Fréttablaðið - 09.12.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 09.12.2014, Síða 1
FRÉTTIR MINNINGARKORT Hægt er að styrkja starfsemi Landspítalans með ýmsum hætti, til dæmis með því að senda vinum og vandamönn- um minningarkort til að minnast látins ástvinar. Féð sem safnast rennur í fjáröflunarsjóði viðkomandi deilda eða til spítalans í heild. Sjá nánar á landspitali.is. K ókosolían frá Natu LOKSINS KÓKOSOLÍA Í FLJÓTANDI FORMIGENGUR VEL KYNNIR nýja kókosolíu frá Natures Aid í fljótandi formi sem er frábær til matargerðar, í bakstur, í drykki og til inntöku. Að auki er mjög gott að bera hana á húðina og í hárið. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS Virkar lausnir frá OptiBacOne Week FlatMinnkar þembu og Vindgang Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS Virkar lausnir frá OptiBacBifidobacteria & Fibre Blóðrásin flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans Betra blóðflæði betri heilsa vi te x eh f Jólagjö n í ár MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 14 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 9. desember 2014 289. tölublað 14. árgangur MENNING Frumsýna nýtt dansverk Unnar Elísabetar í Þjóðleikhúsinu. 24 LÍFIÐ Vinnur við að stuðla að friðsamlegri sambúð gyðinga og araba í Ísrael. 38 SPORT Ísland í riðli með nokkrum af bestu liðum heims á EM 2015. 32 Kíktu á úrvalið í vefversluninni okkar á michelsen.is Glæsilegar jólagjafir Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Sölutímabil 5. - 19. desember www.kaerleikskulan.is SKOÐUN Sigurður Oddsson vill nýjan spítala í Foss- voginn. 16 ORKUMÁL Landsvirkjun hefur aldrei greitt meira í arð frá stofn- un fyrirtækisins en þrjú síðastlið- in ár. Greiðslurnar nema rúmlega 1,5 milljörðum að jafnaði öll árin. Í samantekt Landsvirkjunar fyrir Fréttablaðið um arðgreiðslur fyrirtækisins frá stofnun þess kemur í ljós að fyrstu árin eftir hrun greiddi Landsvirkjun ekki arð. Á árunum 1997 til 2008 var greiddur arður á hverju ári og fór hann stighækkandi. Þegar greiðsl- urnar voru hæstar á þeim tíma fóru þær upp í 7,8 milljónir Banda- ríkjadala – eða milljarð króna á núvirði. Um mitt ár 2011 birti GAM Management hf. [GAMMA] úttekt á efnahagslegum áhrifum af rekstri og arðsemi Landsvirkj- unar til ársins 2035. Niðurstöður skýrslunnar voru að greiðslur til ríkissjóðs gætu numið frá 30 millj- örðum króna innan fárra ára. - shá / sjá síðu 6 Landsvirkjun hefur greitt 5 milljarða í arð til ríkisins á síðustu þremur árum: Arðgreiðslur aldrei verið hærri 1,5 milljarða króna hefur ríkissjóður fengið frá Landsvirkjun á hverju ári síðustu þrjú ár. TÓNLIST Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann hitti gítarleikarann Slash eftir tónleika hans í Laugardals- höllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almenni- legur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feim- inn. Hann er búinn að hlusta á Guns N’Roses frá því hann var tveggja ára.“ - fb / sjá síðu 38 Draumurinn rættist óvænt: Hitti Slash eftir tónleikana MEÐ HETJUNNI Davíð Máni er mikill aðdáandi Slash. MYND/JÓHANNES BJARKIBolungarvík -2° SV 6 Akureyri -2° SV 10 Egilsstaðir -2° SV 8 Kirkjubæjarkl. -2° SV 8 Reykjavík 0° SV 9 ÉLJAGANGUR Víðast suðvestan 8-15 m/s í dag og él en gengur í norðan storm um norðvestanvert landið seint í kvöld. Kólnandi veður. 4 STJÓRNMÁL Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnað- ur þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkis- stjórnina ekki ganga á undan með góðu fordæmi. „Ef hún telur ástæðu til að skera niður, þá verð- ur hún að byrja hjá sjálfri sér. Þessi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að búið sé að ná viðsnúningi í ríkisfjármálum. En þessi liður vex stjórnlaust á meðan álögur á sjúk- linga hækka og framhaldsskólun- um er lokað fyrir fólki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, bendir á að fyrir- komulagið stuðli að ójafnræði milli ráðherra. „Misjafn fjöldi aðstoðar- manna stuðlar að ójafnræði en líka ógagnsæi,“ segir hún. Katrín seg- ist á sínum tíma hafa mælt fyrir því að hver ráðherra hefði aðeins tvo aðstoðarmenn. Af þessum tuttugu aðstoðar- mönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætis- ráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Það eru þau Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráð- herra. Búast má við að nýr ráð- herra, Ólöf Nordal, muni fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðar- mann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, og Ill- ugi Gunnarsson menntamálaráð- herra, en hann var tímabundið með tvo. - kbg,fbj / sjá síðu 8 Aðstoðarmenn Sigmundar Davíðs fá yfir 64 milljónir Heildarlaunakostnaður 20 aðstoðarmanna ráðherra eru 204 milljónir króna á ári. Af þessum 20 aðstoðarmönn- um starfa 7 fyrir forsætisráðherra. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja ráðherrana sýna slæmt fordæmi. Þessi liður vex stjórnlaust á meðan álögur á sjúklinga hækka og framhaldsskólunum er lokað fyrir fólki. HVATTUR TIL AÐ HLUSTA Læknanemar færðu Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, hlustunarpípu í gær til þess að hann ætti auðveldara með að hlusta á kröfur lækna. Þeir munu ekki ráða sig í vinnu á heilbrigðisstofnunum fyrr en búið er að leysa kjaradeilu lækna og ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kynntu tvær hugmyndir Kröfuhafar verða knúnir til að breyta eignum sínum í skuldabréf, verði til- lögur um losun hafta að veruleika. 10 Fá hærri einkunnir 2.058 börn fá hærri einkunnir í samræmdum prófum vegna mistaka í útreikningi. 2 Léleg greining Þrettán þúsund hermenn verða áfram í Afganistan á vegum NATO og Bandaríkjanna til að þjálfa og aðstoða heimamenn. 12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.