lágt áfram. Lækkandi verð á olíu er líklegt til að endurspeglast í lægri flugfargjöldum um leið og þotueldsneyti lækkar, höfðu bæði Viðskiptablaðið og Morgun- blaðið eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, á þriðjudag. Lækkanirnar hafa hins vegar skilað sér hægar inn í verð á bensíni og dísilolíu hér á landi vegna aukinnar álagningar. Í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er bent á að meðalkostnaður neytenda vegna álagningar, flutnings og dreifingar á bifreiðaeldsneyti hafi í október verið umtalsvert hærri en meðalkostnaður á árinu. Þetta hafi gerst þrátt fyrir að hráolíuverð hefði þá þegar lækkað um 20 prósent á heimsmarkaði. FÍB segir aukna álagningu í október hafa kostað neytendur yfir 100 milljónir króna í mánuðinum. „Meðaltalan yfir fyrstu 10 mánuðina 2014, upp- reiknuð til verðlags í október, á bensínlítra er 38,50 krónur og 39,04 á hvern dísilolíulítra. Í október fór álagning og flutningur á hvern bensínlítra í 41,25 krónur og 43,30 krónur af dísilolíulítranum,“ segir í umfjöllun FÍB. Breytt olíuverð skilar sér misvel Í ljósi mikils áhuga fjárfesta á að kaupa fasteign og rekstur Hótels Sögu, hafa Bændasamtök Íslands ákveðið að óska eftir formlegum til- boðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til að sjá um söluferlið. Bankinn tekur saman upplýsing- ar og annast með gagnsæjum hætti kynningu fyrir áhugasama kaup- endur. Endanleg ákvörðun um sölu er sögð verða tekin af Búnaðarþingi. Bændasamtökin segja fyrirspurnir fjárfesta síðustu mánuði hafa kallað á að þessi leið væri farin. - sáp, óká HÓTEL SAGA Hótel Saga ehf. er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtak- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MP banki annast söluferli Hótel Sögu: Hús og rekstur til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.